Þögn um lögbrot vekur spurningar Björgólfur Jóhannsson skrifar 12. janúar 2021 07:02 Skrif skólasystur minnar á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „að mjólka læk og að móttaka læk” vöktu talsverða athygli. Þar var hún að vísa til þess að það hefði dregið dilk á eftir sér að gamall skólabróðir okkar, sem nú gegnir embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefði lýst velþóknun á færslu sem hún skrifaði á Facebook þar sem fjallað var um vinnubrögð Ríkisútvarpsins í umfjöllun um mál tengd Samherja. Fjölmiðlar hafa varið miklu púðri í umfjöllun um að ráðherrann hafi lýst velþóknun sinni á færslunni. Þannig fann einn prentmiðill sig knúinn til að fjalla um gömul tengsl ráðherrans við Samherja á tveimur opnum, fjórum heilsíðum, í kjölfarið. Meira fjallað um „læk“ en efni málsins Fjölmiðlar hafa fjallað miklu meira um afstöðu ráðherrans en efni málsins sem var tilefni skrifanna á Facebook. Tilefnið virðist vera áður óbirtir tölvupóstar, sem Samherji fékk aðgang að í desember sl., sem afhjúpa samráð Seðlabankans og Ríkisútvarpsins yfir fimm vikna tímabil í febrúar og mars 2012 rétt áður en Seðlabankinn lét framkvæma húsleit hjá Samherja hinn 27. mars 2012. Tölvupóstarnir sýna að yfirmaður hjá Seðlabankanum var í kumpánlegum samskiptum við fréttamann RÚV um rannsókn á Samherja, lak upplýsingum um rannsóknina í fréttamanninn og fékk frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fór fram. Seðlabankinn hafnaði tilvist þessara tölvupóstsamskipta í átta ár. Þannig var því ítrekað neitað af stjórnendum Seðlabankans að stofnunin hefði verið í samskiptum við Ríkisútvarpið í aðdraganda húsleitarinnar. Seðlabankinn gekk meira að segja svo langt að segja ósatt um þessi samskipti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á árinu 2015. Þá fullyrti bankinn að einu samskiptin við fjölmiðla vegna húsleitarinnar hefðu verið í formi tveggja fréttatilkynninga. Það er líklega án fordæma hér á landi að ríkisstofnun segi vísvitandi ósatt fyrir dómi og handhöfum dómsvalds hlýtur að vera brugðið við þessi tíðindi. Kröfu Samherja, sem laut að afhendingu gagna, var hafnað í umræddu máli enda njóta ríkisstofnanir trausts og almennt er gengið út frá því að fulltrúar þeirra segi satt og rétt frá fyrir dómi. Sú staðreynd að Seðlabanki Íslands faldi þessi tölvupóstssamskipti við Ríkisútvarpið í átta ár og sagði ósatt um þau fyrir dómi virðist ekki vera frétt í hugum íslenskra fjölmiðlamanna. Hvers vegna er það lögbrot sem Seðlabanki Íslands framdi gagnvart íslenskum borgurum ekki fréttaefni? Eigum við að gefa okkur að fréttamenn hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins? Eða er ástæðan sú að ekki sé áhugi fyrir því að fjalla um málið því það sverti mögulega starfsheiður ákveðins fréttamanns? Dagskrárvaldið er vandmeðfarið Mikilvægi öflugra fjölmiðla í lýðræðisríkjum verður seint ofmetið. Þannig þjónar það hagsmunum samfélagsins alls að þar þrífist kröftugir og frjálsir fjölmiðlar sem fjalla með gagnrýnum hætti um mál og veiti stofnunum og fyrirtækjum aðhald. Fjölmiðlar eru hins vegar ekki hafnir yfir gagnrýni og dagskrárvaldið er vandmeðfarið. Það er full ástæða til að vekja athygli á því þegar fjölmiðlar víkja frá almennt viðurkenndum meginreglum sínum þegar umfjöllun um erfið og viðkvæm mál, sem snerta þá sjálfa, eru annars vegar. Hér er á ferðinni eldfimt mál fyrir einn fjölmiðil, Ríkisútvarpið. Og í viðleitni til að slá skjaldborg um kollega sína á ríkisfjölmiðlinum þegja aðrir fjölmiðlar. Það er hins vegar dapurlegast af öllu að Ríkisútvarpið sannaði það í þessu máli að stofnuninni virðist ómögulegt að fjalla á hlutlægan og heiðarlegan hátt um eigin málefni. Það var Ríkisútvarpið sem fjallaði mest um rannsóknina á Samherja í svokölluðu Seðlabankamáli og var í reynd gerandi í þeirri atburðarás sem leiddi til rannsóknar á fyrirtækinu. Þannig hefur sú fréttastofa, sem fjallaði mest um húsleit og rannsókn á hendur Samherja, engan áhuga á því að fjalla um nýjar upplýsingar í málinu sem sýna svart á hvítu einbeittan vilja til að koma höggi á íslenskan lögaðila og borgara þessa lands. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherji og Seðlabankinn Björgólfur Jóhannsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Skrif skólasystur minnar á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „að mjólka læk og að móttaka læk” vöktu talsverða athygli. Þar var hún að vísa til þess að það hefði dregið dilk á eftir sér að gamall skólabróðir okkar, sem nú gegnir embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefði lýst velþóknun á færslu sem hún skrifaði á Facebook þar sem fjallað var um vinnubrögð Ríkisútvarpsins í umfjöllun um mál tengd Samherja. Fjölmiðlar hafa varið miklu púðri í umfjöllun um að ráðherrann hafi lýst velþóknun sinni á færslunni. Þannig fann einn prentmiðill sig knúinn til að fjalla um gömul tengsl ráðherrans við Samherja á tveimur opnum, fjórum heilsíðum, í kjölfarið. Meira fjallað um „læk“ en efni málsins Fjölmiðlar hafa fjallað miklu meira um afstöðu ráðherrans en efni málsins sem var tilefni skrifanna á Facebook. Tilefnið virðist vera áður óbirtir tölvupóstar, sem Samherji fékk aðgang að í desember sl., sem afhjúpa samráð Seðlabankans og Ríkisútvarpsins yfir fimm vikna tímabil í febrúar og mars 2012 rétt áður en Seðlabankinn lét framkvæma húsleit hjá Samherja hinn 27. mars 2012. Tölvupóstarnir sýna að yfirmaður hjá Seðlabankanum var í kumpánlegum samskiptum við fréttamann RÚV um rannsókn á Samherja, lak upplýsingum um rannsóknina í fréttamanninn og fékk frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fór fram. Seðlabankinn hafnaði tilvist þessara tölvupóstsamskipta í átta ár. Þannig var því ítrekað neitað af stjórnendum Seðlabankans að stofnunin hefði verið í samskiptum við Ríkisútvarpið í aðdraganda húsleitarinnar. Seðlabankinn gekk meira að segja svo langt að segja ósatt um þessi samskipti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á árinu 2015. Þá fullyrti bankinn að einu samskiptin við fjölmiðla vegna húsleitarinnar hefðu verið í formi tveggja fréttatilkynninga. Það er líklega án fordæma hér á landi að ríkisstofnun segi vísvitandi ósatt fyrir dómi og handhöfum dómsvalds hlýtur að vera brugðið við þessi tíðindi. Kröfu Samherja, sem laut að afhendingu gagna, var hafnað í umræddu máli enda njóta ríkisstofnanir trausts og almennt er gengið út frá því að fulltrúar þeirra segi satt og rétt frá fyrir dómi. Sú staðreynd að Seðlabanki Íslands faldi þessi tölvupóstssamskipti við Ríkisútvarpið í átta ár og sagði ósatt um þau fyrir dómi virðist ekki vera frétt í hugum íslenskra fjölmiðlamanna. Hvers vegna er það lögbrot sem Seðlabanki Íslands framdi gagnvart íslenskum borgurum ekki fréttaefni? Eigum við að gefa okkur að fréttamenn hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins? Eða er ástæðan sú að ekki sé áhugi fyrir því að fjalla um málið því það sverti mögulega starfsheiður ákveðins fréttamanns? Dagskrárvaldið er vandmeðfarið Mikilvægi öflugra fjölmiðla í lýðræðisríkjum verður seint ofmetið. Þannig þjónar það hagsmunum samfélagsins alls að þar þrífist kröftugir og frjálsir fjölmiðlar sem fjalla með gagnrýnum hætti um mál og veiti stofnunum og fyrirtækjum aðhald. Fjölmiðlar eru hins vegar ekki hafnir yfir gagnrýni og dagskrárvaldið er vandmeðfarið. Það er full ástæða til að vekja athygli á því þegar fjölmiðlar víkja frá almennt viðurkenndum meginreglum sínum þegar umfjöllun um erfið og viðkvæm mál, sem snerta þá sjálfa, eru annars vegar. Hér er á ferðinni eldfimt mál fyrir einn fjölmiðil, Ríkisútvarpið. Og í viðleitni til að slá skjaldborg um kollega sína á ríkisfjölmiðlinum þegja aðrir fjölmiðlar. Það er hins vegar dapurlegast af öllu að Ríkisútvarpið sannaði það í þessu máli að stofnuninni virðist ómögulegt að fjalla á hlutlægan og heiðarlegan hátt um eigin málefni. Það var Ríkisútvarpið sem fjallaði mest um rannsóknina á Samherja í svokölluðu Seðlabankamáli og var í reynd gerandi í þeirri atburðarás sem leiddi til rannsóknar á fyrirtækinu. Þannig hefur sú fréttastofa, sem fjallaði mest um húsleit og rannsókn á hendur Samherja, engan áhuga á því að fjalla um nýjar upplýsingar í málinu sem sýna svart á hvítu einbeittan vilja til að koma höggi á íslenskan lögaðila og borgara þessa lands. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun