Önnur lönd tilkynna um andlát aldraðra eftir bólusetningar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. janúar 2021 18:32 Fimmta andlátið sem tengist mögulega bólusetningu við Covid-19 var tilkynnt til Lyfjastofnunar í gær. Þetta er sjötta alvarlega tilkynningin sem stofnunin fær vegna bólusetningarinnar. Forstjóri stofnunarinnar segir að sambærilegar tilkynningar hafi komið upp í nágrannalöndum okkar. Ein tilkynning til viðbótar barst í gær til Lyfjastofnunar um andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19. Um er að ræða aldraða manneskju sem var bólusett í lok desember en lést fyrir skömmu. „Þetta er eins og í hinum tilfellunum einstaklingur á hjúkrunarheimili, háaldraður,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Þetta er sjötta tilkynningin sem Lyfjastofnun fær um alvarleg atvik þar sem um var að ræða hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu bóluefnis Pfizer og BioNTech. Þar af eru fimm andlát og ein innlögn á sjúkrahús. Fram hefur komið að atvikin verði rannsökuð og er frumniðurstöðu að vænta frá Landlæknisembættinu í næstu viku. Rúna segir að í þessu tilviki hafi andlátið orðið mun síðar eftir bólusetninguna en í hinum fjórum. „Þeir sem hafa tekið að sér að rannsaka þetta mál þurfa að meta hvort að þetta tilvik verði tekið með í þá rannsókn eður ei,“ segir Rúna. Sambærileg atvik tilkynnt í öðrum löndum Lyfjastofnun óskaði í vikunni eftir upplýsingum frá öðrum löndum um hvort að sambærileg atvik hafi verið tilkynnt. „Nú fyrir helgi hafði Noregur tilkynnt um sjö andlát og fjöldinn er svipaður í Svíþjóð og Danmörku. Þá hafa svona tilkynningar líka komið fram í Hollandi og Þýskalandi. Þetta voru allt háaldraðir einstaklingar eins og hér á landi en þar eins og hér voru þeir í forgangi fyrir bólusetningu gegn Covid-19,“ segir Rúna. Rúna bendir á að útbreiðsla kórónuveirufaraldursins sé víðast hvar mun meiri en hér á landi. Þar sé því lögð áhersla á að takmarka útbreiðsluna og fást við sjálfan faraldurinn. „Við höfum meiri tækifæri á að fylgjast með slíkum atvikum hér á landi því útbreiðsla faraldursins er minni hér eins og stendur,“ segir Rúna. Aðspurð um hvernig verði brugðist við komi í ljós að það sé beint orsakasamband milli bólusetningarinnar og andlátanna segir Rúna: „ Ég bendi á að í hverri viku látast um 18 manns á hjúkrunarheimilum enda eru þar aldraðir og oft veikir einstaklingar og það er erfitt að segja til um á þessu stigi hvort tengsl séu á milli andlátanna og bólusetningar. Ef það kemur svo í ljós, verður það skoðað nánar en ég get eiginlega ekki tjáð mig um það fyrr en það kemur út úr niðurstöðunum,“ segir Rúna. Fleiri tilbúnari í bólusetningu hér Hún segist ekki hafa fundið fyrir ótta við bólusetningar við Covid-19 vegna hugsanlegra alvarlegra aukaverkanna. „Við erum lánsöm hér á landi að fólk ætlar í miklu hærra hlutfalli að láta bólusetja sig hér svo við höfum ekki heyrt af því,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Tengdar fréttir Tilkynnt um annað tilvik alvarlegra aukaverkana í kjölfar bólusetningar Ein tilkynning hefur borist til Lyfjastofnunar um andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 til viðbótar við þær fjórar tilkynningar sem greint var frá fyrr í vikunni. Um er að ræða aldraða manneskju sem var bólusett í lok desember en lést fyrir skömmu. 9. janúar 2021 12:56 „Þetta bóluefni er mjög öruggt“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði, segir ekkert benda til þess að meiri áhætta fylgi bóluefni Pfizer við kórónuveirunni en öðrum bóluefnum. Það sé gríðarlega mikilvægt að fólk láti bólusetja sig, enda muni það bjarga mannslífum. 5. janúar 2021 20:05 Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Sjá meira
Ein tilkynning til viðbótar barst í gær til Lyfjastofnunar um andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19. Um er að ræða aldraða manneskju sem var bólusett í lok desember en lést fyrir skömmu. „Þetta er eins og í hinum tilfellunum einstaklingur á hjúkrunarheimili, háaldraður,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Þetta er sjötta tilkynningin sem Lyfjastofnun fær um alvarleg atvik þar sem um var að ræða hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu bóluefnis Pfizer og BioNTech. Þar af eru fimm andlát og ein innlögn á sjúkrahús. Fram hefur komið að atvikin verði rannsökuð og er frumniðurstöðu að vænta frá Landlæknisembættinu í næstu viku. Rúna segir að í þessu tilviki hafi andlátið orðið mun síðar eftir bólusetninguna en í hinum fjórum. „Þeir sem hafa tekið að sér að rannsaka þetta mál þurfa að meta hvort að þetta tilvik verði tekið með í þá rannsókn eður ei,“ segir Rúna. Sambærileg atvik tilkynnt í öðrum löndum Lyfjastofnun óskaði í vikunni eftir upplýsingum frá öðrum löndum um hvort að sambærileg atvik hafi verið tilkynnt. „Nú fyrir helgi hafði Noregur tilkynnt um sjö andlát og fjöldinn er svipaður í Svíþjóð og Danmörku. Þá hafa svona tilkynningar líka komið fram í Hollandi og Þýskalandi. Þetta voru allt háaldraðir einstaklingar eins og hér á landi en þar eins og hér voru þeir í forgangi fyrir bólusetningu gegn Covid-19,“ segir Rúna. Rúna bendir á að útbreiðsla kórónuveirufaraldursins sé víðast hvar mun meiri en hér á landi. Þar sé því lögð áhersla á að takmarka útbreiðsluna og fást við sjálfan faraldurinn. „Við höfum meiri tækifæri á að fylgjast með slíkum atvikum hér á landi því útbreiðsla faraldursins er minni hér eins og stendur,“ segir Rúna. Aðspurð um hvernig verði brugðist við komi í ljós að það sé beint orsakasamband milli bólusetningarinnar og andlátanna segir Rúna: „ Ég bendi á að í hverri viku látast um 18 manns á hjúkrunarheimilum enda eru þar aldraðir og oft veikir einstaklingar og það er erfitt að segja til um á þessu stigi hvort tengsl séu á milli andlátanna og bólusetningar. Ef það kemur svo í ljós, verður það skoðað nánar en ég get eiginlega ekki tjáð mig um það fyrr en það kemur út úr niðurstöðunum,“ segir Rúna. Fleiri tilbúnari í bólusetningu hér Hún segist ekki hafa fundið fyrir ótta við bólusetningar við Covid-19 vegna hugsanlegra alvarlegra aukaverkanna. „Við erum lánsöm hér á landi að fólk ætlar í miklu hærra hlutfalli að láta bólusetja sig hér svo við höfum ekki heyrt af því,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Tengdar fréttir Tilkynnt um annað tilvik alvarlegra aukaverkana í kjölfar bólusetningar Ein tilkynning hefur borist til Lyfjastofnunar um andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 til viðbótar við þær fjórar tilkynningar sem greint var frá fyrr í vikunni. Um er að ræða aldraða manneskju sem var bólusett í lok desember en lést fyrir skömmu. 9. janúar 2021 12:56 „Þetta bóluefni er mjög öruggt“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði, segir ekkert benda til þess að meiri áhætta fylgi bóluefni Pfizer við kórónuveirunni en öðrum bóluefnum. Það sé gríðarlega mikilvægt að fólk láti bólusetja sig, enda muni það bjarga mannslífum. 5. janúar 2021 20:05 Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Sjá meira
Tilkynnt um annað tilvik alvarlegra aukaverkana í kjölfar bólusetningar Ein tilkynning hefur borist til Lyfjastofnunar um andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 til viðbótar við þær fjórar tilkynningar sem greint var frá fyrr í vikunni. Um er að ræða aldraða manneskju sem var bólusett í lok desember en lést fyrir skömmu. 9. janúar 2021 12:56
„Þetta bóluefni er mjög öruggt“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði, segir ekkert benda til þess að meiri áhætta fylgi bóluefni Pfizer við kórónuveirunni en öðrum bóluefnum. Það sé gríðarlega mikilvægt að fólk láti bólusetja sig, enda muni það bjarga mannslífum. 5. janúar 2021 20:05
Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05