Guðmundur Guðmundsson: Held að enginn í handbolta heiminum nema sjálfur Moustafa vilji hafa áhorfendur Andri Már Eggertsson skrifar 10. janúar 2021 19:07 Guðmundur landsliðsþjálfari. vísir/getty „Þetta var mjög erfiður fyrri hálfleikur. Við vorum alls ekki góðir fyrir utan seinustu fimm mínúturnar, við vorum mjög óöruggir sóknarlega þar sem menn sóttu á markið með hálfum hug og vorum við að klikka á dauðafærum sem má alls ekki gerast á HM,” sagði Guðmundur um slæman fyrri hálfleik Íslands. Ísland kom sér inn í leikinn þegar Portúgal fór að spila einum fleiri í sókn sem kom íslenska liðinu á bragðið. „Ég byrjaði á að skamma strákana inni í klefa í hálfleik vegna þess að mér fannst við fara illa að ráði okkar þar sem það vantaði alla grimmd í okkar aðgerðir,” sagði Guðmundur um hálfleiksræðu sína. Guðmundur var himinlifandi hvernig strákarnir nýttu sér viðsnúninginn í seinni hálfleik og gat hann glaðst yfir öllum þáttum leiksins, sókn, vörn og markvörslu. Guðmundur hrósaði Elliða sérstaklega þar sem hann telur mjög mikilvægt að hafa hann til taks, sem kom á daginn þegar Arnar Freyr fékk rautt spjald. Ágúst Elí hefur komið með góða innkomu í liðið í báðum leikjum liðsins á móti Portúgal, Guðmundur vildi ekki tjá sig hvort Ágúst væri orðin númer eitt, en er þó ánægður með innkomur Gústa. „Við þurfum að spila okkar besta leik. Portúgal er með frábært lið, góðar skyttur, frábærir línumenn og miklir líkamlegir yfirburðir sem gerði okkur oft erfitt fyrir. Þeir hafa náð frábærum úrslitum, lögðu meðal annars á móti Frakklandi og Svíþjóð,” sagði Guðmundur um möguleika Íslands í næsta leik á móti Portúgal. Mikil umræða hefur orðið vegna fjölda áhorfenda á leikjum í Egyptalandi sem hefur valdið bæði leikmönnum og þjálfurum áhyggjum komandi inn í mótið. „ Ég vil banna áhorfendur. Ég hreinlega skil ekki þessa hugmynd að leyfa áhorfendur í þessum heimsfaraldri, ég held að enginn í handbolta heiminum nema forseti alþjóða handboltasambandsins geti með nokkrum rökum skilið og eru fáir eða enginn sem styður þessa ákvörðun.” Alexander Petersson var hvíldur í dag og sagði Guðmundur að heilsa hans væri góð og verður klár í HM. Handbolti HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Ísland kom sér inn í leikinn þegar Portúgal fór að spila einum fleiri í sókn sem kom íslenska liðinu á bragðið. „Ég byrjaði á að skamma strákana inni í klefa í hálfleik vegna þess að mér fannst við fara illa að ráði okkar þar sem það vantaði alla grimmd í okkar aðgerðir,” sagði Guðmundur um hálfleiksræðu sína. Guðmundur var himinlifandi hvernig strákarnir nýttu sér viðsnúninginn í seinni hálfleik og gat hann glaðst yfir öllum þáttum leiksins, sókn, vörn og markvörslu. Guðmundur hrósaði Elliða sérstaklega þar sem hann telur mjög mikilvægt að hafa hann til taks, sem kom á daginn þegar Arnar Freyr fékk rautt spjald. Ágúst Elí hefur komið með góða innkomu í liðið í báðum leikjum liðsins á móti Portúgal, Guðmundur vildi ekki tjá sig hvort Ágúst væri orðin númer eitt, en er þó ánægður með innkomur Gústa. „Við þurfum að spila okkar besta leik. Portúgal er með frábært lið, góðar skyttur, frábærir línumenn og miklir líkamlegir yfirburðir sem gerði okkur oft erfitt fyrir. Þeir hafa náð frábærum úrslitum, lögðu meðal annars á móti Frakklandi og Svíþjóð,” sagði Guðmundur um möguleika Íslands í næsta leik á móti Portúgal. Mikil umræða hefur orðið vegna fjölda áhorfenda á leikjum í Egyptalandi sem hefur valdið bæði leikmönnum og þjálfurum áhyggjum komandi inn í mótið. „ Ég vil banna áhorfendur. Ég hreinlega skil ekki þessa hugmynd að leyfa áhorfendur í þessum heimsfaraldri, ég held að enginn í handbolta heiminum nema forseti alþjóða handboltasambandsins geti með nokkrum rökum skilið og eru fáir eða enginn sem styður þessa ákvörðun.” Alexander Petersson var hvíldur í dag og sagði Guðmundur að heilsa hans væri góð og verður klár í HM.
Handbolti HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira