Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. janúar 2021 13:30 Fóðurpramminn marraði í hálfu kafi þegar áhöfn Landhelgisgæslunnar kom að í gærkvöldi. Hann sökk svo í nótt. Landhelgisgæslan Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gærkvöldi þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum Laxa fiskeldis í Reyðarfirði, en skipið var í nágrenninu. Vonskuveður er á svæðinu og aðstæður afar krefjandi. Þegar áhöfnin á Þór kom á staðinn var ekkert hægt að gera samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Pramminn var þá orðinn fullur af sjó og maraði í kafi. Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og fleiri viðeigandi aðilum var gert viðvart en um tíu þúsund lítrar af díselolíu eru um borð. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið.Vísir „Það var mikið frost og vindhraði tugir metra á sekúntu í gær. Það sem virðist hafa gerst er að það fer ísing á prammann og hann fer að halla og það fer sjór inní hann. Það voru krefjandi aðstæður þannig að við komumst ekki út strax en létum alla viðbragðsaðila vita af málinu. Varðskipið Þór var í nágrenninu og komu fljótt á staðinn. Það var þó lítið hægt að gera og pramminn sökk um klukkan hálf fjögur í nótt,“ segir Jens. Í prammanum eru um tíu þúsund lítrar af díselolíu og segir Jens nú kapp lagt á að koma í veg fyrir að olían fari í sjóinn. „Viðbragðsaðilar eru Fjarðabyggðahafnir, slökkvilið og Landhelgisgæslan og aðilar þaðan komu á svæðið í morgun með búnað ef olía fer að leka út í sjó,“ segir Jens. Jens segir þetta gríðarlegt tjón fyrir fyrirtækið en pramminn sér um að fóðra um 16 fiskeldissjókvíar á svæðinu. „Fóðurbyssur verða í framhaldinu notaðar til að fóðra fiskinn, segir Jens. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru kafarar frá Köfunarþjónustunni á leið til Reyðarfjarðar til að meta hvernig hægt verður að koma prammanum á flot. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lægði í morgun á svæðinu en búist er við öðrum hvelli klukkan tvö í dag. Umhverfismál Fiskeldi Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gærkvöldi þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum Laxa fiskeldis í Reyðarfirði, en skipið var í nágrenninu. Vonskuveður er á svæðinu og aðstæður afar krefjandi. Þegar áhöfnin á Þór kom á staðinn var ekkert hægt að gera samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Pramminn var þá orðinn fullur af sjó og maraði í kafi. Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og fleiri viðeigandi aðilum var gert viðvart en um tíu þúsund lítrar af díselolíu eru um borð. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið.Vísir „Það var mikið frost og vindhraði tugir metra á sekúntu í gær. Það sem virðist hafa gerst er að það fer ísing á prammann og hann fer að halla og það fer sjór inní hann. Það voru krefjandi aðstæður þannig að við komumst ekki út strax en létum alla viðbragðsaðila vita af málinu. Varðskipið Þór var í nágrenninu og komu fljótt á staðinn. Það var þó lítið hægt að gera og pramminn sökk um klukkan hálf fjögur í nótt,“ segir Jens. Í prammanum eru um tíu þúsund lítrar af díselolíu og segir Jens nú kapp lagt á að koma í veg fyrir að olían fari í sjóinn. „Viðbragðsaðilar eru Fjarðabyggðahafnir, slökkvilið og Landhelgisgæslan og aðilar þaðan komu á svæðið í morgun með búnað ef olía fer að leka út í sjó,“ segir Jens. Jens segir þetta gríðarlegt tjón fyrir fyrirtækið en pramminn sér um að fóðra um 16 fiskeldissjókvíar á svæðinu. „Fóðurbyssur verða í framhaldinu notaðar til að fóðra fiskinn, segir Jens. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru kafarar frá Köfunarþjónustunni á leið til Reyðarfjarðar til að meta hvernig hægt verður að koma prammanum á flot. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lægði í morgun á svæðinu en búist er við öðrum hvelli klukkan tvö í dag.
Umhverfismál Fiskeldi Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira