„Var gamall og reynslumikill leikmaður en núna er ég ungur, óreyndur og vitlaus þjálfari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2021 09:00 Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið vel af stað á þjálfaraferlinum. vísir/sigurjón Guðjón Valur Sigurðsson nýtur sín vel í þjálfarahlutverkinu en segir að hann eigi enn margt eftir ólært á þeim vettvangi. Guðjón Valur lagði skóna á hilluna síðasta vor og tók í kjölfarið við þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Hann þekkti vel til þar á bæ eftir að hafa leikið með liðinu á árunum 2005-08. „Ég er eiginlega enn að venjast hlutverkinu. Strax í sumar þegar við vorum að spila æfingaleiki og það voru læti og hasar sagði ég við liðið mitt að ég öfundaði þá að því að vera að spila. Þetta venst ágætlega en þetta eru fullt af nýjum hlutum og veggjum sem maður rekur sig á,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn - Viðtal við Guðjón Valur Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi segir að leiðin yfir í þjálfun sé krefjandi en jafnframt skemmtileg. „Það er ekkert auðvelt. Ég var gamall og reynslumikill leikmaður en núna er ég ungur, óreyndur og vitlaus þjálfari,“ sagði Guðjón Valur og hló. „Erfitt og ekki erfitt, þetta var meðvituð ákvörðun hjá mér. Það neyddi mig enginn í þetta. Þetta var eitthvað sem ég hafði áhuga á og vildi gera. Ég vissi það fyrirfram að það væri hellingur sem ég þyrfti að bæta mig í.“ Leikmennirnir báru virðingu fyrir mér Guðjón Valur segir að staða sín sem leikmaður hafi hjálpað sér á fyrstu skrefunum á þjálfarabrautinni. „Það sem hjálpar kannski er hver ég er og hvar ég hef spilað. Leikmenn, sem þekktu mig ekki, báru virðingu fyrir mér einfaldlega því þeir höfðu séð mig spila. En þegar maður vinnur með mönnum á hverjum degi þarf maður sýna að maður sé traustsins verður og hafi eitthvað fram að færa,“ sagði Guðjón Valur. Má ekki mikið út af bregða Gummerbach hefur leikið vel það sem af er tímabili og er á toppnum í þýsku B-deildinni. „Það hefur gengið ágætlega hingað til en maður finnur að það þá lítið út af bregða í þessari deild. Það mega ekki margir leikmenn hjá okkur meiðast, þá erum við varla miðlungslið í deildinni,“ sagði Guðjón Valur. „Ég er mjög glaður hvernig leikmennirnir æfa og taka á því. Þetta hefur verið gaman.“ Guðjón Valur viðurkennir að hann hafi gert fullt af mistökum á þessu fyrsta tímabili sínu sem þjálfari. „Maður hleypur á marga veggi og ég geri mistök. Þegar ég horfi aftur á leiki hugsa ég af hverju ég gerði ekki þetta og hitt þarna. Svo skrifar maður stundum áætlun fyrir leiki og af sex til sjö punktum sem ég fer með inn í leiki er metið kannski að ná tveimur. Ég þarf að bæta mig mikið í því en þetta er gaman, ný vinna og mikil áskorun.“ Ekki raunhæft að halda sér uppi Guðjón Valur segir að eins og staðan er í dag sé Gummersbach ekki með lið sem getur haldið sér í þýsku úrvalsdeildinni, komist liðið þangað á annað borð. „Nei, ekki í augnablikinu. Ég myndi halda að það væri óraunhæft. Ef við færum upp með þetta lið held ég að ég lifi ekki af hálft ár í starfi í viðbót. En við vitum ekki í hvaða deild við spilum. Við þurfum að plana fyrir tvær deildir. Ef okkur tekst að fara upp yrði gríðarlega erfitt að halda sæti sínu þótt það væri klárlega markmiðið,“ sagði Guðjón Valur. Þýski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Guðjón Valur lagði skóna á hilluna síðasta vor og tók í kjölfarið við þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Hann þekkti vel til þar á bæ eftir að hafa leikið með liðinu á árunum 2005-08. „Ég er eiginlega enn að venjast hlutverkinu. Strax í sumar þegar við vorum að spila æfingaleiki og það voru læti og hasar sagði ég við liðið mitt að ég öfundaði þá að því að vera að spila. Þetta venst ágætlega en þetta eru fullt af nýjum hlutum og veggjum sem maður rekur sig á,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn - Viðtal við Guðjón Valur Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi segir að leiðin yfir í þjálfun sé krefjandi en jafnframt skemmtileg. „Það er ekkert auðvelt. Ég var gamall og reynslumikill leikmaður en núna er ég ungur, óreyndur og vitlaus þjálfari,“ sagði Guðjón Valur og hló. „Erfitt og ekki erfitt, þetta var meðvituð ákvörðun hjá mér. Það neyddi mig enginn í þetta. Þetta var eitthvað sem ég hafði áhuga á og vildi gera. Ég vissi það fyrirfram að það væri hellingur sem ég þyrfti að bæta mig í.“ Leikmennirnir báru virðingu fyrir mér Guðjón Valur segir að staða sín sem leikmaður hafi hjálpað sér á fyrstu skrefunum á þjálfarabrautinni. „Það sem hjálpar kannski er hver ég er og hvar ég hef spilað. Leikmenn, sem þekktu mig ekki, báru virðingu fyrir mér einfaldlega því þeir höfðu séð mig spila. En þegar maður vinnur með mönnum á hverjum degi þarf maður sýna að maður sé traustsins verður og hafi eitthvað fram að færa,“ sagði Guðjón Valur. Má ekki mikið út af bregða Gummerbach hefur leikið vel það sem af er tímabili og er á toppnum í þýsku B-deildinni. „Það hefur gengið ágætlega hingað til en maður finnur að það þá lítið út af bregða í þessari deild. Það mega ekki margir leikmenn hjá okkur meiðast, þá erum við varla miðlungslið í deildinni,“ sagði Guðjón Valur. „Ég er mjög glaður hvernig leikmennirnir æfa og taka á því. Þetta hefur verið gaman.“ Guðjón Valur viðurkennir að hann hafi gert fullt af mistökum á þessu fyrsta tímabili sínu sem þjálfari. „Maður hleypur á marga veggi og ég geri mistök. Þegar ég horfi aftur á leiki hugsa ég af hverju ég gerði ekki þetta og hitt þarna. Svo skrifar maður stundum áætlun fyrir leiki og af sex til sjö punktum sem ég fer með inn í leiki er metið kannski að ná tveimur. Ég þarf að bæta mig mikið í því en þetta er gaman, ný vinna og mikil áskorun.“ Ekki raunhæft að halda sér uppi Guðjón Valur segir að eins og staðan er í dag sé Gummersbach ekki með lið sem getur haldið sér í þýsku úrvalsdeildinni, komist liðið þangað á annað borð. „Nei, ekki í augnablikinu. Ég myndi halda að það væri óraunhæft. Ef við færum upp með þetta lið held ég að ég lifi ekki af hálft ár í starfi í viðbót. En við vitum ekki í hvaða deild við spilum. Við þurfum að plana fyrir tvær deildir. Ef okkur tekst að fara upp yrði gríðarlega erfitt að halda sæti sínu þótt það væri klárlega markmiðið,“ sagði Guðjón Valur.
Þýski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira