Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 08:01 Tomas Svensson og íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson. Samsett/Getty&Vilhelm Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. Tomas Svensson er markmannsþjálfari íslenska landsliðsins. Hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum í viðtalinu en nú vitum við betur hvað aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundssonar sagði í viðtalinu. Svensson fór í Zoom-viðtal hjá stórskyttunni fyrrverandi Staffani Olsson, gamla liðsfélaga sínum í sænska landsliðinu. Johan Flinck, blaðamaður á Aftobladet, var að vísa í þetta viðtal í Twitter færslu sinni. Tomas fer í upphafi viðtalsins yfir leiki íslenska landsliðsins til þessa og þar á meðal leikina þrjá á móti Portúgal sem fóru fram í þremur mismunandi löndum. Ísland mætti Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM áður en liðin mættust í fyrsta leik þjóðanna á HM í Egyptalandi. Tomas talar síðan um það að íslenska liðið sakni Arons Pálmarssonar sem hann segir hafa afboðað sig í þetta verkefni. Staffon Olsson spyr þá: „Aron gaf ekki kost á sér vegna meiðsla, ekki satt?“ Það er þá sem Tomas Svensson fer yfir það sem hann taldi sig vita um hvað væri í gangi varðandi meiðsli Arons Pálmarssonar. „Já, við gerum ráð fyrir því. Ég talaði sjálfur við lækninn í Barcelona, Dr. Gutierez, og hann er með sködduð krossbönd. Það var margt broslegt í sambandi við þessi meiðsli. Hann spilaði báða leikina þegar úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fór fram nokkrum dögum áður. Það er eitthvað sem kemur ekki heim og saman varðandi þessa útskýringu,“ sagði Tomas Svensson og heldur áfram: „Ég held að þetta gæti snúist um framlengingu á samningi. Ísland er kannski ekki að fara að berjast um verðlaun á þessu móti og svo framvegis. Ég er svolítið efnis, manni finnst frekar óljóst hvað hefur gerst. Læknir okkar á Íslandi, reynslumikill læknir, fékk ekki að skoða hann. Þannig að það er ýmislegt. Við erum ekki að eyða orku í þetta, það eru aðrir leikmenn sem fá tækifærið og til lengri tíma er það auðvitað jákvætt,“ sagði Svensson. Handknattleiksambandið brást við orðum Svensson og sendi frá sér tilkynningu þar sem fullyrt var að orð Svensson ættu ekki við rök að styðjast. Þar kom fram líka að Tomas Svensson hafi beðist afsökunar á orðum sínum og að þetta hafi allt saman verið misskilningur. Aron sagði svo sjálfur í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að það hefði verið skrýtið að vakna og heyra þessi orð sænska markmannsþjálfarans. „Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. Hér fyrir neðan má heyra hvað Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu Zoom viðtali. Klippa: Þetta sagði Tomas Svensson um meiðsli Arons Pálmarssonar HM 2021 í handbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Tomas Svensson er markmannsþjálfari íslenska landsliðsins. Hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum í viðtalinu en nú vitum við betur hvað aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundssonar sagði í viðtalinu. Svensson fór í Zoom-viðtal hjá stórskyttunni fyrrverandi Staffani Olsson, gamla liðsfélaga sínum í sænska landsliðinu. Johan Flinck, blaðamaður á Aftobladet, var að vísa í þetta viðtal í Twitter færslu sinni. Tomas fer í upphafi viðtalsins yfir leiki íslenska landsliðsins til þessa og þar á meðal leikina þrjá á móti Portúgal sem fóru fram í þremur mismunandi löndum. Ísland mætti Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM áður en liðin mættust í fyrsta leik þjóðanna á HM í Egyptalandi. Tomas talar síðan um það að íslenska liðið sakni Arons Pálmarssonar sem hann segir hafa afboðað sig í þetta verkefni. Staffon Olsson spyr þá: „Aron gaf ekki kost á sér vegna meiðsla, ekki satt?“ Það er þá sem Tomas Svensson fer yfir það sem hann taldi sig vita um hvað væri í gangi varðandi meiðsli Arons Pálmarssonar. „Já, við gerum ráð fyrir því. Ég talaði sjálfur við lækninn í Barcelona, Dr. Gutierez, og hann er með sködduð krossbönd. Það var margt broslegt í sambandi við þessi meiðsli. Hann spilaði báða leikina þegar úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fór fram nokkrum dögum áður. Það er eitthvað sem kemur ekki heim og saman varðandi þessa útskýringu,“ sagði Tomas Svensson og heldur áfram: „Ég held að þetta gæti snúist um framlengingu á samningi. Ísland er kannski ekki að fara að berjast um verðlaun á þessu móti og svo framvegis. Ég er svolítið efnis, manni finnst frekar óljóst hvað hefur gerst. Læknir okkar á Íslandi, reynslumikill læknir, fékk ekki að skoða hann. Þannig að það er ýmislegt. Við erum ekki að eyða orku í þetta, það eru aðrir leikmenn sem fá tækifærið og til lengri tíma er það auðvitað jákvætt,“ sagði Svensson. Handknattleiksambandið brást við orðum Svensson og sendi frá sér tilkynningu þar sem fullyrt var að orð Svensson ættu ekki við rök að styðjast. Þar kom fram líka að Tomas Svensson hafi beðist afsökunar á orðum sínum og að þetta hafi allt saman verið misskilningur. Aron sagði svo sjálfur í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að það hefði verið skrýtið að vakna og heyra þessi orð sænska markmannsþjálfarans. „Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. Hér fyrir neðan má heyra hvað Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu Zoom viðtali. Klippa: Þetta sagði Tomas Svensson um meiðsli Arons Pálmarssonar
HM 2021 í handbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira