Fyrsta konan sem tekin er af lífi í alríkinu í sjötíu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2021 07:14 Lisa Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir hrottalegt morð og barnsrán árið 2004. Attorneys for Lisa Montgomery via AP Lisa Montgomery, 52 ára gömul kona frá Kansas í Bandaríkjunum, hefur verið tekin af lífi með banvænni sprautu í Terre Haute-fangelsinu í Indiana. Hún er fyrsta konan sem tekin er af lífi í bandaríska alríkinu í tæp sjötíu ár. Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. Aftakan fór fram eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi frestun aftökunnar sem alríkisdómari í Indiana hafði úrskurðað um seint á mánudag. Sá úrskurður féll á elleftu stundu þar sem aftakan átti að fara fram í gærkvöldi. Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafði fyrirskipað aftöku Montgomerys en hún var eina konan á dauðadeild í alríkinu. Þar til í júlí í fyrra hafði bandaríska alríkisstjórnin ekki tekið neinn af lífi í sautján ár svo um töluverða stefnubreytingu í þessum málaflokki var að ræða. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð dómarans í Indiana og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta. Alltaf lá þó fyrir að málið gæti komið til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna eins og varð raunin. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomerys og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum höfðu lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún væri alvarlega veik andlega. Vildu lögfræðingar hennar meina að hún hefði verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar hefði mátt rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. Aftakan fór fram eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi frestun aftökunnar sem alríkisdómari í Indiana hafði úrskurðað um seint á mánudag. Sá úrskurður féll á elleftu stundu þar sem aftakan átti að fara fram í gærkvöldi. Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafði fyrirskipað aftöku Montgomerys en hún var eina konan á dauðadeild í alríkinu. Þar til í júlí í fyrra hafði bandaríska alríkisstjórnin ekki tekið neinn af lífi í sautján ár svo um töluverða stefnubreytingu í þessum málaflokki var að ræða. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð dómarans í Indiana og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta. Alltaf lá þó fyrir að málið gæti komið til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna eins og varð raunin. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomerys og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum höfðu lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún væri alvarlega veik andlega. Vildu lögfræðingar hennar meina að hún hefði verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar hefði mátt rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira