Lokabaráttan fyrir kosningar í haust í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2021 16:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur fram frumvarp til breytinga á stjórnarskránni í vikunni. Þar er meðal annars lagt til að kjkörtímabil forseta Íslands verði lengt í sex ár og hver og einn geti aðeins setið á forsetastóli í tvö kjörtímabil. Stöð 2/Einar Síðasta vorþing yfirstandandi kjörtímabils hefst á morgun og í vikunni mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggja fram þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskránni í fjórum aðalatriðum. Ólíktlegt er að það frumvarp nái fram að ganga í heild sinni en þetta var niðurstaða Katrínar eftir fjölda funda með formönnum annarra flokka á kjörtímabilinu í tilraun til að ná breiðri sátt um stjórnarskrárbreytingar. Forsætisráðherra verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í síðustu Víglínunni sem verður í opinni dagskrá klukkan 17:40 en á morgun verður Stöð 2 alfarið áskriftarstöð. Það eru mörg stór mál sem bíða afgreiðslu á komandi þingi. Forsætisráðherra vonar að búið verði að bólusetja bróðurpart þjóðarinnar um mitt þetta ár.Stöð 2/Einar Fyrir utan stjórnarskrárbreytingar verður frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð að teljast með þeim umdeildustu en það eru fleiri mál undir. Þá verður rætt við forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum á landamærunum en mörgum finnst að þar hefði mátt gera betur. Í seinni hluta Víglínunnar mætast þeir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar til að ræða meðal annars framboðsmál fyrir komandi alþingiskosningar í september. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ræða framboðsmál og aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Stöð 2/Einar Ásmundur Einar hefur ákveðið að flytja sig úr norðvesturkjördæmi og ætlar að bjóða sig fram í Reykjavík norður. En Framsóknarflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar í höfuborginni í undanförnum kosningum og littlu mátti muna að Lilja Alfreðsdóttir næði ekki á þing í Reykjavík suður í síðustu kosningum. Þá hefur Samfylkingin farið óvenjulega leið til að velja frambjóðendur í Reykjavík. Flokksmenn þar gátu tilnefnt frambjóðendur sem síðan verður stillt upp á lista án þess að fylgi við hvern og einn þeirra verði opinberað. Við ræðum þessi mál við þá Loga og Ásmund Einar en einnig frammistöðu ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum. Ekki hvað síst í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Víglínan er í opinni dagskrá í dag á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Víglínan Stjórnarskrá Alþingi Hálendisþjóðgarður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Forsætisráðherra verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í síðustu Víglínunni sem verður í opinni dagskrá klukkan 17:40 en á morgun verður Stöð 2 alfarið áskriftarstöð. Það eru mörg stór mál sem bíða afgreiðslu á komandi þingi. Forsætisráðherra vonar að búið verði að bólusetja bróðurpart þjóðarinnar um mitt þetta ár.Stöð 2/Einar Fyrir utan stjórnarskrárbreytingar verður frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð að teljast með þeim umdeildustu en það eru fleiri mál undir. Þá verður rætt við forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum á landamærunum en mörgum finnst að þar hefði mátt gera betur. Í seinni hluta Víglínunnar mætast þeir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar til að ræða meðal annars framboðsmál fyrir komandi alþingiskosningar í september. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ræða framboðsmál og aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Stöð 2/Einar Ásmundur Einar hefur ákveðið að flytja sig úr norðvesturkjördæmi og ætlar að bjóða sig fram í Reykjavík norður. En Framsóknarflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar í höfuborginni í undanförnum kosningum og littlu mátti muna að Lilja Alfreðsdóttir næði ekki á þing í Reykjavík suður í síðustu kosningum. Þá hefur Samfylkingin farið óvenjulega leið til að velja frambjóðendur í Reykjavík. Flokksmenn þar gátu tilnefnt frambjóðendur sem síðan verður stillt upp á lista án þess að fylgi við hvern og einn þeirra verði opinberað. Við ræðum þessi mál við þá Loga og Ásmund Einar en einnig frammistöðu ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum. Ekki hvað síst í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Víglínan er í opinni dagskrá í dag á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.
Víglínan Stjórnarskrá Alþingi Hálendisþjóðgarður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira