Brottförum fækkaði um eina og hálfa milljón árið 2020 Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2021 13:04 Farþegum um Keflavíkurflugvöll hefur fækkað mjög vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/vilhelm Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 480 þúsund árið 2020 eða um 1,5 milljón færri en árið 2019, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkunin milli ára nemur 75,9 prósent. Ekki hafa svo fáar brottfarir mælst í tíu ár, að því er segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Sjö af hverjum tíu sem fóru af landinu árið 2020 fóru á tímabilinu janúar til mars, eða um 333 þúsund, og um fjórðungur yfir sumarmánuðina, eða um 115 þúsund manns. Brottförum erlendra farþega fækkaði alla mánuði 2020 frá fyrra ári og nam fækkunin meira en 90 prósent sjö mánuði ársins. Brottförum í sumar fækkaði um 562 þúsund milli ára, eða um 83 prósent. Um sex prósent brottfara árið 2020 voru farnar sjö mánuði ársins eða á tímabilinu apríl til maí og á tímabilinu september til desember. „Leita þarf tíu ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega eða til ársins 2010 en þá mældist fjöldi þeirra um 459 þúsund,“ segir í tilkynningu Ferðamálastofu. Í töflunni hér að ofan má sjá nánari útlistun á brottförum eftir mánuðum en þeim fækkaði á bilinu 10-15% í janúar til febrúar, um ríflega 50% í mars, um 80% í júlí og um 75% í ágúst. Aðra mánuði ársins fækkaði brottförum um meira en 90% milli ára eða í apríl, maí, júní, september, október, nóvember og desember. Flestar brottfarir, eða 101 þúsund, voru af hálfu Breta. Þær voru um þrisvar sinnum færri en árið 2019. „Brottfarir Bandaríkjamanna komu þar á eftir en þær mældust um 52 þúsund árið 2020 og fækkaði um 411 þúsund milli ára eða 88,7%. Í þriðja sæti voru brottfarir Þjóðverja, um 43 þúsund talsins og fækkaði þeim um 88 þúsund frá árinu 2019 eða um 66,9%. Samtals voru brottfarir Breta, Bandaríkjamanna og Þjóðverja um tvær af hverjum fimm (41,4%),“ segir í tilkynningu. Brottfarir Íslendinga voru um 130 þúsund talsins árið 2020 eða um 481 þúsund færri en árið 2019. Fækkunin nemur 78,7 prósent milli ára. Flestar brottfarir voru farnar á tímabilinu janúar til mars eða 67,8 prósent. Brottfarir Íslendinga hafa ekki mælst svo fáar frá því Ferðamálastofa hóf talningar árið 2002. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Sjö af hverjum tíu sem fóru af landinu árið 2020 fóru á tímabilinu janúar til mars, eða um 333 þúsund, og um fjórðungur yfir sumarmánuðina, eða um 115 þúsund manns. Brottförum erlendra farþega fækkaði alla mánuði 2020 frá fyrra ári og nam fækkunin meira en 90 prósent sjö mánuði ársins. Brottförum í sumar fækkaði um 562 þúsund milli ára, eða um 83 prósent. Um sex prósent brottfara árið 2020 voru farnar sjö mánuði ársins eða á tímabilinu apríl til maí og á tímabilinu september til desember. „Leita þarf tíu ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega eða til ársins 2010 en þá mældist fjöldi þeirra um 459 þúsund,“ segir í tilkynningu Ferðamálastofu. Í töflunni hér að ofan má sjá nánari útlistun á brottförum eftir mánuðum en þeim fækkaði á bilinu 10-15% í janúar til febrúar, um ríflega 50% í mars, um 80% í júlí og um 75% í ágúst. Aðra mánuði ársins fækkaði brottförum um meira en 90% milli ára eða í apríl, maí, júní, september, október, nóvember og desember. Flestar brottfarir, eða 101 þúsund, voru af hálfu Breta. Þær voru um þrisvar sinnum færri en árið 2019. „Brottfarir Bandaríkjamanna komu þar á eftir en þær mældust um 52 þúsund árið 2020 og fækkaði um 411 þúsund milli ára eða 88,7%. Í þriðja sæti voru brottfarir Þjóðverja, um 43 þúsund talsins og fækkaði þeim um 88 þúsund frá árinu 2019 eða um 66,9%. Samtals voru brottfarir Breta, Bandaríkjamanna og Þjóðverja um tvær af hverjum fimm (41,4%),“ segir í tilkynningu. Brottfarir Íslendinga voru um 130 þúsund talsins árið 2020 eða um 481 þúsund færri en árið 2019. Fækkunin nemur 78,7 prósent milli ára. Flestar brottfarir voru farnar á tímabilinu janúar til mars eða 67,8 prósent. Brottfarir Íslendinga hafa ekki mælst svo fáar frá því Ferðamálastofa hóf talningar árið 2002.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira