Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 08:01 Tomas Svensson og íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson. Samsett/Getty&Vilhelm Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. Tomas Svensson er markmannsþjálfari íslenska landsliðsins. Hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum í viðtalinu en nú vitum við betur hvað aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundssonar sagði í viðtalinu. Svensson fór í Zoom-viðtal hjá stórskyttunni fyrrverandi Staffani Olsson, gamla liðsfélaga sínum í sænska landsliðinu. Johan Flinck, blaðamaður á Aftobladet, var að vísa í þetta viðtal í Twitter færslu sinni. Tomas fer í upphafi viðtalsins yfir leiki íslenska landsliðsins til þessa og þar á meðal leikina þrjá á móti Portúgal sem fóru fram í þremur mismunandi löndum. Ísland mætti Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM áður en liðin mættust í fyrsta leik þjóðanna á HM í Egyptalandi. Tomas talar síðan um það að íslenska liðið sakni Arons Pálmarssonar sem hann segir hafa afboðað sig í þetta verkefni. Staffon Olsson spyr þá: „Aron gaf ekki kost á sér vegna meiðsla, ekki satt?“ Það er þá sem Tomas Svensson fer yfir það sem hann taldi sig vita um hvað væri í gangi varðandi meiðsli Arons Pálmarssonar. „Já, við gerum ráð fyrir því. Ég talaði sjálfur við lækninn í Barcelona, Dr. Gutierez, og hann er með sködduð krossbönd. Það var margt broslegt í sambandi við þessi meiðsli. Hann spilaði báða leikina þegar úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fór fram nokkrum dögum áður. Það er eitthvað sem kemur ekki heim og saman varðandi þessa útskýringu,“ sagði Tomas Svensson og heldur áfram: „Ég held að þetta gæti snúist um framlengingu á samningi. Ísland er kannski ekki að fara að berjast um verðlaun á þessu móti og svo framvegis. Ég er svolítið efnis, manni finnst frekar óljóst hvað hefur gerst. Læknir okkar á Íslandi, reynslumikill læknir, fékk ekki að skoða hann. Þannig að það er ýmislegt. Við erum ekki að eyða orku í þetta, það eru aðrir leikmenn sem fá tækifærið og til lengri tíma er það auðvitað jákvætt,“ sagði Svensson. Handknattleiksambandið brást við orðum Svensson og sendi frá sér tilkynningu þar sem fullyrt var að orð Svensson ættu ekki við rök að styðjast. Þar kom fram líka að Tomas Svensson hafi beðist afsökunar á orðum sínum og að þetta hafi allt saman verið misskilningur. Aron sagði svo sjálfur í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að það hefði verið skrýtið að vakna og heyra þessi orð sænska markmannsþjálfarans. „Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. Hér fyrir neðan má heyra hvað Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu Zoom viðtali. Klippa: Þetta sagði Tomas Svensson um meiðsli Arons Pálmarssonar HM 2021 í handbolta Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira
Tomas Svensson er markmannsþjálfari íslenska landsliðsins. Hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum í viðtalinu en nú vitum við betur hvað aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundssonar sagði í viðtalinu. Svensson fór í Zoom-viðtal hjá stórskyttunni fyrrverandi Staffani Olsson, gamla liðsfélaga sínum í sænska landsliðinu. Johan Flinck, blaðamaður á Aftobladet, var að vísa í þetta viðtal í Twitter færslu sinni. Tomas fer í upphafi viðtalsins yfir leiki íslenska landsliðsins til þessa og þar á meðal leikina þrjá á móti Portúgal sem fóru fram í þremur mismunandi löndum. Ísland mætti Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM áður en liðin mættust í fyrsta leik þjóðanna á HM í Egyptalandi. Tomas talar síðan um það að íslenska liðið sakni Arons Pálmarssonar sem hann segir hafa afboðað sig í þetta verkefni. Staffon Olsson spyr þá: „Aron gaf ekki kost á sér vegna meiðsla, ekki satt?“ Það er þá sem Tomas Svensson fer yfir það sem hann taldi sig vita um hvað væri í gangi varðandi meiðsli Arons Pálmarssonar. „Já, við gerum ráð fyrir því. Ég talaði sjálfur við lækninn í Barcelona, Dr. Gutierez, og hann er með sködduð krossbönd. Það var margt broslegt í sambandi við þessi meiðsli. Hann spilaði báða leikina þegar úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fór fram nokkrum dögum áður. Það er eitthvað sem kemur ekki heim og saman varðandi þessa útskýringu,“ sagði Tomas Svensson og heldur áfram: „Ég held að þetta gæti snúist um framlengingu á samningi. Ísland er kannski ekki að fara að berjast um verðlaun á þessu móti og svo framvegis. Ég er svolítið efnis, manni finnst frekar óljóst hvað hefur gerst. Læknir okkar á Íslandi, reynslumikill læknir, fékk ekki að skoða hann. Þannig að það er ýmislegt. Við erum ekki að eyða orku í þetta, það eru aðrir leikmenn sem fá tækifærið og til lengri tíma er það auðvitað jákvætt,“ sagði Svensson. Handknattleiksambandið brást við orðum Svensson og sendi frá sér tilkynningu þar sem fullyrt var að orð Svensson ættu ekki við rök að styðjast. Þar kom fram líka að Tomas Svensson hafi beðist afsökunar á orðum sínum og að þetta hafi allt saman verið misskilningur. Aron sagði svo sjálfur í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að það hefði verið skrýtið að vakna og heyra þessi orð sænska markmannsþjálfarans. „Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. Hér fyrir neðan má heyra hvað Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu Zoom viðtali. Klippa: Þetta sagði Tomas Svensson um meiðsli Arons Pálmarssonar
HM 2021 í handbolta Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira