Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 16. janúar 2021 08:01 Íslendingum þykir vænt um tungumálið og vilja leggja sitt af mörkum til varðveislu þess. Það sést á framlagi landsmanna til söfnunar radda í gegnum vefinn Samrómur.is, sem Almannarómur og Háskólinn í Reykjavík standa að í sameiningu. Nú þegar hafa um 12 þúsund einstaklingar lesið rúmlega 27 þúsund mínútur, eða tæplega 319 þúsund setningar, inn á Samróm. Raddgagnasafnið Samrómur verður notað til þjálfunar máltæknihugbúnaðar fyrir íslensku, enda veltur framtíð tungumálsins á að við getum notað það í stafrænum heimi. Þróun máltækni fyrir íslensku er samstarfsverkefni fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og íslensku þjóðarinnar og hefur það lokamarkmið að íslenskur almenningur geti notað móðurmálið í samskiptum við fyrirtæki og stofnanir, tölvur og tæki. Raddstýring tölva og snjalltækja er orðinn sjálfsagður hluti af daglegu lífi okkar, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að ekki er hægt, enn sem komið er, að eiga samskipti við tölvur og tæki með því að tala íslensku. Samskipti við og í gegnum tæki fara því fram á erlendum málum. Ef tungumál er ekki notað á stórum sviðum daglegs lífs deyr það en talið er að helmingur þeirra 6.700 tungumála sem töluð eru í heiminum í dag verði útdauð fyrir næstu aldamót. Raddir barna og ungmenna hafa annað tíðnisvið en raddir fullorðinna og því er brýnt að leggja sérstaka áherslu á söfnun radda þess hóps. Án radda barna og ungmenna munu þau ekki geta notað tæki á íslensku, tækin munu ekki skilja raddskipanir og samræður þess aldurshóps. Aðkoma barna og ungmenna að því verkefni er gríðarlega mikilvægt, þau hafa framtíð íslenskunnar bókstaflega í hendi sér. Mánudaginn 18. janúar fer Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 af stað. Í keppninni munu nemendur allra grunnskóla landsins keppast við að lesa sem flestar setningar inn á Samróm.is. Keppt er þremur stærðarflokkum og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá skóla sem lesa mest. Að tryggja framtíð íslenskunnar er eitt stærsta samstarfsverkefni þjóðarinnar.Gefum íslenskunni nokkrar mínútur. Þannig sjáum við til þess að tungumálið eigi framhaldslíf í stafrænum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar um máltækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Íslendingum þykir vænt um tungumálið og vilja leggja sitt af mörkum til varðveislu þess. Það sést á framlagi landsmanna til söfnunar radda í gegnum vefinn Samrómur.is, sem Almannarómur og Háskólinn í Reykjavík standa að í sameiningu. Nú þegar hafa um 12 þúsund einstaklingar lesið rúmlega 27 þúsund mínútur, eða tæplega 319 þúsund setningar, inn á Samróm. Raddgagnasafnið Samrómur verður notað til þjálfunar máltæknihugbúnaðar fyrir íslensku, enda veltur framtíð tungumálsins á að við getum notað það í stafrænum heimi. Þróun máltækni fyrir íslensku er samstarfsverkefni fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og íslensku þjóðarinnar og hefur það lokamarkmið að íslenskur almenningur geti notað móðurmálið í samskiptum við fyrirtæki og stofnanir, tölvur og tæki. Raddstýring tölva og snjalltækja er orðinn sjálfsagður hluti af daglegu lífi okkar, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að ekki er hægt, enn sem komið er, að eiga samskipti við tölvur og tæki með því að tala íslensku. Samskipti við og í gegnum tæki fara því fram á erlendum málum. Ef tungumál er ekki notað á stórum sviðum daglegs lífs deyr það en talið er að helmingur þeirra 6.700 tungumála sem töluð eru í heiminum í dag verði útdauð fyrir næstu aldamót. Raddir barna og ungmenna hafa annað tíðnisvið en raddir fullorðinna og því er brýnt að leggja sérstaka áherslu á söfnun radda þess hóps. Án radda barna og ungmenna munu þau ekki geta notað tæki á íslensku, tækin munu ekki skilja raddskipanir og samræður þess aldurshóps. Aðkoma barna og ungmenna að því verkefni er gríðarlega mikilvægt, þau hafa framtíð íslenskunnar bókstaflega í hendi sér. Mánudaginn 18. janúar fer Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 af stað. Í keppninni munu nemendur allra grunnskóla landsins keppast við að lesa sem flestar setningar inn á Samróm.is. Keppt er þremur stærðarflokkum og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá skóla sem lesa mest. Að tryggja framtíð íslenskunnar er eitt stærsta samstarfsverkefni þjóðarinnar.Gefum íslenskunni nokkrar mínútur. Þannig sjáum við til þess að tungumálið eigi framhaldslíf í stafrænum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar um máltækni.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun