Ríkið styrkir Landsbjörgu til kaupa á björgunarskipum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2021 16:45 Fjórir ráðherrar skrifuðu í dag undir samkomulag við Landsbjörgu og viljayfirlýsingu um kaup á björgunarskipum á næstu árum. Ríkið styrkir Landsbjörgu um allt að 450 milljónir króna til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021-2023 samkvæmt samkomulagi sem var undirritað í dag. Auk þess var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að samkomulagið og viljayfirlýsing byggi á tillögum starfshóps um eflingu björgunarskipa Landsbjargar sem forsætisráðherra skipaði í desember 2019 í samræmi við þingsályktunartillögu um eflingu björgunarskipaflota Landsbjargar til ríkisstjórnarinnar í maí 2019. Forsætisráðherra hafi verið falið að taka málið til skoðunar og tryggja verkefninu framgang og fjármagn. „Kaupin eru liður í því að endurnýja skipakost Landsbjargar sem er kominn til ára sinna," segir í tilkynningunni. Markmiðið sé að leggja grunn að enn öflugra starfi Landsbjargar á komandi árum, efla útkallsgetu björgunarsveita og tryggja öryggi skipa og áhafna þeirra. Í samkomulagi um kaup á þremur björgunarskipum fyrir Landsbjörg felst að ríkið greiði helming kostnaðar fyrir hvert skip. „Hámarkskostnaður við hvert skip verði ekki meiri en 300 milljónir þannig að hlutur ríkisins gæti orðið 150 milljónir. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 er gert ráð fyrir 450 milljóna króna framlagi vegna þessa,“ segir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstljajórnarráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra undirrituðu samkomulagið og viljayfirlýsinguna fyrir hönd stjórnvalda og Þór Þorsteinsson formaður Landsbjargar fyrir hönd samtakanna. Björgunarsveitir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í Móskarðshnúkum Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú á þriðja tímanum eftir að tilkynning barst um að slys hefði orðið í Móskarðshnúkum. 10. janúar 2021 14:56 Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Nóg að gera hjá björgunarsveitum á síðasta degi 2020 Björgunarsveitir voru kallaðar þrisvar út á síðasta degi ársins 2020, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. 1. janúar 2021 09:02 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að samkomulagið og viljayfirlýsing byggi á tillögum starfshóps um eflingu björgunarskipa Landsbjargar sem forsætisráðherra skipaði í desember 2019 í samræmi við þingsályktunartillögu um eflingu björgunarskipaflota Landsbjargar til ríkisstjórnarinnar í maí 2019. Forsætisráðherra hafi verið falið að taka málið til skoðunar og tryggja verkefninu framgang og fjármagn. „Kaupin eru liður í því að endurnýja skipakost Landsbjargar sem er kominn til ára sinna," segir í tilkynningunni. Markmiðið sé að leggja grunn að enn öflugra starfi Landsbjargar á komandi árum, efla útkallsgetu björgunarsveita og tryggja öryggi skipa og áhafna þeirra. Í samkomulagi um kaup á þremur björgunarskipum fyrir Landsbjörg felst að ríkið greiði helming kostnaðar fyrir hvert skip. „Hámarkskostnaður við hvert skip verði ekki meiri en 300 milljónir þannig að hlutur ríkisins gæti orðið 150 milljónir. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 er gert ráð fyrir 450 milljóna króna framlagi vegna þessa,“ segir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstljajórnarráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra undirrituðu samkomulagið og viljayfirlýsinguna fyrir hönd stjórnvalda og Þór Þorsteinsson formaður Landsbjargar fyrir hönd samtakanna.
Björgunarsveitir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í Móskarðshnúkum Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú á þriðja tímanum eftir að tilkynning barst um að slys hefði orðið í Móskarðshnúkum. 10. janúar 2021 14:56 Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Nóg að gera hjá björgunarsveitum á síðasta degi 2020 Björgunarsveitir voru kallaðar þrisvar út á síðasta degi ársins 2020, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. 1. janúar 2021 09:02 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í Móskarðshnúkum Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú á þriðja tímanum eftir að tilkynning barst um að slys hefði orðið í Móskarðshnúkum. 10. janúar 2021 14:56
Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35
Nóg að gera hjá björgunarsveitum á síðasta degi 2020 Björgunarsveitir voru kallaðar þrisvar út á síðasta degi ársins 2020, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. 1. janúar 2021 09:02