„Eins og að segja: Étið það sem úti frýs“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 15:32 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins. vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hóf fyrsta óundirbúna fyrirspurnatíma Alþingis á nýju ári á því að spyrja félagsmálaráðherra hvort til skoðunar væri að framlengja tímabil atvinnuleysisbóta úr þrjátíu mánuðum. Guðmundur reifaði atvinnuleysistölur og sagði þrisvar sinnum fleiri glíma við langtímaatvinnuleysi nú en árið 2019. Útlit væri fyrir að fleiri hundruð falli af bótum á þessu ári. Samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar á fólk samtals átt rétt á atvinnuleysisbótum í þrjátíu mánuði frá því að sótt er um bætur hjá Vinnumálastofnun. Guðmundur Ingi sagði mikilvægt að lengja þetta tímabil í ljósi stöðunnar til þess að „einhver von sé fyrir þetta fólk að lenda ekki í sárafátækt.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þetta hafa verið til skoðunar. Félagsmálaráðuneytið fundi reglulega með Félagsþjónustu sveitarfélaga og sé með tölfræði frá Vinnumálastofnun um hversu margir séu að klára sinn bótarétt. „Við höfum skoðað þetta en það er ekki liggur ekki fyrir ákvörðun um framlengingu.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi sagði svör ráðherra heldur rýr. „Að skoða þetta. Það er eins og að segja fólkið: Étið það sem úti frýs, en þar er ekkert að hafa lengur. Það er ekkert að hafa fyrir þetta fólk. Það er stór hópur fólks sem bíður í röðum eftir mat og þessi hópur mun bætast við.“ Ásmundur Einar ítrekaði að fylgst væri með málinu. „Við erum áfram að vakta þetta, við ætlum okkur að halda utan um fólk í þessum faraldri eftir því sem hann dregst á langinn. Þá munum við grípa til frekari aðgerða. Það höfum við sýnt á síðasta ári og það munum við líka gera á því ári sem nú er að hefjast.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Guðmundur reifaði atvinnuleysistölur og sagði þrisvar sinnum fleiri glíma við langtímaatvinnuleysi nú en árið 2019. Útlit væri fyrir að fleiri hundruð falli af bótum á þessu ári. Samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar á fólk samtals átt rétt á atvinnuleysisbótum í þrjátíu mánuði frá því að sótt er um bætur hjá Vinnumálastofnun. Guðmundur Ingi sagði mikilvægt að lengja þetta tímabil í ljósi stöðunnar til þess að „einhver von sé fyrir þetta fólk að lenda ekki í sárafátækt.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þetta hafa verið til skoðunar. Félagsmálaráðuneytið fundi reglulega með Félagsþjónustu sveitarfélaga og sé með tölfræði frá Vinnumálastofnun um hversu margir séu að klára sinn bótarétt. „Við höfum skoðað þetta en það er ekki liggur ekki fyrir ákvörðun um framlengingu.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi sagði svör ráðherra heldur rýr. „Að skoða þetta. Það er eins og að segja fólkið: Étið það sem úti frýs, en þar er ekkert að hafa lengur. Það er ekkert að hafa fyrir þetta fólk. Það er stór hópur fólks sem bíður í röðum eftir mat og þessi hópur mun bætast við.“ Ásmundur Einar ítrekaði að fylgst væri með málinu. „Við erum áfram að vakta þetta, við ætlum okkur að halda utan um fólk í þessum faraldri eftir því sem hann dregst á langinn. Þá munum við grípa til frekari aðgerða. Það höfum við sýnt á síðasta ári og það munum við líka gera á því ári sem nú er að hefjast.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira