Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 18:59 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Frá tíunda til sautjánda janúar verður landamæraeftirlit Danmerkur hert fyrir komur frá öllum löndum. Ferðamenn með lögmætt erindi fá einungis landgöngu og hefur skilgreiningin á lögmætu erindi verið hert. Nánar má lesa um breytinguna hér. Frá því klukkan 17 á morgun þurfa allir farþegar sem koma inn í landið með lögmætt erindi að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki er eldra en 24 tíma. Hraðpróf verða einnig tekin gild og þarf ekki einungis að vera um PCR próf að ræða. Aðrar reglur gilda fyrir fólk í millilendingu, fólk sem flytur vörur til og frá Danmörku og fólk búsett á landamærum. Nánari upplýsingar veitir upplýsingasími dönsku lögreglunnar í síma +45 70206044. Icelandair kemur til móts við farþega Samkvæmt upplýsingafulltrúa Icelandair er verið að hafa samband við alla þá farþega flugfélagsins sem eiga bókað flug til Kaupmannahafnar á sunudag, mánudag eða þriðjudag. Farþegum verður boðið að flýta fluginu og fljúga í fyrramálið - áður en ofangreindar aðgerðir taka gildi. Einnig verður í boði að seinka flugi farþegum að kostnaðarlausu. Þeim farþegum, sem vilja þiggja slíka ráðstöfun, er bent á að hafa samband við flugfélagið. Tvö hundruð farþegar eiga flug til Kaupmannahafnar á dag með Icelandair frá og með morgundeginum og fram á þriðjudag. Farþegar frá Íslandi þurfa ekki í sóttkví í Bretlandi Allir farþegar, ellefu ára og eldri, sem koma til Bretlands frá og með næstu viku þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-19 próf sem er ekki eldra en 72 klukkutímar. Eins og áður þurfa allir farþegar að fylla út svokallað „Passenger Locator Form“. Þeir farþegar sem ferðast frá ríkjum sem eru ekki á grænum lista breskra stjórnvalda þurfa samt sem áður að fara í sóttkví í 10 daga, þrátt fyrir neikvætt próf. Ísland er núna á græna listanum og þurfa farþegar þaðan því ekki að fara í sóttkví. Ítarlegar upplýsingar um allar breytingar vegna faraldurs kórónuveirunnar má finna á ferðavef Utanríkisráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Danmörk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Frá tíunda til sautjánda janúar verður landamæraeftirlit Danmerkur hert fyrir komur frá öllum löndum. Ferðamenn með lögmætt erindi fá einungis landgöngu og hefur skilgreiningin á lögmætu erindi verið hert. Nánar má lesa um breytinguna hér. Frá því klukkan 17 á morgun þurfa allir farþegar sem koma inn í landið með lögmætt erindi að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki er eldra en 24 tíma. Hraðpróf verða einnig tekin gild og þarf ekki einungis að vera um PCR próf að ræða. Aðrar reglur gilda fyrir fólk í millilendingu, fólk sem flytur vörur til og frá Danmörku og fólk búsett á landamærum. Nánari upplýsingar veitir upplýsingasími dönsku lögreglunnar í síma +45 70206044. Icelandair kemur til móts við farþega Samkvæmt upplýsingafulltrúa Icelandair er verið að hafa samband við alla þá farþega flugfélagsins sem eiga bókað flug til Kaupmannahafnar á sunudag, mánudag eða þriðjudag. Farþegum verður boðið að flýta fluginu og fljúga í fyrramálið - áður en ofangreindar aðgerðir taka gildi. Einnig verður í boði að seinka flugi farþegum að kostnaðarlausu. Þeim farþegum, sem vilja þiggja slíka ráðstöfun, er bent á að hafa samband við flugfélagið. Tvö hundruð farþegar eiga flug til Kaupmannahafnar á dag með Icelandair frá og með morgundeginum og fram á þriðjudag. Farþegar frá Íslandi þurfa ekki í sóttkví í Bretlandi Allir farþegar, ellefu ára og eldri, sem koma til Bretlands frá og með næstu viku þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-19 próf sem er ekki eldra en 72 klukkutímar. Eins og áður þurfa allir farþegar að fylla út svokallað „Passenger Locator Form“. Þeir farþegar sem ferðast frá ríkjum sem eru ekki á grænum lista breskra stjórnvalda þurfa samt sem áður að fara í sóttkví í 10 daga, þrátt fyrir neikvætt próf. Ísland er núna á græna listanum og þurfa farþegar þaðan því ekki að fara í sóttkví. Ítarlegar upplýsingar um allar breytingar vegna faraldurs kórónuveirunnar má finna á ferðavef Utanríkisráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Icelandair
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Danmörk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira