„Áhættan er aldrei núll“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2021 13:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. Tiltölulega fáir hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu daga en í dag greindist enginn, í fyrsta sinn síðan yfir hátíðarnar. Þá greindust fjórir með veiruna á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins góða eins og er. „Það er bara ánægjulegt að sjá að þessi þróun heldur áfram og vonum að hún geri það þrátt fyrir þessar tilslakanir þann 13. [janúar]. Vonandi passa sig bara allir áfram.“ Talsvert hefur verið fjallað um ný afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu og talin eru smitast greiðar milli manna en önnur afbrigði. Þórólfur segir enn ekki komna skýra mynd á afbrigðin. „Það er ekkert sem hefur komið fram um að það valdi meiri og alvarlegri sjúkdómi, alvarlegri einkennum. Og sömuleiðis er ekkert nýtt að frétta af því hvort fyrri sýkingar verndi gegn þessum afbrigðum eða hvort bóluefni muni ekki örugglega vernda. Ég veit að það er í rannsókn, þetta eru erfiðar rannsóknir og taka tíma, en það hafa ekki komið neinar niðurstöður úr því. Þannig það á margt eftir að skýrast með það.“ Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna býst við að breska afbrigðið verði orðið ráðandi þar í landi í mars. Er sama hætta uppi á teningnum hér á landi eða erum við í betri stöðu gagnvart þessu? „Auðvitað er hætta á að hún nái að dreifa sér í öllum löndum því hún er víða. Hvort að það er sama hætta hér eða ekki, það fer eftir því hvernig okkur gengur að halda landamærunum hreinum og ég held að með þessari nýju reglugerð um að allir þurfi að fara í skimun, og ef það gengur allt vel og eftirlitið gengur eins vel og við viljum þá erum við algjörlega að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hér inn. En hvort hún geti gert það er erfitt að segja. Áhættan er aldrei núll þannig að það getur auðvitað gerst.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Tiltölulega fáir hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu daga en í dag greindist enginn, í fyrsta sinn síðan yfir hátíðarnar. Þá greindust fjórir með veiruna á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins góða eins og er. „Það er bara ánægjulegt að sjá að þessi þróun heldur áfram og vonum að hún geri það þrátt fyrir þessar tilslakanir þann 13. [janúar]. Vonandi passa sig bara allir áfram.“ Talsvert hefur verið fjallað um ný afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu og talin eru smitast greiðar milli manna en önnur afbrigði. Þórólfur segir enn ekki komna skýra mynd á afbrigðin. „Það er ekkert sem hefur komið fram um að það valdi meiri og alvarlegri sjúkdómi, alvarlegri einkennum. Og sömuleiðis er ekkert nýtt að frétta af því hvort fyrri sýkingar verndi gegn þessum afbrigðum eða hvort bóluefni muni ekki örugglega vernda. Ég veit að það er í rannsókn, þetta eru erfiðar rannsóknir og taka tíma, en það hafa ekki komið neinar niðurstöður úr því. Þannig það á margt eftir að skýrast með það.“ Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna býst við að breska afbrigðið verði orðið ráðandi þar í landi í mars. Er sama hætta uppi á teningnum hér á landi eða erum við í betri stöðu gagnvart þessu? „Auðvitað er hætta á að hún nái að dreifa sér í öllum löndum því hún er víða. Hvort að það er sama hætta hér eða ekki, það fer eftir því hvernig okkur gengur að halda landamærunum hreinum og ég held að með þessari nýju reglugerð um að allir þurfi að fara í skimun, og ef það gengur allt vel og eftirlitið gengur eins vel og við viljum þá erum við algjörlega að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hér inn. En hvort hún geti gert það er erfitt að segja. Áhættan er aldrei núll þannig að það getur auðvitað gerst.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira