Bjó á flugvellinum í Chicago í þrjá mánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2021 07:21 Að því er virðist tókst manninum að búa á flugvellinum í þrjá mánuði án þess að nokkur tæki eftir honum. Getty/Scott Olson Aditya Singh, 36 ára gamall maður frá Kaliforníu, var handtekinn um helgina á O‘Hare-alþjóðaflugvellinum í Chicago og ákærður fyrir ýmis brot, meðal annars þjófnað og að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði á vellinum. Í frétt Guardian um málið segir að maðurinn hafi búið á flugvellinum í þrjá mánuði. Hann á að hafa sagt lögreglunni að hann hafi ákveðið að halda kyrru fyrir á vellinum því hann hafi ekki þorað að fara heim til Los Angeles af ótta við Covid-19. Singh mun hafa lent á O‘Hare-flugvelli þann 19. október í fyrra og var þá að koma frá Los Angeles. Næstum þremur mánuðum seinna báðu tveir starfsmenn flugfélagsins United Airlines Singh um að sýna sér skilríki. Hann sýndi þeim þá aðgangskort að flugvellinum. Eigandi kortsins, starfsmaður á flugvellinum, hafði tilkynnt í lok október að kortinu hefði verið stolið. Kathleen Hagerty, saksóknari, sagði dómaranum í málinu, Susan Ortiz, að aðrir farþegar hefðu gefið Singh mat. Hann hefði ekki áður komist í kast við lögin. „Ertu að segja mér að maður sem hvorki er í vinnu á flugvellinum né hefur leyfi til að vera þar hafi búið á öryggissvæði vallarins í þrjá mánuði án þess að nokkur tæki eftir honum? Ég vil vera viss um að ég skilji þig rétt,“ spurði Ortiz dómari þegar málið var tekið fyrir um helgina. Hún sagði staðreyndir málsins ansi sjokkerandi enda legðu flugvellir gríðarlega áherslu á öryggi farþega. Þarna hefði hins vegar manni tekist að dvelja á öryggissvæði flugvallarins í marga mánuði með stolnum skilríkjum. Taldi dómarinn Singh ógn við almenning og úrskurðaði hann í varðhald. Flugmálayfirvöld í Chicago hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Sagði meðal annars í yfirlýsingunni að eftir því sem yfirvöld kæmust næst hefði Singh ekki stofnað neinum í hættu á meðan hann dvaldi á flugvellinum. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Í frétt Guardian um málið segir að maðurinn hafi búið á flugvellinum í þrjá mánuði. Hann á að hafa sagt lögreglunni að hann hafi ákveðið að halda kyrru fyrir á vellinum því hann hafi ekki þorað að fara heim til Los Angeles af ótta við Covid-19. Singh mun hafa lent á O‘Hare-flugvelli þann 19. október í fyrra og var þá að koma frá Los Angeles. Næstum þremur mánuðum seinna báðu tveir starfsmenn flugfélagsins United Airlines Singh um að sýna sér skilríki. Hann sýndi þeim þá aðgangskort að flugvellinum. Eigandi kortsins, starfsmaður á flugvellinum, hafði tilkynnt í lok október að kortinu hefði verið stolið. Kathleen Hagerty, saksóknari, sagði dómaranum í málinu, Susan Ortiz, að aðrir farþegar hefðu gefið Singh mat. Hann hefði ekki áður komist í kast við lögin. „Ertu að segja mér að maður sem hvorki er í vinnu á flugvellinum né hefur leyfi til að vera þar hafi búið á öryggissvæði vallarins í þrjá mánuði án þess að nokkur tæki eftir honum? Ég vil vera viss um að ég skilji þig rétt,“ spurði Ortiz dómari þegar málið var tekið fyrir um helgina. Hún sagði staðreyndir málsins ansi sjokkerandi enda legðu flugvellir gríðarlega áherslu á öryggi farþega. Þarna hefði hins vegar manni tekist að dvelja á öryggissvæði flugvallarins í marga mánuði með stolnum skilríkjum. Taldi dómarinn Singh ógn við almenning og úrskurðaði hann í varðhald. Flugmálayfirvöld í Chicago hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Sagði meðal annars í yfirlýsingunni að eftir því sem yfirvöld kæmust næst hefði Singh ekki stofnað neinum í hættu á meðan hann dvaldi á flugvellinum.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira