„Trúnaðarbrestur hjá Tomasi Svensson“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2021 12:00 Tomas Svensson (lengst til vinstri) hefur verið í þjálfarateymi íslenska handboltalandsliðsins síðan 2019. vísir/andri marinó Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson furða sig á ummælum Tomasar Svensson, markvarðaþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, um meiðsli Arons Pálmarssonar sem er ekki með á HM í Egyptalandi. Í samtali við Aftonbladet sagði Svensson að Aron hefði ekki verið skoðaður af læknum íslenska liðsins í aðdraganda HM, þvert á það sem HSÍ sagði þegar greint var frá því að Aron gæti ekki leikið á mótinu. HSÍ sendi svo í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Aron hefði sannarlega verið skoðaður af læknum landsliðsins og að Svensson hefði beðist afsökunar á ummælum sínum sem hafi verið byggð á misskilningi. „Þetta er ekkert slúðurblað og verið að búa til fréttir. Það er kannski eitthvað á bak við þetta. Tomas Svensson er virtur í handboltasamfélaginu og hann hefur virkilega haldið þetta. Ef þetta er rétt vill hann kannski meina að Aron hafi ekki nennt á mótið. Hann er kannski að segja það með öðrum orðum,“ sagði Jóhann Gunnar í Sportinu í dag. „Ég hafði smá áhyggjur því hann var búinn að gefa út að hann væri ekki spenntur að fara á þetta mót. Svo kom Final Four og hann átti frábæran fyrri leik en hann er greinilega eitthvað tæpur í hnénu. Kannski hefur hann bara sagt, ég fer ekki, ég er að drepast í hnénu. Þið getið bara sagst skoða mig svo allir séu rólegir. Þetta er fyrst og fremst ákvörðun hans. En auðvitað er leiðinlegt að Svensson sé að blaðra um okkar innanbúðarmál.“ Mjög grilluð staða Ásgeir Örn segir að Svensson hafi gerst sekur um trúnaðarbrest með ummælum sínum. „Ég hugsa að það hafi verið hressilegur krísufundur. Maður las þetta og hugsaði að einhver væri að ljúga, eða ekki segja alveg rétt frá. Maður verður bara að spá eins lítið í þessu og maður getur og trúa því að fólk sé heiðarlegt. Ég ætla að taka þessu þannig,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er mjög grilluð staða og óháð því hvaða aðstæður eru uppi að þjálfari í þjálfarateymi okkar segi eitthvað svona, þetta er trúnaðarbrestur.“ Hlusta má á Sportið í dag hér fyrir neðan. Umræðan um ummæli Svenssons hefst á 29:45. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gróf brot á íslensku strákunum rædd í danska sjónvarpinu: „Vandræðalegt“ Íslensku landsliðsstrákarnir gátu þakkað fyrir að sleppa að óslasaðir út úr leiknum á móti Marokkó á HM í gær. Grófur leikur mótherja íslenska liðsins fór ekki framhjá handboltasérfræðingum hjá TV 2. 19. janúar 2021 09:00 Strákarnir okkar fá að fara fyrr að sofa í þessari viku Riðill Íslands á HM í handbolta í Egyptalandi kláraðist í gær og sjónvarpsstöðvarnar í Evrópu hafa nú náð samkomulagi um klukkan hvað leikir milliriðlanna fara fram. 19. janúar 2021 08:01 Einkunnir strákanna okkar á móti Marokkó: Viggó og Ólafur bestir Bestu menn íslenska liðsins í kvöld eiga það sameiginlegt að hafa unnið sér inn meiri spilatíma með flotti frammistöðu á HM í handbolta í leikjum íslenska liðsins í riðlakeppninni. 18. janúar 2021 22:05 „Veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi“ „Þeir eru mjög óhefðbundnir og það var eiginlega óþægilegt að spila á móti þeim varnarlega, því maður vissi aldrei hvað þeir voru að fara að gera. Það var því gott að vinna þá og gott að gera það af öryggi,“ sagði Viggó Kristjánsson eftir 31-23 sigur Íslands gegn Marokkó á HM í kvöld. 18. janúar 2021 21:50 Getur allt gerst í milliriðlinum „Þetta er stórhættuleg þjóð að eiga við á þessum tímapunkti móts, að mæta svona agressívu og blóðheitu liði, en við skiluðum þessu í hús,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson sem átti fínan leik í marki Íslands í sigrinum á Marokkó í kvöld. 18. janúar 2021 21:37 Topparnir í tölfræðinni á móti Marokkó: Gegnumbrotaveisla á móti grófum Marokkóbúum Íslensku strákarnir þurftu að sýna klókindi á móti framliggjandi og grófri vörn Marokkó í kvöld. 18. janúar 2021 21:35 Guðmundur: Fegnastur að enginn skyldi slasa sig Guðmundur Guðmundsson var ánægður með sigurinn á Marokkó, 31-23, í lokaleik Íslands í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Hann var ósáttur við grófan leik Marokkómanna. 18. janúar 2021 21:29 Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28 Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10 Umfjöllun: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 22:08 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Í samtali við Aftonbladet sagði Svensson að Aron hefði ekki verið skoðaður af læknum íslenska liðsins í aðdraganda HM, þvert á það sem HSÍ sagði þegar greint var frá því að Aron gæti ekki leikið á mótinu. HSÍ sendi svo í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Aron hefði sannarlega verið skoðaður af læknum landsliðsins og að Svensson hefði beðist afsökunar á ummælum sínum sem hafi verið byggð á misskilningi. „Þetta er ekkert slúðurblað og verið að búa til fréttir. Það er kannski eitthvað á bak við þetta. Tomas Svensson er virtur í handboltasamfélaginu og hann hefur virkilega haldið þetta. Ef þetta er rétt vill hann kannski meina að Aron hafi ekki nennt á mótið. Hann er kannski að segja það með öðrum orðum,“ sagði Jóhann Gunnar í Sportinu í dag. „Ég hafði smá áhyggjur því hann var búinn að gefa út að hann væri ekki spenntur að fara á þetta mót. Svo kom Final Four og hann átti frábæran fyrri leik en hann er greinilega eitthvað tæpur í hnénu. Kannski hefur hann bara sagt, ég fer ekki, ég er að drepast í hnénu. Þið getið bara sagst skoða mig svo allir séu rólegir. Þetta er fyrst og fremst ákvörðun hans. En auðvitað er leiðinlegt að Svensson sé að blaðra um okkar innanbúðarmál.“ Mjög grilluð staða Ásgeir Örn segir að Svensson hafi gerst sekur um trúnaðarbrest með ummælum sínum. „Ég hugsa að það hafi verið hressilegur krísufundur. Maður las þetta og hugsaði að einhver væri að ljúga, eða ekki segja alveg rétt frá. Maður verður bara að spá eins lítið í þessu og maður getur og trúa því að fólk sé heiðarlegt. Ég ætla að taka þessu þannig,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er mjög grilluð staða og óháð því hvaða aðstæður eru uppi að þjálfari í þjálfarateymi okkar segi eitthvað svona, þetta er trúnaðarbrestur.“ Hlusta má á Sportið í dag hér fyrir neðan. Umræðan um ummæli Svenssons hefst á 29:45. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gróf brot á íslensku strákunum rædd í danska sjónvarpinu: „Vandræðalegt“ Íslensku landsliðsstrákarnir gátu þakkað fyrir að sleppa að óslasaðir út úr leiknum á móti Marokkó á HM í gær. Grófur leikur mótherja íslenska liðsins fór ekki framhjá handboltasérfræðingum hjá TV 2. 19. janúar 2021 09:00 Strákarnir okkar fá að fara fyrr að sofa í þessari viku Riðill Íslands á HM í handbolta í Egyptalandi kláraðist í gær og sjónvarpsstöðvarnar í Evrópu hafa nú náð samkomulagi um klukkan hvað leikir milliriðlanna fara fram. 19. janúar 2021 08:01 Einkunnir strákanna okkar á móti Marokkó: Viggó og Ólafur bestir Bestu menn íslenska liðsins í kvöld eiga það sameiginlegt að hafa unnið sér inn meiri spilatíma með flotti frammistöðu á HM í handbolta í leikjum íslenska liðsins í riðlakeppninni. 18. janúar 2021 22:05 „Veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi“ „Þeir eru mjög óhefðbundnir og það var eiginlega óþægilegt að spila á móti þeim varnarlega, því maður vissi aldrei hvað þeir voru að fara að gera. Það var því gott að vinna þá og gott að gera það af öryggi,“ sagði Viggó Kristjánsson eftir 31-23 sigur Íslands gegn Marokkó á HM í kvöld. 18. janúar 2021 21:50 Getur allt gerst í milliriðlinum „Þetta er stórhættuleg þjóð að eiga við á þessum tímapunkti móts, að mæta svona agressívu og blóðheitu liði, en við skiluðum þessu í hús,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson sem átti fínan leik í marki Íslands í sigrinum á Marokkó í kvöld. 18. janúar 2021 21:37 Topparnir í tölfræðinni á móti Marokkó: Gegnumbrotaveisla á móti grófum Marokkóbúum Íslensku strákarnir þurftu að sýna klókindi á móti framliggjandi og grófri vörn Marokkó í kvöld. 18. janúar 2021 21:35 Guðmundur: Fegnastur að enginn skyldi slasa sig Guðmundur Guðmundsson var ánægður með sigurinn á Marokkó, 31-23, í lokaleik Íslands í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Hann var ósáttur við grófan leik Marokkómanna. 18. janúar 2021 21:29 Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28 Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10 Umfjöllun: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 22:08 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Gróf brot á íslensku strákunum rædd í danska sjónvarpinu: „Vandræðalegt“ Íslensku landsliðsstrákarnir gátu þakkað fyrir að sleppa að óslasaðir út úr leiknum á móti Marokkó á HM í gær. Grófur leikur mótherja íslenska liðsins fór ekki framhjá handboltasérfræðingum hjá TV 2. 19. janúar 2021 09:00
Strákarnir okkar fá að fara fyrr að sofa í þessari viku Riðill Íslands á HM í handbolta í Egyptalandi kláraðist í gær og sjónvarpsstöðvarnar í Evrópu hafa nú náð samkomulagi um klukkan hvað leikir milliriðlanna fara fram. 19. janúar 2021 08:01
Einkunnir strákanna okkar á móti Marokkó: Viggó og Ólafur bestir Bestu menn íslenska liðsins í kvöld eiga það sameiginlegt að hafa unnið sér inn meiri spilatíma með flotti frammistöðu á HM í handbolta í leikjum íslenska liðsins í riðlakeppninni. 18. janúar 2021 22:05
„Veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi“ „Þeir eru mjög óhefðbundnir og það var eiginlega óþægilegt að spila á móti þeim varnarlega, því maður vissi aldrei hvað þeir voru að fara að gera. Það var því gott að vinna þá og gott að gera það af öryggi,“ sagði Viggó Kristjánsson eftir 31-23 sigur Íslands gegn Marokkó á HM í kvöld. 18. janúar 2021 21:50
Getur allt gerst í milliriðlinum „Þetta er stórhættuleg þjóð að eiga við á þessum tímapunkti móts, að mæta svona agressívu og blóðheitu liði, en við skiluðum þessu í hús,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson sem átti fínan leik í marki Íslands í sigrinum á Marokkó í kvöld. 18. janúar 2021 21:37
Topparnir í tölfræðinni á móti Marokkó: Gegnumbrotaveisla á móti grófum Marokkóbúum Íslensku strákarnir þurftu að sýna klókindi á móti framliggjandi og grófri vörn Marokkó í kvöld. 18. janúar 2021 21:35
Guðmundur: Fegnastur að enginn skyldi slasa sig Guðmundur Guðmundsson var ánægður með sigurinn á Marokkó, 31-23, í lokaleik Íslands í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Hann var ósáttur við grófan leik Marokkómanna. 18. janúar 2021 21:29
Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28
Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10
Umfjöllun: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 22:08
Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02
Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30