Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 8. janúar 2021 09:26 Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Vísir/Vilhelm Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fórnarlömbin í málunum tengjast ekki neitt en málin voru flutt í framhaldi hvort af öðru í héraðsdómi. Þorlákur Fannar, sem er á 35. aldursári, á að baki þónokkurn brotaferil og meðal annars fengið átta og sex mánaða fangelsisdóma. Flestir hafa tengst fíkniefnamálum auk þess sem hann hefur verið dæmdur fyrir líkamsárásir. Þorlákur Fannar var ekki viðstaddur dómsuppsöguna en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan seinni líkamsárásin átti sér stað í júní. Sá tími dregst frá fangelsisrefsingu hans. Var hann dæmdur til að greiða konunni rúmar fjórar milljónir króna í miska- og skaðabætur en karlmanninum eina milljón króna. Þá var ævilöng ökuréttindasvipting hans áréttuð, tvö kúbein gerð upptæk og skammtur af amfetamíni. Dómurinn hefur ekki verið birtur en blaðamaður Vísis sat aðalmeðferð málsins. Hér á eftir er farið yfir lýsingar ákærða Þorláks og brotaþola í málunum tveimur. Varðist hnífsstungum með þvottakörfu Árásin á leigusala hans var á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Konan sagðist fyrir dómi viss um að hún hefði látið lífið í árásinni ef ekki hefði verið fyrir snör viðbrögð af hennar hálfu. Hún lýsti því að hún hefði vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varist einnig hnífsstungum með þvottakörfu. Atburðarásin hafi verið óraunveruleg og maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. Klukkan var um níu að morgni og hún kvaðst hafa verið að setja í þvottavél. Sonur hennar hefði verið nýfarinn og allt í mikilli ró. Þá hefði verið knúið á dyr og hún heyrt umgang og karlmannsrödd. Hún hefði fyrst haldið að þar hefði verið á ferðinni nágranni hennar eða maður sem hafði verið að vinna í garðinum. Hún hefði farið fram á gang og séð morgunskímuna koma inn um útidyrnar. Þar hefði hún séð hávaxinn mann í svörtum fötum, sem hefði þá öskrað: „Ég veit hvað þú gerðir í gær, ég ætla að drepa þig.“ Eins og í Hitchcock-mynd, Matrix og dýralífsþætti Konan sagði manninn, sem hún sagðist hafa séð að væri leigjandinn í kjallaranum, hafa komið á móti henni með stóran hníf og hoggið í átt að höfðinu á henni. Aðstæðunum lýsti hún eins og „Hitchcock-mynd“. Hún hefði gripið í hnífinn og rykkt honum til hliðar og við það fengið djúpan skurð í lófann. Konan kvaðst hafa varist ítrekuðum atlögum Þorláks og náð að sveigja sig oftsinnis aftur á bak undan hnífnum. Þetta hefði verið óraunverulegt og henni liðið eins og hún væri stödd í kvikmyndinni The Matrix þegar hún tók að minnsta kosti þrjár „bakdýfur“ undan hnífshöggunum, sem beinst hefðu að hálsi hennar. Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem aðalmeðferðin fór fram. Leifur Runólfsson, verjandi Þorláks, er lengst til hægri á mynd og fyrir miðju situr Guðjón Marteinsson, héraðsdómari.Vísir/Stína Hún hefði loks bakkað undan Þorláki inn á bað, þar sem hann hefði m.a. náð að stinga hnífnum á kaf í vinstra lærið á henni. Hún hefði þá sparkað í hann og náð að teygja sig í þvottakörfu, sem hún notaði til að verjast hnífnum. Hún kvaðst hafa horft í augun á Þorláki, sem hún lýsti sem „svörtum og þöndum eins og í rándýri“. Sú sjón hefði minnt hana á dýralífsþátt með David Attenborough. Hún hefði að endingu áttað sig á því að „leikurinn væri tapaður“, hún væri innikróuð, og hefði látið sig lyppast niður á gólfið. Þá hefði komið þögn og árásarmaðurinn látið sig hverfa. Síminn útataður blóði Konan sagði að árásin hefði verið lengi að líða en í raun líklega ekki varað lengur en nokkrar mínútur. Hún sagði að erfitt hefði verið að hringja því að mikið hefði blætt úr höndunum á henni og síminn því þakinn vökva svo takkarnir virkuðu illa. Þá hefði einnig mikið blætt úr lærinu á henni og hún lagst niður til að minnka blæðinguna. Hún fékk líka skurði yfir bringubein, á handleggjum og í andliti. Konan lýsti því að hún væri enn að glíma við afleiðingar árásarinnar, líkamlegar og andlegar. Hún væri enn að ná upp fullu valdi á annarri hendinni á ný; rithönd hennar hefði breyst og hún væri oft mjög kvalin. Skurðurinn hefði áhrif á allar fínhreyfingar og þá fengi hún einnig verkjaköst í fótinn, sem gerði henni erfitt með gang. Þannig hefði hún ekki getað stundað áhugamál sín; til dæmis sjósund, fjallgöngur og jóga, sem hefði verið henni afar þungbært og tekið sinn toll á andlega líðan hennar. Þá hafi hún sótt tíma í áfallahjálp í kjölfar árásarinnar og farið til vikulega til sálfræðings í framhaldinu. Hún hefði einnig þurft að leita til geðlæknis. Ekki í lífshættu en hefði getað verið það Lögreglumaður sem kom fyrstur að konunni eftir árásina umræddan morgun sagði fyrir dómi að hann hefði mætt henni í dyragættinni. Hún hefði verið alblóðug, föl í framan og greinilega búin að missa mikið blóð. Hann hefði tafarlaust sinnt fyrstu hjálp, sett þrýsting á djúpt sár sem hún var með á lærinu, og lýsti því að mjög mikið blóð hefði verið innandyra. Læknir sem sinnti konunni á Landspítalanum eftir árásina lýsti því við aðalmeðferðina að hún hefði fengið djúpa áverka í árásinni. Hún hefði til dæmis þurft að gangast undir skurðaðgerð, m.a. til að gera að skurði í hægri lófa. Þá hefði hún hlotið skurð í andliti, á hægri hönd, vinstri fótlegg og bringubeini. Læknirinn sagði konuna þó ekki hafa verið í lífshættu þegar hún kom á spítalann eftir árásina. Það væri hins vegar mat læknisins að vopnið sem notað var í árásinni hefði getað veitt lífshættulega áverka. Staðsetning skurðar yfir bringubeini gæfi það m.a. til kynna og því ályktaði læknirinn að árásin hefði verið lífshættuleg. Sagðist lítið muna Þorlákur neitaði sök og sagðist við aðalmeðferðina muna sáralítið eftir atburðarásinni og lýsti því að hann hefði verið í geðrofi umræddan morgun í júní. Þorlákur lýsti þó því litla sem hann sagðist muna við aðalmeðferðina. Hann sagðist muna eftir því að hafa tekið hníf og slegið honum flötum í hönd leigusalans. Hann hefði þá áttað sig á því hvað hann væri að gera, fundist það óþægilegt og hætt. „Ég vildi alls ekki meiða hana, fannst þetta mjög óþægilegt,“ sagði hann. Réttarlæknir sagði þó við aðalmeðferðina að hluti af þeim áverkum sem konan hlaut við árásina kæmi ekki heim og saman við framburð Þorláks um að hann hefði aðeins beitt flötum hluta hnífsins, ekki egginni. Fyrir utan þetta sagðist Þorlákur eiginlega ekkert muna meira, hann hefði verið í geðrofi þennan morguninn. Hann mundi ekki hvaða erindi hann hefði átt í íbúðina og sagðist hvorki hafa reynt að drepa konuna né tilkynnt fyrirætlanir sínar þess efnis. Honum hefði liðið eins og hann væri í geimskipi og séð mikið af ímynduðum táknum úti um allt. Hann hefði svo rankað við sér í fangelsi og hefði verið í nokkurn tíma að átta sig á því hvar hann væri staddur. Lýsti mikilli iðrun Þá áréttaði hann að hann þekkti konuna varla neitt og mundi ekki hvað hann hefði verið að gera heima hjá sér um morguninn áður en hann fór upp til konunnar. Inntur eftir því af hverju hann hefði farið upp sagðist hann hafa verið í einhverju geðrofi og fengið ofskynjanir; heyrt raddir og séð fólk skríða um í kringum húsið. Anna Barbara Andradóttir saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara bar jafnframt undir Þorlák framburð hans í skýrslutöku hjá lögreglu; þar hefði hann sagt að hann hefði heyrt raddir sem hefðu sagst ætla að drepa hann. Hann kvaðst ekki muna nákvæmlega eftir því en sagðist þó ráma í að raddirnar hefðu talað illa til hans og ætlað að gera honum illt. Þorlákur kvaðst þó iðrast mjög mikið og sagði að sér þætti þetta mjög leiðinlegt. Hann hefði ekkert átt sökótt við konuna og skildi raunar ekkert í þessu. Hann hefði átt við langvarandi andleg veikindi að stríða og ekki löngu fyrir árásina verið nauðungarvistaður á geðdeild. Maðurinn kvaðst nú vera í lyfjameðferð við veikindum sínum, sem gengi vel og slokknað hefði á ranghugmyndunum. Hótaði að drepa „þriðja manninn“ Lögreglumaður sem kom fyrstur á vettvang á Langholtsvegi umræddan morgun í júní sagði fyrir dómi að hann hefði heyrt hávaða í kjallara hússins og að Þorlákur hefði komið þar fram með hnífinn. Hann hefði verið í „mjög skrýtnu ástandi“ og sagt að lögregla þyrfti að fara; annars myndi hann „drepa þriðju manneskjuna í dag“. Þá hefði honum verið tíðrætt um tvö börn og sagt að einhverjir væru á eftir honum. Eftir að sérsveitarmenn yfirbuguðu Þorlák með táragasi og svokallaðri boltabyssu hafi hann verið settur í handjárn. Annar lögreglumaður lýsti ástandi Þorláks á svipaðan máta; hann hefði hótað að drepa þriðja manninn þennan dag, verið æstur og ör. Þá hefði fyrst verið grunur um að hann væri með einhvern í íbúðinni hjá sér og hefði hótað að drepa hann en svo reyndist ekki vera. Amfetamínneysla líklega orsök geðrofsins Geðlæknir sem framkvæmdi geðrannsókn á Þorláki í júlí gaf einnig skýrslu við aðalmeðferðina. Læknirinn sagði Þorlák hafa verið haldinn miklum ranghugmyndum og fyrir lægi að hann hefði notað fíkniefni um langt skeið, kókaín og amfetamín. Amfetamín hefði til að mynda mælst mjög mikið í blóði hans nokkrum klukkutímum eftir árásina. Læknirinn mat það svo að Þorlákur hefði verið í geðrofi, sem væri að öllum líkindum framkallað af fíkniefnaneyslu. Þá passaði minnisleysið sem Þorlákur bar fyrir sig vel við slíkt geðrofsástand. Læknirinn sagði Þorlák hafa verið „stjórnlítinn“ í ástandinu en taldi ekki að hann hefði skipulagt að ráðast á konuna. Leifur Runólfsson, verjandi Þorláks, gerði grein fyrir því í málflutningi sínum að sá síðarnefndi væri ekki sakhæfur vegna andlegs ástands, og vísaði til geðrofsins. Geðlæknirinn taldi Þorlák þó þrátt fyrir það sakhæfan. Frelsissvipting í Bríetartúni Hin árásin og frelsissvipting sem Þorlákur var dæmdur fyrir var gegn félaga hans í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Þeir félagarnir höfðu verið úti að borða áður en atburðarásin varð skrýtin. Félaginn lýsti því fyrir dómi að Þorlákur hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. Þorlákur neitaði einnig sök í því máli og kvaðst ekki muna eftir neinu. Frelsissviptingin átti að hafa varið í allt að 17 klukkustundir. Árásin var gerð í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík.Vísir/Egill Árásin var hrottaleg eins og henni er lýst í ákæru og voru einstakir liðir hennar bornir undir Þorlák við aðalmeðferðina. Honum var gefið að sök að hafa kýlt félagann hnefahöggi, lamið hann í fingur með kúbeini, bundið hendur hans og fætur með dragböndum og lamið hann með kúbeininu. Nokkrum klukkustundum síðar hafi hann svo losað manninn og kýlt hann, bundið fætur hans aftur, lamið aftur ítrekað með kúbeini og hótað frekari líkamsmeiðingum. Félaginn hlaut fingurbrot, mar og aðra áverka víðsvegar um líkamann við árásina. Bar upp einkennilegar ásakanir Þorlákur kvaðst ekki muna eftir neinu af þessu og sagðist hafa verið í geðrofi. Hann mundi ekki eftir því að hafa hitt félaga sinn umrætt kvöldið. Þá hefði hann ekki reynt að rifja atburðarásina umrætt kvöld sérstaklega upp og kvaðst ekki vita hvað hann hefði verið að gera í íbúðinni í Bríetartúni þegar lögregla kom á staðinn. Þá tók Þorlákur fram að hann teldi sig aldrei myndu berja þennan félaga sinn eða svipta hann frelsi, þeir hefðu verið kunningjar síðan í æsku. Brotaþolinn, félagi Þorláks, gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Hann staðfesti að þeir hefðu þekkst lengi fyrir árásina og lýsti því að hann hefði ákveðið að mæla sér mót