Gísli Þorgeir: Þetta var ógeðslega gaman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2021 21:33 Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar eftir leikinn með samherjum sínum. epa/Khaled Elfiqi Hljóðið var gott í Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir stórsigurinn á Alsír, 24-39, á HM í Egyptalandi í kvöld. „Þetta var ótrúlega vel útfærður leikur hjá okkur. Það var sama hvort þeir spiluðu 3-3 eða 6-0 vörn. Við vorum með lausnir við öllu. Varnarleikurinn varð svo alltaf betri og betri. Þetta var flottur leikur hjá okkur á alla vegu,“ sagði Gísli við Vísi eftir leikinn. Sóknarleikur Íslands í fyrri hálfleik var svo gott sem fullkominn. Liðið skoraði 22 mörk úr 23 skotum og tapaði boltanum aðeins einu sinni. „Við létum boltann fljóta vel og komum samherjum í betri stöður. Það er það sem handbolti gengur út á, að búa til betri stöður fyrir næsta mann og taka réttu færin sem bjóðast. Mér fannst við gera það ótrúlega vel í leiknum,“ sagði Gísli. „Mér fannst við vera yfirvegaðir og njóta þess að spila, það var ekkert stress. Það má ekki gleyma því að við erum á heimsmeistaramóti og verðum líka að njóta þess að spila handbolta. Mér fannst við gera það og þetta var ógeðslega gaman. Svona á þetta að vera.“ Gísla fannst þó ekki vera annað hugarfar í íslenska liðinu í kvöld en í leiknum gegn Portúgal á fimmtudaginn. „Hugarfarið var ótrúlega gott. Við vorum allir vel innstilltir fyrir leikinn. Við vissum að við gætum lent í vandræðum með þessi lið. Það á alls ekki að vera sjálfgefið að skora 22 mörk í fyrri hálfleik á HM. Portúgal var til dæmis í stökustu vandræðum með Marokkó framan af fyrr í dag,“ sagði Gísli. „Við komum í árásirnar á fullu og það var ekkert hik á okkur. Ef einhver fór einn á einn var alltaf annar leikmaður mættur fyrir aftan í klippingu. Við hreyfðum okkur vel án bolta og rykkingarnar hjá línumönnunum voru góðar. Flæðið og tempóið var mjög gott.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2021 21:32 Fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. 16. janúar 2021 21:24 Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil. 16. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
„Þetta var ótrúlega vel útfærður leikur hjá okkur. Það var sama hvort þeir spiluðu 3-3 eða 6-0 vörn. Við vorum með lausnir við öllu. Varnarleikurinn varð svo alltaf betri og betri. Þetta var flottur leikur hjá okkur á alla vegu,“ sagði Gísli við Vísi eftir leikinn. Sóknarleikur Íslands í fyrri hálfleik var svo gott sem fullkominn. Liðið skoraði 22 mörk úr 23 skotum og tapaði boltanum aðeins einu sinni. „Við létum boltann fljóta vel og komum samherjum í betri stöður. Það er það sem handbolti gengur út á, að búa til betri stöður fyrir næsta mann og taka réttu færin sem bjóðast. Mér fannst við gera það ótrúlega vel í leiknum,“ sagði Gísli. „Mér fannst við vera yfirvegaðir og njóta þess að spila, það var ekkert stress. Það má ekki gleyma því að við erum á heimsmeistaramóti og verðum líka að njóta þess að spila handbolta. Mér fannst við gera það og þetta var ógeðslega gaman. Svona á þetta að vera.“ Gísla fannst þó ekki vera annað hugarfar í íslenska liðinu í kvöld en í leiknum gegn Portúgal á fimmtudaginn. „Hugarfarið var ótrúlega gott. Við vorum allir vel innstilltir fyrir leikinn. Við vissum að við gætum lent í vandræðum með þessi lið. Það á alls ekki að vera sjálfgefið að skora 22 mörk í fyrri hálfleik á HM. Portúgal var til dæmis í stökustu vandræðum með Marokkó framan af fyrr í dag,“ sagði Gísli. „Við komum í árásirnar á fullu og það var ekkert hik á okkur. Ef einhver fór einn á einn var alltaf annar leikmaður mættur fyrir aftan í klippingu. Við hreyfðum okkur vel án bolta og rykkingarnar hjá línumönnunum voru góðar. Flæðið og tempóið var mjög gott.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2021 21:32 Fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. 16. janúar 2021 21:24 Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil. 16. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
„Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2021 21:32
Fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. 16. janúar 2021 21:24
Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil. 16. janúar 2021 21:10
Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti