Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 23:46 Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. Mannréttindasamtök hafa á síðustu árum sakað kínversk stjórnvöld um að hafa hneppt allt að milljón Úígúra í eitthvað sem ríkið sjálft kallar „endurmenntunarbúðir.“ Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins bendir margt til þess að um þrælavinnubúðir sé að ræða. Úígúrar eru þjóðarbrot sem býr aðallega í Xinjiang í norðvesturhluta Kína. Á síðustu árum hafa kínversk stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir meintar kerfisbundnar ofsóknir á hendur þeim. Pompeo, sem von bráðar lætur af embætti utanríkisráðherra, hefur verið í eldlínunni í samskiptum Kínverja og Bandaríkjanna frá því hann tók við embættinu í apríl 2018. Hann var skipaður af Donald Trump forseta, sem oft hefur hreykt sér af því hversu „harður“ hann hefur verið við Kína. Ríkisstjórn hans hefur þó ekki viljað kalla framgöngu Kínverja gagnvart Úígúrum þjóðarmorð, fyrr en nú. „Ég trúi því að þetta þjóðarmorð sé enn í gangi, og við séum vitni að kerfisbundinni tilraun ríkisflokks Kína til að útrýma Úígúrum,“ segir í yfirlýsingu frá Pompeo. Í yfirlýsingunni var ekki að finna neinar aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna gagnvart Kína sem ekki þegar voru í gildi. Anthony Blinken, sem verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, tók undir yfirlýsingu Pompeos þegar hann var inntur eftir viðbrögðum í dag. „Þetta er það mat sem ég myndi leggja á þetta,“ samsinnti Blinken. Teymi á bak við framboð Bidens gagnrýndi framkomu kínverska ríkisins gagnvart Úígúrum í ágúst síðastliðnum. Spenna í utanríkismálun þegar Biden tekur við Greinendur segja ákvörðunina vera eins konar „lokagjöf“ hinnar fráfarandi Trump-stjórnar til Kína. Þó Bandaríkin séu ekki fyrsta ríkið til þess að gagnrýna framferði Kínverja í Xinjiang, sé um að ræða langsterkustu fordæminguna hingað til. Yfirlýsing Pompeo gæti leitt til aukinnar spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna, en kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa þegar brugðist við með því að saka Bandaríkjamenn um þjóðarmorð, og vísaði þar til viðbragða alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum, sem dregið hefur yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Rannsókn sem breska ríkisútvarpið gerði árið 2019 leiddi í ljós að börn í Xinjiang væru tekin frá foreldrum sínum til þess að uppræta menningu Úígúra á svæðinu. Eins bendir margt til þess að úígúrskar konur hafi verið neyddar á getnaðarvörn af ríkinu. Kína hefur neitað ásökunum um allt slíkt. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Mannréttindasamtök hafa á síðustu árum sakað kínversk stjórnvöld um að hafa hneppt allt að milljón Úígúra í eitthvað sem ríkið sjálft kallar „endurmenntunarbúðir.“ Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins bendir margt til þess að um þrælavinnubúðir sé að ræða. Úígúrar eru þjóðarbrot sem býr aðallega í Xinjiang í norðvesturhluta Kína. Á síðustu árum hafa kínversk stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir meintar kerfisbundnar ofsóknir á hendur þeim. Pompeo, sem von bráðar lætur af embætti utanríkisráðherra, hefur verið í eldlínunni í samskiptum Kínverja og Bandaríkjanna frá því hann tók við embættinu í apríl 2018. Hann var skipaður af Donald Trump forseta, sem oft hefur hreykt sér af því hversu „harður“ hann hefur verið við Kína. Ríkisstjórn hans hefur þó ekki viljað kalla framgöngu Kínverja gagnvart Úígúrum þjóðarmorð, fyrr en nú. „Ég trúi því að þetta þjóðarmorð sé enn í gangi, og við séum vitni að kerfisbundinni tilraun ríkisflokks Kína til að útrýma Úígúrum,“ segir í yfirlýsingu frá Pompeo. Í yfirlýsingunni var ekki að finna neinar aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna gagnvart Kína sem ekki þegar voru í gildi. Anthony Blinken, sem verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, tók undir yfirlýsingu Pompeos þegar hann var inntur eftir viðbrögðum í dag. „Þetta er það mat sem ég myndi leggja á þetta,“ samsinnti Blinken. Teymi á bak við framboð Bidens gagnrýndi framkomu kínverska ríkisins gagnvart Úígúrum í ágúst síðastliðnum. Spenna í utanríkismálun þegar Biden tekur við Greinendur segja ákvörðunina vera eins konar „lokagjöf“ hinnar fráfarandi Trump-stjórnar til Kína. Þó Bandaríkin séu ekki fyrsta ríkið til þess að gagnrýna framferði Kínverja í Xinjiang, sé um að ræða langsterkustu fordæminguna hingað til. Yfirlýsing Pompeo gæti leitt til aukinnar spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna, en kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa þegar brugðist við með því að saka Bandaríkjamenn um þjóðarmorð, og vísaði þar til viðbragða alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum, sem dregið hefur yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Rannsókn sem breska ríkisútvarpið gerði árið 2019 leiddi í ljós að börn í Xinjiang væru tekin frá foreldrum sínum til þess að uppræta menningu Úígúra á svæðinu. Eins bendir margt til þess að úígúrskar konur hafi verið neyddar á getnaðarvörn af ríkinu. Kína hefur neitað ásökunum um allt slíkt.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30