„Hin miklu tíðindi“ eru þau að nú er kona varaforseti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 20:05 Í sögulegu samhengi eru stærstu tíðindin, að mati Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands, þau að nú er Kamala Harris fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Vísir/EPA Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskar nýjum forseta Bandaríkjanna velfarnaðar nú þegar hann hefur tekið við embætti. Guðni hyggur að meiri áhersla verði lögð meðal annars á loftslagsmál og jafnréttismál í tíð nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum frá því sem var í stjórnartíð Trump. Guðni segir ein stærstu tíðindin vera þau að í fyrsta sinn sé það nú kona sem gegni embætti varaforseta. „Þetta er alltaf sögulegur viðburður og ekki kemur nú á óvart að hinn nýi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hafi lagt áherslu á einingu og samstöðu. Það eru svona þau atriði sem rata helst á blað þegar forsetaefni og aðstoðarfólk fara að semja ávarp af þessu tagi,“ sagði Guðni í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsetinn var spurður hvort hann ætti von á því að bjartari tímar væru framundan í Bandaríkjunum en nokkur sundrung hefur ríkt meðal þjóðarinnar í aðdraganda stjórnarskiptanna. „Við skulum að minnsta kosti vona það. Síðastliðin ár hafa einkennst af aukinni sundrungu og því er auðvitað áhyggjuefni að línurnar verða miklu skarpari og deilurnar illvígari og það er verkefni nýs forseta og annarra ráðamanna vestra að snúa því frekar í þá vegu að fólk haldi áfram að takast á en deili með orðum og geri ekki mótherja eða fólk á öndverðu meiði að svörnum óvinum sem eigi ekkert gott skilið. Og það verður verkefni þessa forseta að brúa bil og byggja brýr og hvetja til sátta frekar en sundrungar,“ sagði Guðni. Hann segir það liggja í augum uppi að í embætti forseta Bandaríkjanna hafi orð mikil áhrif. „Því meiri sem völdin eru því meira vægi hafa orðin og þá er brýnt að sá eða sú sem er á valdastóli þar vestra geri sér grein fyrir því.“ Sjálfur hitti Guðni aldrei Donald Trump, að minnsta kosti ekki á einkafundi, á meðan sá síðarnefndi gegndi embætti Bandaríkjaforseta. „Ég var einu sinni á samkomu, við viðburð þar sem við vorum í sama sal, þegar þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldar,“ sagði Guðni, en sá viðburður fór fram í París. Guðni átti aftur á móti stuttan fund með Mike Pence varaforseta þegar hann heimsótti Ísland árið 2019. Guðni Th. Jóhannesson átti fund í Höfða með Mike Pence, sem lét af embætti varaforseta Bandaríkjanna í dag, þegar hann sótti Ísland heim árið 2019.Vísir/Elín Margrét „Ég óska Biden alls velfarnaðar og hygg að það sé hið eina rétta, rétt eins og ég óskaði Donald Trump velfarnaðar þegar hann tók við embætti á sínum tíma,“ sagði Guðni. „Ég hygg nú að hvað okkur hér á Íslandi varði, þá munum við sjá að það munu aðrir vindar blása og ná hingað til lands. Það verður önnur afstaða til umhverfismála, það verður aukin áhersla á kynjajafnrétti, og kannski svo ég skjóti því hér inn í, að í sögulegu ljósi þá eru hin miklu tíðindi ekki síður þau að nú er varaforseti Bandaríkjanna kona, Kamala Harris, og það eru mikil og góð tíðindi að það hafi gerst núna í fyrsta sinn,“ sagði Guðni. Joe Biden Bandaríkin Forseti Íslands Reykjavík síðdegis Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
„Þetta er alltaf sögulegur viðburður og ekki kemur nú á óvart að hinn nýi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hafi lagt áherslu á einingu og samstöðu. Það eru svona þau atriði sem rata helst á blað þegar forsetaefni og aðstoðarfólk fara að semja ávarp af þessu tagi,“ sagði Guðni í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsetinn var spurður hvort hann ætti von á því að bjartari tímar væru framundan í Bandaríkjunum en nokkur sundrung hefur ríkt meðal þjóðarinnar í aðdraganda stjórnarskiptanna. „Við skulum að minnsta kosti vona það. Síðastliðin ár hafa einkennst af aukinni sundrungu og því er auðvitað áhyggjuefni að línurnar verða miklu skarpari og deilurnar illvígari og það er verkefni nýs forseta og annarra ráðamanna vestra að snúa því frekar í þá vegu að fólk haldi áfram að takast á en deili með orðum og geri ekki mótherja eða fólk á öndverðu meiði að svörnum óvinum sem eigi ekkert gott skilið. Og það verður verkefni þessa forseta að brúa bil og byggja brýr og hvetja til sátta frekar en sundrungar,“ sagði Guðni. Hann segir það liggja í augum uppi að í embætti forseta Bandaríkjanna hafi orð mikil áhrif. „Því meiri sem völdin eru því meira vægi hafa orðin og þá er brýnt að sá eða sú sem er á valdastóli þar vestra geri sér grein fyrir því.“ Sjálfur hitti Guðni aldrei Donald Trump, að minnsta kosti ekki á einkafundi, á meðan sá síðarnefndi gegndi embætti Bandaríkjaforseta. „Ég var einu sinni á samkomu, við viðburð þar sem við vorum í sama sal, þegar þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldar,“ sagði Guðni, en sá viðburður fór fram í París. Guðni átti aftur á móti stuttan fund með Mike Pence varaforseta þegar hann heimsótti Ísland árið 2019. Guðni Th. Jóhannesson átti fund í Höfða með Mike Pence, sem lét af embætti varaforseta Bandaríkjanna í dag, þegar hann sótti Ísland heim árið 2019.Vísir/Elín Margrét „Ég óska Biden alls velfarnaðar og hygg að það sé hið eina rétta, rétt eins og ég óskaði Donald Trump velfarnaðar þegar hann tók við embætti á sínum tíma,“ sagði Guðni. „Ég hygg nú að hvað okkur hér á Íslandi varði, þá munum við sjá að það munu aðrir vindar blása og ná hingað til lands. Það verður önnur afstaða til umhverfismála, það verður aukin áhersla á kynjajafnrétti, og kannski svo ég skjóti því hér inn í, að í sögulegu ljósi þá eru hin miklu tíðindi ekki síður þau að nú er varaforseti Bandaríkjanna kona, Kamala Harris, og það eru mikil og góð tíðindi að það hafi gerst núna í fyrsta sinn,“ sagði Guðni.
Joe Biden Bandaríkin Forseti Íslands Reykjavík síðdegis Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira