Ekkert mark frá íslensku línumönnunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2021 13:30 Arnar Freyr Arnarsson hafði hægt um sig í íslensku sókninni gegn Portúgal. vísir/vilhelm Línumenn íslenska handboltalandsliðsins skoruðu ekki mark í tapinu fyrir Portúgal, 26-24, í undankeppni EM 2022 í gær. Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson skoraði eina mark íslenska liðsins af línu í leiknum. Arnar Freyr Arnarsson lék á línunni nánast allan fyrri hálfleikinn og Kári Kristján Kristjánsson tók svo stöðu hans í seinni hálfleik. Þeim tókst ekki að skora og raunar átti hvorugur þeirra skot að marki í leiknum í gær. Þeir fiskuðu sitt hvort vítakastið. Sé litið á skotdreifingu íslenska liðsins í leiknum í gær samkvæmt HB Statz komu aðeins tvö prósent skota þess af línunni. Hins vegar komu 24 prósent skota Portúgals af línu, jafn mörg og fyrir utan. Fjörtíu prósent skota íslenska liðsins voru aftur á móti fyrir utan. Eina mark Íslands af línu í leiknum skoraði Arnór þegar hann fylgdi eftir eigin vítakasti sem Alfredo Quintana varði frá honum í fyrri hálfleik. Það var eitt þriggja víta sem fóru í súginn hjá íslenska liðinu í gær. Ekki nýtt vandamál Undanfarin ár hefur íslenska liðið sárlega vantað fleiri mörk af línunni svo vandamálið er ekki nýtt af nálinni. Á HM 2019 lék Arnar Freyr að mestu á línunni og skoraði tólf mörk í átta leikjum. Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk en lék ekki mikið á mótinu. Til að freista þess að auka sóknaraflið á línunni hóaði Guðmundur Guðmundsson aftur í Kára fyrir EM 2020. Eyjamaðurinn var frábær í sigrinum á Dönum í fyrsta leik EM og skoraði fjögur mörk. Hann náði ekki alveg að fylgja því eftir og skoraði ellefu mörk í hinum sex leikjum Íslands á mótinu. Hinir línumennirnir, Arnar Freyr, Ýmir Örn Gíslason og Sveinn Jóhannsson, skoruðu einungis fimm mörk samanlagt á EM. Í stórsigrinum á Litáen, 36-20, í undankeppni EM í nóvember á síðasta ári skoraði Ísland aðeins þrjú mörk úr sjö skotum af línunni. Arnar Freyr skoraði tvö þeirra en þurfti til þess fimm skot. Í HM-hópi Guðmundar eru fjórir línumenn; Arnar Freyr, Kári, Ýmir og svo Elliði Snær Viðarsson sem fór ekki með til Portúgals. Sá síðastnefndi er kannski þekktari fyrir góðan varnarleik og að vera snöggur fram en fyrir að vera sóknarlínumaður en hefur staðið sig með miklum ágætum á sínu fyrsta tímabili hjá þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Athyglisvert verður að sjá hvort hann fái tækifæri gegn Portúgal á Ásvöllum á sunnudaginn. EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Arnar Freyr Arnarsson lék á línunni nánast allan fyrri hálfleikinn og Kári Kristján Kristjánsson tók svo stöðu hans í seinni hálfleik. Þeim tókst ekki að skora og raunar átti hvorugur þeirra skot að marki í leiknum í gær. Þeir fiskuðu sitt hvort vítakastið. Sé litið á skotdreifingu íslenska liðsins í leiknum í gær samkvæmt HB Statz komu aðeins tvö prósent skota þess af línunni. Hins vegar komu 24 prósent skota Portúgals af línu, jafn mörg og fyrir utan. Fjörtíu prósent skota íslenska liðsins voru aftur á móti fyrir utan. Eina mark Íslands af línu í leiknum skoraði Arnór þegar hann fylgdi eftir eigin vítakasti sem Alfredo Quintana varði frá honum í fyrri hálfleik. Það var eitt þriggja víta sem fóru í súginn hjá íslenska liðinu í gær. Ekki nýtt vandamál Undanfarin ár hefur íslenska liðið sárlega vantað fleiri mörk af línunni svo vandamálið er ekki nýtt af nálinni. Á HM 2019 lék Arnar Freyr að mestu á línunni og skoraði tólf mörk í átta leikjum. Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk en lék ekki mikið á mótinu. Til að freista þess að auka sóknaraflið á línunni hóaði Guðmundur Guðmundsson aftur í Kára fyrir EM 2020. Eyjamaðurinn var frábær í sigrinum á Dönum í fyrsta leik EM og skoraði fjögur mörk. Hann náði ekki alveg að fylgja því eftir og skoraði ellefu mörk í hinum sex leikjum Íslands á mótinu. Hinir línumennirnir, Arnar Freyr, Ýmir Örn Gíslason og Sveinn Jóhannsson, skoruðu einungis fimm mörk samanlagt á EM. Í stórsigrinum á Litáen, 36-20, í undankeppni EM í nóvember á síðasta ári skoraði Ísland aðeins þrjú mörk úr sjö skotum af línunni. Arnar Freyr skoraði tvö þeirra en þurfti til þess fimm skot. Í HM-hópi Guðmundar eru fjórir línumenn; Arnar Freyr, Kári, Ýmir og svo Elliði Snær Viðarsson sem fór ekki með til Portúgals. Sá síðastnefndi er kannski þekktari fyrir góðan varnarleik og að vera snöggur fram en fyrir að vera sóknarlínumaður en hefur staðið sig með miklum ágætum á sínu fyrsta tímabili hjá þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Athyglisvert verður að sjá hvort hann fái tækifæri gegn Portúgal á Ásvöllum á sunnudaginn.
EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00
Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30
Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21