Telur afstöðu ráðuneytisins í launamáli forstöðumanna ekki í samræmi við lög Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2021 14:57 Samkvæmt nýlegu fyrirkomulagi ákveður fjármálaráðherra, sem nú er Bjarni Benediktsson, laun forstöðumanna. Vísir/vilhelm Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja tveimur forstöðumönnum um rökstuðning fyrir launaákvörðun var ekki í samræmi við lög. Þetta er niðurstaða setts umboðsmanns Alþingis í áliti frá 30. desember sem birt var í dag. Málið er rakið í áliti umboðsmanns. Forstöðumennirnir, sem fara fyrir ríkisstofnunum, kvörtuðu yfir ákvörðun fjármálaráðherra um laun fyrir störf þeirra. Forstöðumennirnir gerðu báðir athugasemdir við þá afstöðu ráðuneytisins að stjórnsýslulög ættu ekki við ákvarðanir um laun forstöðumanna, auk þess sem gerðar voru athugasemdir við málsmeðferð ráðuneytisins og efni ákvarðana. Athugun umboðsmanns laut einkum að því hvort ákvörðun ráðherra væri stjórnvaldsákvörðun og hvort sá sem gegnir starfinu þegar slík ákvörðun er tekin teldist aðili máls. Ósáttir við röðun á skalanum Rakið er í áliti umboðsmanns að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á því hvernig laun forstöðumanna eru ákveðin. Horfið var frá því að hið svokallaða kjararáð tæki ákvörðun um laun flestra forstöðumanna heldur í staðinn tekið upp nýtt fyrirkomulag. Samkvæmt því ákveður fjármálaráðherra laun forstöðumanna. Það verkefni annast Kjara- og mannauðssýsla ríkisins, sem starfar innan fjármálaráðuneytisins. Launaröðun embætta byggist þar með á því að fjórir þættir; færni, stjórnun, ábyrgð og umfang, eru metnir með tilliti til innbyrðis röðunar innan kerfisins. Störf forstöðumanna raðast þar með á ákveðinn skala, sem ákvarðar laun þeirra. Tilkynning um launaákvörðun ráðuneytisins barst forstöðumönnunum tveimur í desember 2018. Þar var þeim tilkynnt að ákvörðunin tæki gildi 1. janúar 2019. Forstöðumennirnir voru ósáttir við það hvar þeir röðuðust á umræddan skala og óskuðu eftir rökstuðningi. Ráðuneytið synjaði beiðnum forstöðumannanna. Ráðuneytið taki beiðnirnar til meðferðar að nýju Það er álit umboðsmanns að afstaða fjármálaráðuneytisins í málinu, þ.e. að stjórnsýslulög gildi ekki um ákvarðanir um laun forstöðumanna, hafi ekki verið í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherra teljist ákvörðun „um rétt eða skyldu manns“ og sé þar með stjórnvaldsákvörðun. Jafnframt sé sá einstaklingur sem gegnir starfi forstöðumanns þegar ákvörðun er tekin aðili máls – og ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðnum forstöðumannanna tveggja um rökstuðning því byggðar á röngum lagagrundvelli. Umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að taka erindi forstöðumannanna til meðferðar að nýju, komi beiðnir þess efnis frá þeim, og að leyst verði úr þeim í samræmi við sjónarmið umboðsmanns. Þá skuli ráðuneytið framvegis taka mið af umræddum sjónarmiðum. Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira
Málið er rakið í áliti umboðsmanns. Forstöðumennirnir, sem fara fyrir ríkisstofnunum, kvörtuðu yfir ákvörðun fjármálaráðherra um laun fyrir störf þeirra. Forstöðumennirnir gerðu báðir athugasemdir við þá afstöðu ráðuneytisins að stjórnsýslulög ættu ekki við ákvarðanir um laun forstöðumanna, auk þess sem gerðar voru athugasemdir við málsmeðferð ráðuneytisins og efni ákvarðana. Athugun umboðsmanns laut einkum að því hvort ákvörðun ráðherra væri stjórnvaldsákvörðun og hvort sá sem gegnir starfinu þegar slík ákvörðun er tekin teldist aðili máls. Ósáttir við röðun á skalanum Rakið er í áliti umboðsmanns að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á því hvernig laun forstöðumanna eru ákveðin. Horfið var frá því að hið svokallaða kjararáð tæki ákvörðun um laun flestra forstöðumanna heldur í staðinn tekið upp nýtt fyrirkomulag. Samkvæmt því ákveður fjármálaráðherra laun forstöðumanna. Það verkefni annast Kjara- og mannauðssýsla ríkisins, sem starfar innan fjármálaráðuneytisins. Launaröðun embætta byggist þar með á því að fjórir þættir; færni, stjórnun, ábyrgð og umfang, eru metnir með tilliti til innbyrðis röðunar innan kerfisins. Störf forstöðumanna raðast þar með á ákveðinn skala, sem ákvarðar laun þeirra. Tilkynning um launaákvörðun ráðuneytisins barst forstöðumönnunum tveimur í desember 2018. Þar var þeim tilkynnt að ákvörðunin tæki gildi 1. janúar 2019. Forstöðumennirnir voru ósáttir við það hvar þeir röðuðust á umræddan skala og óskuðu eftir rökstuðningi. Ráðuneytið synjaði beiðnum forstöðumannanna. Ráðuneytið taki beiðnirnar til meðferðar að nýju Það er álit umboðsmanns að afstaða fjármálaráðuneytisins í málinu, þ.e. að stjórnsýslulög gildi ekki um ákvarðanir um laun forstöðumanna, hafi ekki verið í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherra teljist ákvörðun „um rétt eða skyldu manns“ og sé þar með stjórnvaldsákvörðun. Jafnframt sé sá einstaklingur sem gegnir starfi forstöðumanns þegar ákvörðun er tekin aðili máls – og ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðnum forstöðumannanna tveggja um rökstuðning því byggðar á röngum lagagrundvelli. Umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að taka erindi forstöðumannanna til meðferðar að nýju, komi beiðnir þess efnis frá þeim, og að leyst verði úr þeim í samræmi við sjónarmið umboðsmanns. Þá skuli ráðuneytið framvegis taka mið af umræddum sjónarmiðum.
Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira