Ágúst Ólafur ekki einn af fimm efstu í könnun Samfylkingarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2021 07:16 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá félögum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Aðeins einn karlmaður, Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður á Stundinni, er á meðal fimm efstu í skoðanakönnun sem haldin var meðal félaga í Samfylkingunni í Reykjavík í desember. Af þessu leiðir að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður flokksins, hefur ekki verið einn af fimm efstu í könnuninni. Frá þessu er greint í Fréttblaðinu í dag og haft eftir heimildum. Könnunin var gerð til að athuga hverjir það væru sem flokksfélagar vilja að taki forystusæti á listum Reykjavíkurkjördæmanna fyrir þingkosningarnar í haust. Uppstillingarnefnd vinnur nú að því að stilla upp framboðslistum fyrir Reykjavík. Að því er heimildir Fréttablaðsins herma er útlit fyrir að konur leiði lista Samfylkingarinnar í báðum kjördæmunum. Annars vegar verði það þingkonan Helga Vala Helgadóttir og hins vegar Kristrún Frostadóttir hagfræðingur eða þingkonan Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Rósa Björk var kjörin á þing fyrir Vinstri græn í kosningunum 2017 en sagði sig úr flokknum í fyrra. Hún gekk svo nýverið til liðs við Samfylkinguna. Rósa Björk var oddviti VG í Suðvesturkjördæmi og gæti verið að hún færi í framboð þar fyrir Samfylkinguna þar sem Guðmundar Andri Thorsson leiddi lista flokksins árið 2017. Þá var Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, einnig á meðal fimm efstu í könnuninni. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Af þessu leiðir að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður flokksins, hefur ekki verið einn af fimm efstu í könnuninni. Frá þessu er greint í Fréttblaðinu í dag og haft eftir heimildum. Könnunin var gerð til að athuga hverjir það væru sem flokksfélagar vilja að taki forystusæti á listum Reykjavíkurkjördæmanna fyrir þingkosningarnar í haust. Uppstillingarnefnd vinnur nú að því að stilla upp framboðslistum fyrir Reykjavík. Að því er heimildir Fréttablaðsins herma er útlit fyrir að konur leiði lista Samfylkingarinnar í báðum kjördæmunum. Annars vegar verði það þingkonan Helga Vala Helgadóttir og hins vegar Kristrún Frostadóttir hagfræðingur eða þingkonan Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Rósa Björk var kjörin á þing fyrir Vinstri græn í kosningunum 2017 en sagði sig úr flokknum í fyrra. Hún gekk svo nýverið til liðs við Samfylkinguna. Rósa Björk var oddviti VG í Suðvesturkjördæmi og gæti verið að hún færi í framboð þar fyrir Samfylkinguna þar sem Guðmundar Andri Thorsson leiddi lista flokksins árið 2017. Þá var Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, einnig á meðal fimm efstu í könnuninni.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira