Bjó á flugvellinum í Chicago í þrjá mánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2021 07:21 Að því er virðist tókst manninum að búa á flugvellinum í þrjá mánuði án þess að nokkur tæki eftir honum. Getty/Scott Olson Aditya Singh, 36 ára gamall maður frá Kaliforníu, var handtekinn um helgina á O‘Hare-alþjóðaflugvellinum í Chicago og ákærður fyrir ýmis brot, meðal annars þjófnað og að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði á vellinum. Í frétt Guardian um málið segir að maðurinn hafi búið á flugvellinum í þrjá mánuði. Hann á að hafa sagt lögreglunni að hann hafi ákveðið að halda kyrru fyrir á vellinum því hann hafi ekki þorað að fara heim til Los Angeles af ótta við Covid-19. Singh mun hafa lent á O‘Hare-flugvelli þann 19. október í fyrra og var þá að koma frá Los Angeles. Næstum þremur mánuðum seinna báðu tveir starfsmenn flugfélagsins United Airlines Singh um að sýna sér skilríki. Hann sýndi þeim þá aðgangskort að flugvellinum. Eigandi kortsins, starfsmaður á flugvellinum, hafði tilkynnt í lok október að kortinu hefði verið stolið. Kathleen Hagerty, saksóknari, sagði dómaranum í málinu, Susan Ortiz, að aðrir farþegar hefðu gefið Singh mat. Hann hefði ekki áður komist í kast við lögin. „Ertu að segja mér að maður sem hvorki er í vinnu á flugvellinum né hefur leyfi til að vera þar hafi búið á öryggissvæði vallarins í þrjá mánuði án þess að nokkur tæki eftir honum? Ég vil vera viss um að ég skilji þig rétt,“ spurði Ortiz dómari þegar málið var tekið fyrir um helgina. Hún sagði staðreyndir málsins ansi sjokkerandi enda legðu flugvellir gríðarlega áherslu á öryggi farþega. Þarna hefði hins vegar manni tekist að dvelja á öryggissvæði flugvallarins í marga mánuði með stolnum skilríkjum. Taldi dómarinn Singh ógn við almenning og úrskurðaði hann í varðhald. Flugmálayfirvöld í Chicago hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Sagði meðal annars í yfirlýsingunni að eftir því sem yfirvöld kæmust næst hefði Singh ekki stofnað neinum í hættu á meðan hann dvaldi á flugvellinum. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Í frétt Guardian um málið segir að maðurinn hafi búið á flugvellinum í þrjá mánuði. Hann á að hafa sagt lögreglunni að hann hafi ákveðið að halda kyrru fyrir á vellinum því hann hafi ekki þorað að fara heim til Los Angeles af ótta við Covid-19. Singh mun hafa lent á O‘Hare-flugvelli þann 19. október í fyrra og var þá að koma frá Los Angeles. Næstum þremur mánuðum seinna báðu tveir starfsmenn flugfélagsins United Airlines Singh um að sýna sér skilríki. Hann sýndi þeim þá aðgangskort að flugvellinum. Eigandi kortsins, starfsmaður á flugvellinum, hafði tilkynnt í lok október að kortinu hefði verið stolið. Kathleen Hagerty, saksóknari, sagði dómaranum í málinu, Susan Ortiz, að aðrir farþegar hefðu gefið Singh mat. Hann hefði ekki áður komist í kast við lögin. „Ertu að segja mér að maður sem hvorki er í vinnu á flugvellinum né hefur leyfi til að vera þar hafi búið á öryggissvæði vallarins í þrjá mánuði án þess að nokkur tæki eftir honum? Ég vil vera viss um að ég skilji þig rétt,“ spurði Ortiz dómari þegar málið var tekið fyrir um helgina. Hún sagði staðreyndir málsins ansi sjokkerandi enda legðu flugvellir gríðarlega áherslu á öryggi farþega. Þarna hefði hins vegar manni tekist að dvelja á öryggissvæði flugvallarins í marga mánuði með stolnum skilríkjum. Taldi dómarinn Singh ógn við almenning og úrskurðaði hann í varðhald. Flugmálayfirvöld í Chicago hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Sagði meðal annars í yfirlýsingunni að eftir því sem yfirvöld kæmust næst hefði Singh ekki stofnað neinum í hættu á meðan hann dvaldi á flugvellinum.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira