Grunur um fleiri mál þar sem börn fá greitt fyrir nektarmyndir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 18:18 Ævar Pálmi Pálmason er aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þrjú til sex mál fullorðinna einstaklinga sem greiða fyrir nektarmyndir af börnum til rannsóknar hjá embættinu. Grunur sé um fleiri mál af sama toga. Í desember á síðasta ári voru hátt í tíu slík mál kærð til lögreglu. Um var að ræða karlmenn sem greiddu allt niður í 13 ára gömlum börnum fyrir kynferðislegar myndir. Fengu börnin á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina. Greiðsla fór fram í gegn um millifærslusmáforrit. „Við erum alltaf með fjölda mála sem eru af þessum meiði, þar sem snjalltæknin og netið koma við sögu. Þar eru bæði börn, unglingar og fullorðnir,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir að oft sé um að ræða mál sem varða dreifingu á nektarmyndum af börnum, barnaklámi. „En þetta, að það sé verið að greiða fyrir myndirnar með svona einföldum hætti í gegnum þessi öpp, það er svolítið nýtt fyrir okkur,“ segir Ævar Pálmi í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ekki erfiðara við að eiga en önnur mál Aðspurður hvort erfiðara sé að fá börn sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi til að segja frá, þar sem þau hafi fengið greitt fyrir myndirnar, segir Ævar Pálmi það vera misjafnt. Almennt sé það ekki erfiðara en í öðrum málum. „Þarna er ákveðin slóð sem myndast og verður bara hluti af gögnum hvers máls fyrir sig,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir þá nokkuð einfalt fyrir lögreglu að rekja hvert myndirnar voru sendar, þar sem greiðsla fer, eins og áður sagði, fram í gegn um þar til gert smáforrit. Aðspurður segir Ævar Pálmi að þrjú til sex mál af þessum toga séu til rannsóknar. Þó sé grunur um fleiri sams konar mál. „Það er bara í skoðun og rannsóknir í gangi.“ Viðtalið við Ævar Pálma má heyra í spilaranum hér að ofan. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Í desember á síðasta ári voru hátt í tíu slík mál kærð til lögreglu. Um var að ræða karlmenn sem greiddu allt niður í 13 ára gömlum börnum fyrir kynferðislegar myndir. Fengu börnin á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina. Greiðsla fór fram í gegn um millifærslusmáforrit. „Við erum alltaf með fjölda mála sem eru af þessum meiði, þar sem snjalltæknin og netið koma við sögu. Þar eru bæði börn, unglingar og fullorðnir,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir að oft sé um að ræða mál sem varða dreifingu á nektarmyndum af börnum, barnaklámi. „En þetta, að það sé verið að greiða fyrir myndirnar með svona einföldum hætti í gegnum þessi öpp, það er svolítið nýtt fyrir okkur,“ segir Ævar Pálmi í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ekki erfiðara við að eiga en önnur mál Aðspurður hvort erfiðara sé að fá börn sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi til að segja frá, þar sem þau hafi fengið greitt fyrir myndirnar, segir Ævar Pálmi það vera misjafnt. Almennt sé það ekki erfiðara en í öðrum málum. „Þarna er ákveðin slóð sem myndast og verður bara hluti af gögnum hvers máls fyrir sig,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir þá nokkuð einfalt fyrir lögreglu að rekja hvert myndirnar voru sendar, þar sem greiðsla fer, eins og áður sagði, fram í gegn um þar til gert smáforrit. Aðspurður segir Ævar Pálmi að þrjú til sex mál af þessum toga séu til rannsóknar. Þó sé grunur um fleiri sams konar mál. „Það er bara í skoðun og rannsóknir í gangi.“ Viðtalið við Ævar Pálma má heyra í spilaranum hér að ofan.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira