Flugu með mótherjunum á HM og fóru beint í próf Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 09:01 Bjarki Már Elísson hitamældur við komuna á hótelið glæsilega sem sjá má til hliðar. Twitter/@egypt2021en Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt á heimsmeistaramótið í Egyptalandi þar sem það spilar sinn fyrsta leik á fimmtudagskvöld gegn Portúgal. Íslendingar hafa á síðustu viku spilað tvo leiki við Portúgal í undankeppni EM og eftir seinni leik liðanna, á Ásvöllum á sunnudag, ferðuðust andstæðingarnir saman til Kaíró í gær. Flogið var með viðkomu í Kaupmannahöfn og samkvæmt ferðasögu á handbolti.is var hópurinn lentur um kl. 20 að staðartíma, eða kl. 18 að íslenskum tíma. Group F's European nations landing in #Egypt2021. #HeroisDoMar | #SuperPortugal | #GOPortugal | #StrákarnirOkkar | #GOIceland | @HSI_Iceland | @AndebolPortugal pic.twitter.com/BU1xyxDKIb— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) January 12, 2021 Við komuna á liðshótel sitt voru bæði íslensku leikmennirnir og þeir portúgölsku allir hitamældir og drifnir í smitpróf vegna kórónuveirunnar. Twitter-síða mótsins birti myndskeið af því sem sjá má hér að ofan. Reynist öll sýni neikvæð geta strákarnir okkar svo farið í lokaundirbúning fyrir HM með æfingum og liðsfundum í dag og á morgun. Landsliðið dvelur næstu daga, og vonandi sem lengst, á hinu glæsilega Hotel Al Masah Royal Palace í nágrenni Kaíró. Liðið leikur við Portúgal á fimmtudag, Alsír á laugardag og Marokkó næsta mánudag, en allir leikirnir hefjast kl. 19.30 að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Handball Egypt 2021 (@egypt2021) Ísland verður svo vonandi eitt þriggja liða úr riðlinum sem kemst áfram í milliriðil og spilar 20., 22. og 24. janúar. Tvö efstu liðin úr milliriðli komast áfram í 8-liða úrslit. HM 2021 í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Íslendingar hafa á síðustu viku spilað tvo leiki við Portúgal í undankeppni EM og eftir seinni leik liðanna, á Ásvöllum á sunnudag, ferðuðust andstæðingarnir saman til Kaíró í gær. Flogið var með viðkomu í Kaupmannahöfn og samkvæmt ferðasögu á handbolti.is var hópurinn lentur um kl. 20 að staðartíma, eða kl. 18 að íslenskum tíma. Group F's European nations landing in #Egypt2021. #HeroisDoMar | #SuperPortugal | #GOPortugal | #StrákarnirOkkar | #GOIceland | @HSI_Iceland | @AndebolPortugal pic.twitter.com/BU1xyxDKIb— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) January 12, 2021 Við komuna á liðshótel sitt voru bæði íslensku leikmennirnir og þeir portúgölsku allir hitamældir og drifnir í smitpróf vegna kórónuveirunnar. Twitter-síða mótsins birti myndskeið af því sem sjá má hér að ofan. Reynist öll sýni neikvæð geta strákarnir okkar svo farið í lokaundirbúning fyrir HM með æfingum og liðsfundum í dag og á morgun. Landsliðið dvelur næstu daga, og vonandi sem lengst, á hinu glæsilega Hotel Al Masah Royal Palace í nágrenni Kaíró. Liðið leikur við Portúgal á fimmtudag, Alsír á laugardag og Marokkó næsta mánudag, en allir leikirnir hefjast kl. 19.30 að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Handball Egypt 2021 (@egypt2021) Ísland verður svo vonandi eitt þriggja liða úr riðlinum sem kemst áfram í milliriðil og spilar 20., 22. og 24. janúar. Tvö efstu liðin úr milliriðli komast áfram í 8-liða úrslit.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira