Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 18:59 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Frá tíunda til sautjánda janúar verður landamæraeftirlit Danmerkur hert fyrir komur frá öllum löndum. Ferðamenn með lögmætt erindi fá einungis landgöngu og hefur skilgreiningin á lögmætu erindi verið hert. Nánar má lesa um breytinguna hér. Frá því klukkan 17 á morgun þurfa allir farþegar sem koma inn í landið með lögmætt erindi að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki er eldra en 24 tíma. Hraðpróf verða einnig tekin gild og þarf ekki einungis að vera um PCR próf að ræða. Aðrar reglur gilda fyrir fólk í millilendingu, fólk sem flytur vörur til og frá Danmörku og fólk búsett á landamærum. Nánari upplýsingar veitir upplýsingasími dönsku lögreglunnar í síma +45 70206044. Icelandair kemur til móts við farþega Samkvæmt upplýsingafulltrúa Icelandair er verið að hafa samband við alla þá farþega flugfélagsins sem eiga bókað flug til Kaupmannahafnar á sunudag, mánudag eða þriðjudag. Farþegum verður boðið að flýta fluginu og fljúga í fyrramálið - áður en ofangreindar aðgerðir taka gildi. Einnig verður í boði að seinka flugi farþegum að kostnaðarlausu. Þeim farþegum, sem vilja þiggja slíka ráðstöfun, er bent á að hafa samband við flugfélagið. Tvö hundruð farþegar eiga flug til Kaupmannahafnar á dag með Icelandair frá og með morgundeginum og fram á þriðjudag. Farþegar frá Íslandi þurfa ekki í sóttkví í Bretlandi Allir farþegar, ellefu ára og eldri, sem koma til Bretlands frá og með næstu viku þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-19 próf sem er ekki eldra en 72 klukkutímar. Eins og áður þurfa allir farþegar að fylla út svokallað „Passenger Locator Form“. Þeir farþegar sem ferðast frá ríkjum sem eru ekki á grænum lista breskra stjórnvalda þurfa samt sem áður að fara í sóttkví í 10 daga, þrátt fyrir neikvætt próf. Ísland er núna á græna listanum og þurfa farþegar þaðan því ekki að fara í sóttkví. Ítarlegar upplýsingar um allar breytingar vegna faraldurs kórónuveirunnar má finna á ferðavef Utanríkisráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Danmörk Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Frá tíunda til sautjánda janúar verður landamæraeftirlit Danmerkur hert fyrir komur frá öllum löndum. Ferðamenn með lögmætt erindi fá einungis landgöngu og hefur skilgreiningin á lögmætu erindi verið hert. Nánar má lesa um breytinguna hér. Frá því klukkan 17 á morgun þurfa allir farþegar sem koma inn í landið með lögmætt erindi að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki er eldra en 24 tíma. Hraðpróf verða einnig tekin gild og þarf ekki einungis að vera um PCR próf að ræða. Aðrar reglur gilda fyrir fólk í millilendingu, fólk sem flytur vörur til og frá Danmörku og fólk búsett á landamærum. Nánari upplýsingar veitir upplýsingasími dönsku lögreglunnar í síma +45 70206044. Icelandair kemur til móts við farþega Samkvæmt upplýsingafulltrúa Icelandair er verið að hafa samband við alla þá farþega flugfélagsins sem eiga bókað flug til Kaupmannahafnar á sunudag, mánudag eða þriðjudag. Farþegum verður boðið að flýta fluginu og fljúga í fyrramálið - áður en ofangreindar aðgerðir taka gildi. Einnig verður í boði að seinka flugi farþegum að kostnaðarlausu. Þeim farþegum, sem vilja þiggja slíka ráðstöfun, er bent á að hafa samband við flugfélagið. Tvö hundruð farþegar eiga flug til Kaupmannahafnar á dag með Icelandair frá og með morgundeginum og fram á þriðjudag. Farþegar frá Íslandi þurfa ekki í sóttkví í Bretlandi Allir farþegar, ellefu ára og eldri, sem koma til Bretlands frá og með næstu viku þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-19 próf sem er ekki eldra en 72 klukkutímar. Eins og áður þurfa allir farþegar að fylla út svokallað „Passenger Locator Form“. Þeir farþegar sem ferðast frá ríkjum sem eru ekki á grænum lista breskra stjórnvalda þurfa samt sem áður að fara í sóttkví í 10 daga, þrátt fyrir neikvætt próf. Ísland er núna á græna listanum og þurfa farþegar þaðan því ekki að fara í sóttkví. Ítarlegar upplýsingar um allar breytingar vegna faraldurs kórónuveirunnar má finna á ferðavef Utanríkisráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Icelandair
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Danmörk Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira