Fyrsta konan sem tekin er af lífi í alríkinu í sjötíu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2021 07:14 Lisa Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir hrottalegt morð og barnsrán árið 2004. Attorneys for Lisa Montgomery via AP Lisa Montgomery, 52 ára gömul kona frá Kansas í Bandaríkjunum, hefur verið tekin af lífi með banvænni sprautu í Terre Haute-fangelsinu í Indiana. Hún er fyrsta konan sem tekin er af lífi í bandaríska alríkinu í tæp sjötíu ár. Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. Aftakan fór fram eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi frestun aftökunnar sem alríkisdómari í Indiana hafði úrskurðað um seint á mánudag. Sá úrskurður féll á elleftu stundu þar sem aftakan átti að fara fram í gærkvöldi. Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafði fyrirskipað aftöku Montgomerys en hún var eina konan á dauðadeild í alríkinu. Þar til í júlí í fyrra hafði bandaríska alríkisstjórnin ekki tekið neinn af lífi í sautján ár svo um töluverða stefnubreytingu í þessum málaflokki var að ræða. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð dómarans í Indiana og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta. Alltaf lá þó fyrir að málið gæti komið til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna eins og varð raunin. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomerys og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum höfðu lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún væri alvarlega veik andlega. Vildu lögfræðingar hennar meina að hún hefði verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar hefði mátt rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. Aftakan fór fram eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi frestun aftökunnar sem alríkisdómari í Indiana hafði úrskurðað um seint á mánudag. Sá úrskurður féll á elleftu stundu þar sem aftakan átti að fara fram í gærkvöldi. Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafði fyrirskipað aftöku Montgomerys en hún var eina konan á dauðadeild í alríkinu. Þar til í júlí í fyrra hafði bandaríska alríkisstjórnin ekki tekið neinn af lífi í sautján ár svo um töluverða stefnubreytingu í þessum málaflokki var að ræða. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð dómarans í Indiana og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta. Alltaf lá þó fyrir að málið gæti komið til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna eins og varð raunin. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomerys og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum höfðu lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún væri alvarlega veik andlega. Vildu lögfræðingar hennar meina að hún hefði verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar hefði mátt rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira