Pútín ekki hræddur við Navalní Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2021 14:22 Valdimír Pútín, forseti Rússlands. EPA/Michail Klimentyev Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að forsetinn óttist ekki stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní, sem var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í gær. Þá þykir líklegt að yfirvöld Rússlands muni koma í veg fyrir áætluð mótmæli vegna handtöku Navalní um helgina. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, var spurður í dag hvort Pútín liti á Navalní sem andstæðing sinn og sagði hann ómögulegt að tengja Navalní við Pútín á nokkurn hátt. Peskov sagði einnig að uppástungur um að „einhver væri hræddur við einhvern annan“ væru fáránlegar. Pútín hefur enn ekki tjáð sig um handtöku hans elsta stjórnarandstæðings. Navalní var handtekin við komuna til Rússlands á sunnudaginn og dæmdur í gæsluvarðhald til 15. febrúar í gær. Það er á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi Navalní í fangelsi fyrir að rjúfa skilorð með því að fara til Þýskalands. Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Pútín um að bera ábyrgð á eitruninni. Skipað að snúa heim vegna skilorðs sem var við það að falla úr gildi Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dóms sem hann fékk fyrir þjófnað árið 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Alexei Navalní, eftir að hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær.Getty/Sergei Bobylev Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Peskov sagði í morgun að Rússar myndu ekki láta undan alþjóðlegum þrýstingi um að Navalní yrði sleppt úr haldi. Hann sagði málið snúa að rússneskum ríkisborgara sem hefði brotið lög Rússlands. Talsmaðurinn sagði einnig að honum þætti varhugavert að boða til mótmæla á meðan faraldur nýju kórónuveirunnar stæði yfir. Mótmæli eru bönnuð í Moskvu vegna faraldursins en bandamenn Navalní hafa sagt að þau ætli ekki að leita leyfis yfirvalda fyrir mótmælunum. Síðustu fóru mótmæli fram í Moskvu sumarið 2019, eftir að Navalní og fjölmörgum öðrum stjórnarandstæðingum var meinað að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Rússneskir fjölmiðlar hafa vitnað í heimildarmenn sína og sagt að til standi að lýsa mótmælin fyrirhuguðu ólögleg. Mörg mál yfirstandandi Lögmaður Navalní sagði samkvæmt AFP fréttaveitunni að til stæði að færa Navalní aftur fyrir dómara á morgun vegna ásakana um meiðyrði gegn uppgjafahermanni sem barðist í Seinni heimsstyrjöldinni. Sá hafði tekið þátt í kynningarmyndbandi fyrir stjórnarskrárbreytingar Pútíns, sem gera honum kleift að sitja í embætti forseta til ársins 2036. Navalín kallaði alla þá sem tóku þátt í myndbandinu skammarlega, samviskulausa og svikara. Samkvæmt rússneskum lögum gæti Navalní verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar vegna meiðyrðanna meintu. Sjá einnig: Allt að fimm ára fangelsi fyrir að saka einhvern um nauðgun á netinu Í september lögðu yfirvöld í Rússlandi svo hald á íbúð Navalní í Moskvu og frystu bankareikninga hans. Það var gert vegna málaferla auðjöfursins Jevgení Prígosjín gegn Navalní. Auðjöfurinn rússneski Yevgeny Prigozhin.EPA/Sergi Ilnitsky Prígosjíner náinn bandamaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, og gengur undir nafninu „kokkur Pútíns“. Hann er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 1990. Prígosjín kemur að rekstri málaliðafyrirtækisins Wagner Group sem gerir út málaliða í austurhluta Úkraínu, Sýrlandi, Líbíu og víðar. Hann hefur einnig fjármagnað Internet Research Agency, sem kallast „Tröllaverksmiðja Rússlands“. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Stofnun Navalnís sem vinnur gegn spillingu í Rússlandi sakaði fyrirtæki Prígosjín um að hafa valdið blóðsóttarfaraldri meðal skólabarna í Moskvu. Faraldurinn hefði mátt rekja til máltíða frá fyrirtæki auðjöfursins. Þá hafa borist fregnir af því að yfirvöld í Rússlandi hafi lögregluþjón til rannsóknar fyrir að hafa lekið gögnum sem notuð voru til að bera kennsl á útsendara leyniþjónustu Rússlands, sem hafa verið sakaðir um að eitra fyrir Navalní. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Vill Navalní úr haldi tafarlaust Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. 18. janúar 2021 19:00 Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Kalla eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter. 17. janúar 2021 21:00 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, var spurður í dag hvort Pútín liti á Navalní sem andstæðing sinn og sagði hann ómögulegt að tengja Navalní við Pútín á nokkurn hátt. Peskov sagði einnig að uppástungur um að „einhver væri hræddur við einhvern annan“ væru fáránlegar. Pútín hefur enn ekki tjáð sig um handtöku hans elsta stjórnarandstæðings. Navalní var handtekin við komuna til Rússlands á sunnudaginn og dæmdur í gæsluvarðhald til 15. febrúar í gær. Það er á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi Navalní í fangelsi fyrir að rjúfa skilorð með því að fara til Þýskalands. Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Pútín um að bera ábyrgð á eitruninni. Skipað að snúa heim vegna skilorðs sem var við það að falla úr gildi Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dóms sem hann fékk fyrir þjófnað árið 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Alexei Navalní, eftir að hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær.Getty/Sergei Bobylev Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Peskov sagði í morgun að Rússar myndu ekki láta undan alþjóðlegum þrýstingi um að Navalní yrði sleppt úr haldi. Hann sagði málið snúa að rússneskum ríkisborgara sem hefði brotið lög Rússlands. Talsmaðurinn sagði einnig að honum þætti varhugavert að boða til mótmæla á meðan faraldur nýju kórónuveirunnar stæði yfir. Mótmæli eru bönnuð í Moskvu vegna faraldursins en bandamenn Navalní hafa sagt að þau ætli ekki að leita leyfis yfirvalda fyrir mótmælunum. Síðustu fóru mótmæli fram í Moskvu sumarið 2019, eftir að Navalní og fjölmörgum öðrum stjórnarandstæðingum var meinað að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Rússneskir fjölmiðlar hafa vitnað í heimildarmenn sína og sagt að til standi að lýsa mótmælin fyrirhuguðu ólögleg. Mörg mál yfirstandandi Lögmaður Navalní sagði samkvæmt AFP fréttaveitunni að til stæði að færa Navalní aftur fyrir dómara á morgun vegna ásakana um meiðyrði gegn uppgjafahermanni sem barðist í Seinni heimsstyrjöldinni. Sá hafði tekið þátt í kynningarmyndbandi fyrir stjórnarskrárbreytingar Pútíns, sem gera honum kleift að sitja í embætti forseta til ársins 2036. Navalín kallaði alla þá sem tóku þátt í myndbandinu skammarlega, samviskulausa og svikara. Samkvæmt rússneskum lögum gæti Navalní verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar vegna meiðyrðanna meintu. Sjá einnig: Allt að fimm ára fangelsi fyrir að saka einhvern um nauðgun á netinu Í september lögðu yfirvöld í Rússlandi svo hald á íbúð Navalní í Moskvu og frystu bankareikninga hans. Það var gert vegna málaferla auðjöfursins Jevgení Prígosjín gegn Navalní. Auðjöfurinn rússneski Yevgeny Prigozhin.EPA/Sergi Ilnitsky Prígosjíner náinn bandamaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, og gengur undir nafninu „kokkur Pútíns“. Hann er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 1990. Prígosjín kemur að rekstri málaliðafyrirtækisins Wagner Group sem gerir út málaliða í austurhluta Úkraínu, Sýrlandi, Líbíu og víðar. Hann hefur einnig fjármagnað Internet Research Agency, sem kallast „Tröllaverksmiðja Rússlands“. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Stofnun Navalnís sem vinnur gegn spillingu í Rússlandi sakaði fyrirtæki Prígosjín um að hafa valdið blóðsóttarfaraldri meðal skólabarna í Moskvu. Faraldurinn hefði mátt rekja til máltíða frá fyrirtæki auðjöfursins. Þá hafa borist fregnir af því að yfirvöld í Rússlandi hafi lögregluþjón til rannsóknar fyrir að hafa lekið gögnum sem notuð voru til að bera kennsl á útsendara leyniþjónustu Rússlands, sem hafa verið sakaðir um að eitra fyrir Navalní.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Vill Navalní úr haldi tafarlaust Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. 18. janúar 2021 19:00 Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Kalla eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter. 17. janúar 2021 21:00 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Vill Navalní úr haldi tafarlaust Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. 18. janúar 2021 19:00
Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42
Kalla eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter. 17. janúar 2021 21:00
Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39
ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28
Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43