við Þorlák umrætt kvöld í apríl eftir að misskilningur kom upp meðal sameiginlegra vina þeirra. Þeir Þorlákur hefðu farið og borðað saman hamborgara og fengið sér einn bjór. Sá síðarnefndi hefði að því búnu viljað fara heim að sækja eitthvað. Þeir hefðu þá farið í íbúðina að Bríetartúni en félaginn lýsti því að Þorlákur hefði verið í mikilli geðshræringu. Íbúðin hefði verið „í klessu“, honum hefði ekki liðið vel þar inni og viljað fara strax. Þá hefði Þorlákur hins vegar byrjað að bera upp á hann tengsl við fólk sem hann kannaðist ekki við, saka hann um einkennilega hluti og sagt hann hafa leitt sig í gildru. Bundinn á höndum og fótum Um klukkan hálf tvö um nóttina, nokkrum klukkutímum eftir að þeir komu í íbúðina, hefði ofbeldið svo byrjað. Áður hefði Þorlákur látið hann skipta um föt og tekið af honum símann. Félaginn lýsti því að Þorlákur hefði upp úr þurru spurt: „Höfuðið eða höndina?“, náð í kúbein og lamið hann í höndina með því svo hann fingurbrotnaði. Að því búnu hefði hann bundið hann á höndum og fótum og haldið áfram að bera upp á hann ýmsar sakir. Á einhverjum tímapunkti hefði Þorlákur hótað að hann ætlaði að klippa fingurna af félaganum og hella sýru í augun á honum. Þá lýsti félaginn frekara ofbeldi af hálfu Þorláks sem gengið hefði með hléum þangað til síðdegis daginn eftir. Að endingu náði bróðir félagans sambandi við Þorlák og hringdi í kjölfarið á lögreglu. Fékk hálfgert taugaáfall nóttina eftir Félaginn sagði að tvær lögreglukonur hefðu þá komið á vettvang, „á hárréttum tíma“. Hann teldi þær hafa bjargað lífi sínu en hann sagðist hafa óttast um líf sitt á meðan árásinni stóð. Þorlákur var handtekinn á vettvangi en félaginn færður á spítala. Hann lýsti því að hann hefði svo fengið hálfgert taugaáfall nóttina eftir. Hann hefði legið grátandi í margar vikur eftir þetta og ekki getað verið einn, óttast mikið um öryggi sitt og eigi raunar enn erfitt með að vera einn, sérstaklega utandyra eftir myrkur. Hann kvaðst hafa sótt áfallastreitumeðferð og þurft frekari sálfræðiaðstoð. Hann hefði ekki getað sinnt vinnu af fullri getu í kjölfar árásarinnar, átt erfitt með að sofa og dreymt illa. Reykjavík Dómsmál Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Tengdar fréttir Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. 25. nóvember 2020 15:02 Lýsti því eins og í dýralífsþætti þegar hún horfði í augun á árásarmanninum Kona sem varð fyrir hnífaárás í íbúð sinni við Langholtsveg í sumar segist viss um að hún hefði látið lífið í árásinni, sem leigjandi hennar til skamms tíma er ákærður fyrir, ef ekki hefði verið fyrir snör viðbrögð af hennar hálfu. Hún lýsir því að hún hafi vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varðist einnig hnífsstungum með þvottakörfu. Atburðarásin hafi verið óraunveruleg og maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. 27. nóvember 2020 07:00 Fékk „hálfgert taugaáfall“ nóttina eftir sautján tíma frelsissviptingu og barsmíðar Karlmaður á fertugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu gegn félaga sínum í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Félaginn lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að maðurinn hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. 30. nóvember 2020 21:37 Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir skoðar andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira
Fórnarlömbin í málunum tengjast ekki neitt en málin voru flutt í framhaldi hvort af öðru í héraðsdómi. Þorlákur Fannar, sem er á 35. aldursári, á að baki þónokkurn brotaferil og meðal annars fengið átta og sex mánaða fangelsisdóma. Flestir hafa tengst fíkniefnamálum auk þess sem hann hefur verið dæmdur fyrir líkamsárásir. Þorlákur Fannar var ekki viðstaddur dómsuppsöguna en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan seinni líkamsárásin átti sér stað í júní. Sá tími dregst frá fangelsisrefsingu hans. Var hann dæmdur til að greiða konunni rúmar fjórar milljónir króna í miska- og skaðabætur en karlmanninum eina milljón króna. Þá var ævilöng ökuréttindasvipting hans áréttuð, tvö kúbein gerð upptæk og skammtur af amfetamíni. Dómurinn hefur ekki verið birtur en blaðamaður Vísis sat aðalmeðferð málsins. Hér á eftir er farið yfir lýsingar ákærða Þorláks og brotaþola í málunum tveimur. Varðist hnífsstungum með þvottakörfu Árásin á leigusala hans var á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Konan sagðist fyrir dómi viss um að hún hefði látið lífið í árásinni ef ekki hefði verið fyrir snör viðbrögð af hennar hálfu. Hún lýsti því að hún hefði vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varist einnig hnífsstungum með þvottakörfu. Atburðarásin hafi verið óraunveruleg og maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. Klukkan var um níu að morgni og hún kvaðst hafa verið að setja í þvottavél. Sonur hennar hefði verið nýfarinn og allt í mikilli ró. Þá hefði verið knúið á dyr og hún heyrt umgang og karlmannsrödd. Hún hefði fyrst haldið að þar hefði verið á ferðinni nágranni hennar eða maður sem hafði verið að vinna í garðinum. Hún hefði farið fram á gang og séð morgunskímuna koma inn um útidyrnar. Þar hefði hún séð hávaxinn mann í svörtum fötum, sem hefði þá öskrað: „Ég veit hvað þú gerðir í gær, ég ætla að drepa þig.“ Eins og í Hitchcock-mynd, Matrix og dýralífsþætti Konan sagði manninn, sem hún sagðist hafa séð að væri leigjandinn í kjallaranum, hafa komið á móti henni með stóran hníf og hoggið í átt að höfðinu á henni. Aðstæðunum lýsti hún eins og „Hitchcock-mynd“. Hún hefði gripið í hnífinn og rykkt honum til hliðar og við það fengið djúpan skurð í lófann. Konan kvaðst hafa varist ítrekuðum atlögum Þorláks og náð að sveigja sig oftsinnis aftur á bak undan hnífnum. Þetta hefði verið óraunverulegt og henni liðið eins og hún væri stödd í kvikmyndinni The Matrix þegar hún tók að minnsta kosti þrjár „bakdýfur“ undan hnífshöggunum, sem beinst hefðu að hálsi hennar. Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem aðalmeðferðin fór fram. Leifur Runólfsson, verjandi Þorláks, er lengst til hægri á mynd og fyrir miðju situr Guðjón Marteinsson, héraðsdómari.Vísir/Stína Hún hefði loks bakkað undan Þorláki inn á bað, þar sem hann hefði m.a. náð að stinga hnífnum á kaf í vinstra lærið á henni. Hún hefði þá sparkað í hann og náð að teygja sig í þvottakörfu, sem hún notaði til að verjast hnífnum. Hún kvaðst hafa horft í augun á Þorláki, sem hún lýsti sem „svörtum og þöndum eins og í rándýri“. Sú sjón hefði minnt hana á dýralífsþátt með David Attenborough. Hún hefði að endingu áttað sig á því að „leikurinn væri tapaður“, hún væri innikróuð, og hefði látið sig lyppast niður á gólfið. Þá hefði komið þögn og árásarmaðurinn látið sig hverfa. Síminn útataður blóði Konan sagði að árásin hefði verið lengi að líða en í raun líklega ekki varað lengur en nokkrar mínútur. Hún sagði að erfitt hefði verið að hringja því að mikið hefði blætt úr höndunum á henni og síminn því þakinn vökva svo takkarnir virkuðu illa. Þá hefði einnig mikið blætt úr lærinu á henni og hún lagst niður til að minnka blæðinguna. Hún fékk líka skurði yfir bringubein, á handleggjum og í andliti. Konan lýsti því að hún væri enn að glíma við afleiðingar árásarinnar, líkamlegar og andlegar. Hún væri enn að ná upp fullu valdi á annarri hendinni á ný; rithönd hennar hefði breyst og hún væri oft mjög kvalin. Skurðurinn hefði áhrif á allar fínhreyfingar og þá fengi hún einnig verkjaköst í fótinn, sem gerði henni erfitt með gang. Þannig hefði hún ekki getað stundað áhugamál sín; til dæmis sjósund, fjallgöngur og jóga, sem hefði verið henni afar þungbært og tekið sinn toll á andlega líðan hennar. Þá hafi hún sótt tíma í áfallahjálp í kjölfar árásarinnar og farið til vikulega til sálfræðings í framhaldinu. Hún hefði einnig þurft að leita til geðlæknis. Ekki í lífshættu en hefði getað verið það Lögreglumaður sem kom fyrstur að konunni eftir árásina umræddan morgun sagði fyrir dómi að hann hefði mætt henni í dyragættinni. Hún hefði verið alblóðug, föl í framan og greinilega búin að missa mikið blóð. Hann hefði tafarlaust sinnt fyrstu hjálp, sett þrýsting á djúpt sár sem hún var með á lærinu, og lýsti því að mjög mikið blóð hefði verið innandyra. Læknir sem sinnti konunni á Landspítalanum eftir árásina lýsti því við aðalmeðferðina að hún hefði fengið djúpa áverka í árásinni. Hún hefði til dæmis þurft að gangast undir skurðaðgerð, m.a. til að gera að skurði í hægri lófa. Þá hefði hún hlotið skurð í andliti, á hægri hönd, vinstri fótlegg og bringubeini. Læknirinn sagði konuna þó ekki hafa verið í lífshættu þegar hún kom á spítalann eftir árásina. Það væri hins vegar mat læknisins að vopnið sem notað var í árásinni hefði getað veitt lífshættulega áverka. Staðsetning skurðar yfir bringubeini gæfi það m.a. til kynna og því ályktaði læknirinn að árásin hefði verið lífshættuleg. Sagðist lítið muna Þorlákur neitaði sök og sagðist við aðalmeðferðina muna sáralítið eftir atburðarásinni og lýsti því að hann hefði verið í geðrofi umræddan morgun í júní. Þorlákur lýsti þó því litla sem hann sagðist muna við aðalmeðferðina. Hann sagðist muna eftir því að hafa tekið hníf og slegið honum flötum í hönd leigusalans. Hann hefði þá áttað sig á því hvað hann væri að gera, fundist það óþægilegt og hætt. „Ég vildi alls ekki meiða hana, fannst þetta mjög óþægilegt,“ sagði hann. Réttarlæknir sagði þó við aðalmeðferðina að hluti af þeim áverkum sem konan hlaut við árásina kæmi ekki heim og saman við framburð Þorláks um að hann hefði aðeins beitt flötum hluta hnífsins, ekki egginni. Fyrir utan þetta sagðist Þorlákur eiginlega ekkert muna meira, hann hefði verið í geðrofi þennan morguninn. Hann mundi ekki hvaða erindi hann hefði átt í íbúðina og sagðist hvorki hafa reynt að drepa konuna né tilkynnt fyrirætlanir sínar þess efnis. Honum hefði liðið eins og hann væri í geimskipi og séð mikið af ímynduðum táknum úti um allt. Hann hefði svo rankað við sér í fangelsi og hefði verið í nokkurn tíma að átta sig á því hvar hann væri staddur. Lýsti mikilli iðrun Þá áréttaði hann að hann þekkti konuna varla neitt og mundi ekki hvað hann hefði verið að gera heima hjá sér um morguninn áður en hann fór upp til konunnar. Inntur eftir því af hverju hann hefði farið upp sagðist hann hafa verið í einhverju geðrofi og fengið ofskynjanir; heyrt raddir og séð fólk skríða um í kringum húsið. Anna Barbara Andradóttir saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara bar jafnframt undir Þorlák framburð hans í skýrslutöku hjá lögreglu; þar hefði hann sagt að hann hefði heyrt raddir sem hefðu sagst ætla að drepa hann. Hann kvaðst ekki muna nákvæmlega eftir því en sagðist þó ráma í að raddirnar hefðu talað illa til hans og ætlað að gera honum illt. Þorlákur kvaðst þó iðrast mjög mikið og sagði að sér þætti þetta mjög leiðinlegt. Hann hefði ekkert átt sökótt við konuna og skildi raunar ekkert í þessu. Hann hefði átt við langvarandi andleg veikindi að stríða og ekki löngu fyrir árásina verið nauðungarvistaður á geðdeild. Maðurinn kvaðst nú vera í lyfjameðferð við veikindum sínum, sem gengi vel og slokknað hefði á ranghugmyndunum. Hótaði að drepa „þriðja manninn“ Lögreglumaður sem kom fyrstur á vettvang á Langholtsvegi umræddan morgun í júní sagði fyrir dómi að hann hefði heyrt hávaða í kjallara hússins og að Þorlákur hefði komið þar fram með hnífinn. Hann hefði verið í „mjög skrýtnu ástandi“ og sagt að lögregla þyrfti að fara; annars myndi hann „drepa þriðju manneskjuna í dag“. Þá hefði honum verið tíðrætt um tvö börn og sagt að einhverjir væru á eftir honum. Eftir að sérsveitarmenn yfirbuguðu Þorlák með táragasi og svokallaðri boltabyssu hafi hann verið settur í handjárn. Annar lögreglumaður lýsti ástandi Þorláks á svipaðan máta; hann hefði hótað að drepa þriðja manninn þennan dag, verið æstur og ör. Þá hefði fyrst verið grunur um að hann væri með einhvern í íbúðinni hjá sér og hefði hótað að drepa hann en svo reyndist ekki vera. Amfetamínneysla líklega orsök geðrofsins Geðlæknir sem framkvæmdi geðrannsókn á Þorláki í júlí gaf einnig skýrslu við aðalmeðferðina. Læknirinn sagði Þorlák hafa verið haldinn miklum ranghugmyndum og fyrir lægi að hann hefði notað fíkniefni um langt skeið, kókaín og amfetamín. Amfetamín hefði til að mynda mælst mjög mikið í blóði hans nokkrum klukkutímum eftir árásina. Læknirinn mat það svo að Þorlákur hefði verið í geðrofi, sem væri að öllum líkindum framkallað af fíkniefnaneyslu. Þá passaði minnisleysið sem Þorlákur bar fyrir sig vel við slíkt geðrofsástand. Læknirinn sagði Þorlák hafa verið „stjórnlítinn“ í ástandinu en taldi ekki að hann hefði skipulagt að ráðast á konuna. Leifur Runólfsson, verjandi Þorláks, gerði grein fyrir því í málflutningi sínum að sá síðarnefndi væri ekki sakhæfur vegna andlegs ástands, og vísaði til geðrofsins. Geðlæknirinn taldi Þorlák þó þrátt fyrir það sakhæfan. Frelsissvipting í Bríetartúni Hin árásin og frelsissvipting sem Þorlákur var dæmdur fyrir var gegn félaga hans í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Þeir félagarnir höfðu verið úti að borða áður en atburðarásin varð skrýtin. Félaginn lýsti því fyrir dómi að Þorlákur hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. Þorlákur neitaði einnig sök í því máli og kvaðst ekki muna eftir neinu. Frelsissviptingin átti að hafa varið í allt að 17 klukkustundir. Árásin var gerð í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík.Vísir/Egill Árásin var hrottaleg eins og henni er lýst í ákæru og voru einstakir liðir hennar bornir undir Þorlák við aðalmeðferðina. Honum var gefið að sök að hafa kýlt félagann hnefahöggi, lamið hann í fingur með kúbeini, bundið hendur hans og fætur með dragböndum og lamið hann með kúbeininu. Nokkrum klukkustundum síðar hafi hann svo losað manninn og kýlt hann, bundið fætur hans aftur, lamið aftur ítrekað með kúbeini og hótað frekari líkamsmeiðingum. Félaginn hlaut fingurbrot, mar og aðra áverka víðsvegar um líkamann við árásina. Bar upp einkennilegar ásakanir Þorlákur kvaðst ekki muna eftir neinu af þessu og sagðist hafa verið í geðrofi. Hann mundi ekki eftir því að hafa hitt félaga sinn umrætt kvöldið. Þá hefði hann ekki reynt að rifja atburðarásina umrætt kvöld sérstaklega upp og kvaðst ekki vita hvað hann hefði verið að gera í íbúðinni í Bríetartúni þegar lögregla kom á staðinn. Þá tók Þorlákur fram að hann teldi sig aldrei myndu berja þennan félaga sinn eða svipta hann frelsi, þeir hefðu verið kunningjar síðan í æsku. Brotaþolinn, félagi Þorláks, gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Hann staðfesti að þeir hefðu þekkst lengi fyrir árásina og lýsti því að hann hefði ákveðið að mæla sér mót við Þorlák umrætt kvöld í apríl eftir að misskilningur kom upp meðal sameiginlegra vina þeirra. Þeir Þorlákur hefðu farið og borðað saman hamborgara og fengið sér einn bjór. Sá síðarnefndi hefði að því búnu viljað fara heim að sækja eitthvað. Þeir hefðu þá farið í íbúðina að Bríetartúni en félaginn lýsti því að Þorlákur hefði verið í mikilli geðshræringu. Íbúðin hefði verið „í klessu“, honum hefði ekki liðið vel þar inni og viljað fara strax. Þá hefði Þorlákur hins vegar byrjað að bera upp á hann tengsl við fólk sem hann kannaðist ekki við, saka hann um einkennilega hluti og sagt hann hafa leitt sig í gildru. Bundinn á höndum og fótum Um klukkan hálf tvö um nóttina, nokkrum klukkutímum eftir að þeir komu í íbúðina, hefði ofbeldið svo byrjað. Áður hefði Þorlákur látið hann skipta um föt og tekið af honum símann. Félaginn lýsti því að Þorlákur hefði upp úr þurru spurt: „Höfuðið eða höndina?“, náð í kúbein og lamið hann í höndina með því svo hann fingurbrotnaði. Að því búnu hefði hann bundið hann á höndum og fótum og haldið áfram að bera upp á hann ýmsar sakir. Á einhverjum tímapunkti hefði Þorlákur hótað að hann ætlaði að klippa fingurna af félaganum og hella sýru í augun á honum. Þá lýsti félaginn frekara ofbeldi af hálfu Þorláks sem gengið hefði með hléum þangað til síðdegis daginn eftir. Að endingu náði bróðir félagans sambandi við Þorlák og hringdi í kjölfarið á lögreglu. Fékk hálfgert taugaáfall nóttina eftir Félaginn sagði að tvær lögreglukonur hefðu þá komið á vettvang, „á hárréttum tíma“. Hann teldi þær hafa bjargað lífi sínu en hann sagðist hafa óttast um líf sitt á meðan árásinni stóð. Þorlákur var handtekinn á vettvangi en félaginn færður á spítala. Hann lýsti því að hann hefði svo fengið hálfgert taugaáfall nóttina eftir. Hann hefði legið grátandi í margar vikur eftir þetta og ekki getað verið einn, óttast mikið um öryggi sitt og eigi raunar enn erfitt með að vera einn, sérstaklega utandyra eftir myrkur. Hann kvaðst hafa sótt áfallastreitumeðferð og þurft frekari sálfræðiaðstoð. Hann hefði ekki getað sinnt vinnu af fullri getu í kjölfar árásarinnar, átt erfitt með að sofa og dreymt illa.
Reykjavík Dómsmál Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Tengdar fréttir Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. 25. nóvember 2020 15:02 Lýsti því eins og í dýralífsþætti þegar hún horfði í augun á árásarmanninum Kona sem varð fyrir hnífaárás í íbúð sinni við Langholtsveg í sumar segist viss um að hún hefði látið lífið í árásinni, sem leigjandi hennar til skamms tíma er ákærður fyrir, ef ekki hefði verið fyrir snör viðbrögð af hennar hálfu. Hún lýsir því að hún hafi vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varðist einnig hnífsstungum með þvottakörfu. Atburðarásin hafi verið óraunveruleg og maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. 27. nóvember 2020 07:00 Fékk „hálfgert taugaáfall“ nóttina eftir sautján tíma frelsissviptingu og barsmíðar Karlmaður á fertugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu gegn félaga sínum í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Félaginn lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að maðurinn hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. 30. nóvember 2020 21:37 Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir skoðar andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira
Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. 25. nóvember 2020 15:02
Lýsti því eins og í dýralífsþætti þegar hún horfði í augun á árásarmanninum Kona sem varð fyrir hnífaárás í íbúð sinni við Langholtsveg í sumar segist viss um að hún hefði látið lífið í árásinni, sem leigjandi hennar til skamms tíma er ákærður fyrir, ef ekki hefði verið fyrir snör viðbrögð af hennar hálfu. Hún lýsir því að hún hafi vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varðist einnig hnífsstungum með þvottakörfu. Atburðarásin hafi verið óraunveruleg og maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. 27. nóvember 2020 07:00
Fékk „hálfgert taugaáfall“ nóttina eftir sautján tíma frelsissviptingu og barsmíðar Karlmaður á fertugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu gegn félaga sínum í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Félaginn lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að maðurinn hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. 30. nóvember 2020 21:37
Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30