Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 08:15 Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins og algjör lykilmaður í liðinu. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur farið yfir hlutina með Tomasi Svensson, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, vegna ummæla Svíans um Aron í viðtalinu við Staffan Olsson á dögunum. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja, að vakna við þetta í gær. Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. „Svo flýg ég heim daginn eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta mál er í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron. Aron segist vera kominn með þykkan skráp enda búinn að vera í sviðsljósinu lengi. „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg,“ sagði Aron í þessu viðtali á RÚV. Aron Pálmarsson talaði líka um það að hann muni alltaf gefa kost á sér svo framarlega sem líkaminn leyfi. Hann veit heldur ekki hvenær hann mun geta byrjað að spila aftur eftir þessi meiðsli sem halda honum frá HM í Egyptalandi. Eins og kom fram á Vísi þá er núna hægt að hlusta á það sem Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu viðtali. Þar talaði hann ekki bara um að læknarnir hafi ekki fengið að skoða Aron heldur að inn í þetta blandist samningamál Arons og Barcelona sem og að möguleikar íslenska landsliðsins á verðlaunum hafi ekki verið miklir. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundsson sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson í viðtalinu.a 20. janúar 2021 08:01 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur farið yfir hlutina með Tomasi Svensson, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, vegna ummæla Svíans um Aron í viðtalinu við Staffan Olsson á dögunum. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja, að vakna við þetta í gær. Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. „Svo flýg ég heim daginn eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta mál er í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron. Aron segist vera kominn með þykkan skráp enda búinn að vera í sviðsljósinu lengi. „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg,“ sagði Aron í þessu viðtali á RÚV. Aron Pálmarsson talaði líka um það að hann muni alltaf gefa kost á sér svo framarlega sem líkaminn leyfi. Hann veit heldur ekki hvenær hann mun geta byrjað að spila aftur eftir þessi meiðsli sem halda honum frá HM í Egyptalandi. Eins og kom fram á Vísi þá er núna hægt að hlusta á það sem Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu viðtali. Þar talaði hann ekki bara um að læknarnir hafi ekki fengið að skoða Aron heldur að inn í þetta blandist samningamál Arons og Barcelona sem og að möguleikar íslenska landsliðsins á verðlaunum hafi ekki verið miklir.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundsson sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson í viðtalinu.a 20. janúar 2021 08:01 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundsson sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson í viðtalinu.a 20. janúar 2021 08:01
Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02
Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30