„Áhættan er aldrei núll“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2021 13:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. Tiltölulega fáir hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu daga en í dag greindist enginn, í fyrsta sinn síðan yfir hátíðarnar. Þá greindust fjórir með veiruna á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins góða eins og er. „Það er bara ánægjulegt að sjá að þessi þróun heldur áfram og vonum að hún geri það þrátt fyrir þessar tilslakanir þann 13. [janúar]. Vonandi passa sig bara allir áfram.“ Talsvert hefur verið fjallað um ný afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu og talin eru smitast greiðar milli manna en önnur afbrigði. Þórólfur segir enn ekki komna skýra mynd á afbrigðin. „Það er ekkert sem hefur komið fram um að það valdi meiri og alvarlegri sjúkdómi, alvarlegri einkennum. Og sömuleiðis er ekkert nýtt að frétta af því hvort fyrri sýkingar verndi gegn þessum afbrigðum eða hvort bóluefni muni ekki örugglega vernda. Ég veit að það er í rannsókn, þetta eru erfiðar rannsóknir og taka tíma, en það hafa ekki komið neinar niðurstöður úr því. Þannig það á margt eftir að skýrast með það.“ Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna býst við að breska afbrigðið verði orðið ráðandi þar í landi í mars. Er sama hætta uppi á teningnum hér á landi eða erum við í betri stöðu gagnvart þessu? „Auðvitað er hætta á að hún nái að dreifa sér í öllum löndum því hún er víða. Hvort að það er sama hætta hér eða ekki, það fer eftir því hvernig okkur gengur að halda landamærunum hreinum og ég held að með þessari nýju reglugerð um að allir þurfi að fara í skimun, og ef það gengur allt vel og eftirlitið gengur eins vel og við viljum þá erum við algjörlega að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hér inn. En hvort hún geti gert það er erfitt að segja. Áhættan er aldrei núll þannig að það getur auðvitað gerst.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Tiltölulega fáir hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu daga en í dag greindist enginn, í fyrsta sinn síðan yfir hátíðarnar. Þá greindust fjórir með veiruna á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins góða eins og er. „Það er bara ánægjulegt að sjá að þessi þróun heldur áfram og vonum að hún geri það þrátt fyrir þessar tilslakanir þann 13. [janúar]. Vonandi passa sig bara allir áfram.“ Talsvert hefur verið fjallað um ný afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu og talin eru smitast greiðar milli manna en önnur afbrigði. Þórólfur segir enn ekki komna skýra mynd á afbrigðin. „Það er ekkert sem hefur komið fram um að það valdi meiri og alvarlegri sjúkdómi, alvarlegri einkennum. Og sömuleiðis er ekkert nýtt að frétta af því hvort fyrri sýkingar verndi gegn þessum afbrigðum eða hvort bóluefni muni ekki örugglega vernda. Ég veit að það er í rannsókn, þetta eru erfiðar rannsóknir og taka tíma, en það hafa ekki komið neinar niðurstöður úr því. Þannig það á margt eftir að skýrast með það.“ Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna býst við að breska afbrigðið verði orðið ráðandi þar í landi í mars. Er sama hætta uppi á teningnum hér á landi eða erum við í betri stöðu gagnvart þessu? „Auðvitað er hætta á að hún nái að dreifa sér í öllum löndum því hún er víða. Hvort að það er sama hætta hér eða ekki, það fer eftir því hvernig okkur gengur að halda landamærunum hreinum og ég held að með þessari nýju reglugerð um að allir þurfi að fara í skimun, og ef það gengur allt vel og eftirlitið gengur eins vel og við viljum þá erum við algjörlega að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hér inn. En hvort hún geti gert það er erfitt að segja. Áhættan er aldrei núll þannig að það getur auðvitað gerst.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira