Stafrænt ferðalag þjóðar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. janúar 2021 07:01 Stafræn tækni snertir okkur meira og minna öll í okkar daglega lífi. Þessi tækni færðist mun nær okkur eftir að við flest tókum okkur snjallsíma í hönd. Tæki sem hefur fært okkur nær hvert öðru óháð tengslum og jafnvel án meðvitaðrar ákvörðunar. Veruleiki stafræna heimsins breytist hratt og hefur fært okkur mörg inn á áður óþekktar slóðir, allt í gegnum tæki sem eitt sinn var ósköp einfaldur sími. Umbreytingin sem nú á sér stað teygir anga sína út í allt samfélagið og inn í allar þjónustugáttir, jafnt hins opinbera sem og einkageirans. Við slíka umbreytingu eru ákveðnar grunnstoðir, sem eru lykill af því að vel takist til. Stafrænni umbyltingu fylgir ný þekking og krafa um nýja færni. Við þessu þarf að bregðast. Menntakerfið er lykillinn Þar gegnir menntakerfið okkar gríðarlega mikilvægu hlutverki. Það má ekki láta reka á reiðanum, heldur er mikilvægt að standa í stafni og leiða för. Þegar litið er til nágrannaþjóða okkar sjáum við að þau hafa brugðist við af krafti til að takast á við örar breytingar í stafrænum lausnum. Þær hafa sett sér öfluga stefnu og markað sýn varðandi þróun stafrænnar tækni. Rík áhersla er lögð á metnaðarfulla menntastefnu sem tekur einvörðungu utan um stafræna færni og þekkingu. Allt frá byrjun skólagöngu til háskólanáms en ekki síður til sí- og endurmenntunar til þess að geta mætt umbreytingu starfa með aukinni færni þeirra sem þegar eru á vinnumarkaði. Endurmenntun kennara - færni til framtíðar Umbreytingin kallar á endurmenntun kennara með markvissum hætti. Skilgreina þarf hvaða þættir eru kennurum mikilvægir til þess að þeir geti miðlað þekkingu um stafræna tækni og aukið færni komandi kynslóða. M.a. þurfa allir kennarar að öðlast lágmarksfærni í tækninni sjálfri til að geta skilið virknina og fjallað um hana. Þeir þættir sem þjóðir heims hafa sammælst um að skipti hvað mestu máli eru; færni í skapandi hugsun og nýsköpun, samskiptum og samvinnu, færni til að vinna úr upplýsingum og afla sér þekkingar, færni í lausnamiðaðri ákvarðanartöku og getu til frumkvæðis í ákvörðunartöku, stafrænni þátttöku og ákveðin færni í tækniaðgerðum og lausnum. Þetta þýðir í raun allsherjar innleiðingu stafrænnar færni inn í menntakerfið og er full ástæða til. Til þess að halda í við þróun stafrænnar tækni þarf menntakerfið að stíga í takt. Menntamálaráðherra þarf að sýna forystu Við þurfum að efla til samstillts átaks stjórnvalda og atvinnulífs. Menntamálaráðherra þarf að taka þar forystu og marka stefnu í stafrænni færni til framtíðar. Það þýðir markmið með mælanlegum viðmiðum og innspýtingu inni í skólakerfið allt, þar sem stafrænni færni er gefið vægi til þess að við getum gengið í takt við örar breytingar samfélagsins. Ef þarna verður slegið slöku við verum við eftirbátar nágrannaþjóða og ósamkeppnishæf þegar kemur að þekkingu stafrænnar tækni. Við eigum að setja okkur háleit markmið um að vera ekki einungis notendur heldur áhrifavaldar í framþróuninni sjálfri. Til þess þarf framúrskarandi menntakerfi sem styður við alla þá þætti sem styrkja stafræna færni okkar allra. Tæknilæsi er jafnréttismál Tæknilæsi almennings er gríðarlega mikilvægt jafnréttis- og byggðamál þar sem færni greiðir og jafnar um leið aðgengi allra að þjónustu sem umbreytist hraðar en við áttum okkur á. Nú hafa sveitarfélög landsins tekið höndum saman til að efla stafræna þjónustu innan stjórnsýslunnar og álíka átak er hafið hjá ríkinu. Samhliða þessu þarf að mennta þjóðina til þess að gera öllum kleift að nýta sér þjónustu, óháð staðsetningu eða búsetu. Það þarf að gera æsku landsins færa um að stíga inn í þróun og sköpun stafrænnar tækni og veita almenningi þá fræðslu, menntun og þjálfun sem til þarf til að geta nýtt sér stafræna þjónustu. Nýverið lagði menntamálaráðherra fram menntastefnu til ársins 2030. Í þeirri stefnu vantar sárlega upp á að tekin séu nægjanlega stór skref til að efla tæknilæsi þjóðarinnar. Þar verður ráðherra að gera betur ef duga skal. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Stafræn tækni snertir okkur meira og minna öll í okkar daglega lífi. Þessi tækni færðist mun nær okkur eftir að við flest tókum okkur snjallsíma í hönd. Tæki sem hefur fært okkur nær hvert öðru óháð tengslum og jafnvel án meðvitaðrar ákvörðunar. Veruleiki stafræna heimsins breytist hratt og hefur fært okkur mörg inn á áður óþekktar slóðir, allt í gegnum tæki sem eitt sinn var ósköp einfaldur sími. Umbreytingin sem nú á sér stað teygir anga sína út í allt samfélagið og inn í allar þjónustugáttir, jafnt hins opinbera sem og einkageirans. Við slíka umbreytingu eru ákveðnar grunnstoðir, sem eru lykill af því að vel takist til. Stafrænni umbyltingu fylgir ný þekking og krafa um nýja færni. Við þessu þarf að bregðast. Menntakerfið er lykillinn Þar gegnir menntakerfið okkar gríðarlega mikilvægu hlutverki. Það má ekki láta reka á reiðanum, heldur er mikilvægt að standa í stafni og leiða för. Þegar litið er til nágrannaþjóða okkar sjáum við að þau hafa brugðist við af krafti til að takast á við örar breytingar í stafrænum lausnum. Þær hafa sett sér öfluga stefnu og markað sýn varðandi þróun stafrænnar tækni. Rík áhersla er lögð á metnaðarfulla menntastefnu sem tekur einvörðungu utan um stafræna færni og þekkingu. Allt frá byrjun skólagöngu til háskólanáms en ekki síður til sí- og endurmenntunar til þess að geta mætt umbreytingu starfa með aukinni færni þeirra sem þegar eru á vinnumarkaði. Endurmenntun kennara - færni til framtíðar Umbreytingin kallar á endurmenntun kennara með markvissum hætti. Skilgreina þarf hvaða þættir eru kennurum mikilvægir til þess að þeir geti miðlað þekkingu um stafræna tækni og aukið færni komandi kynslóða. M.a. þurfa allir kennarar að öðlast lágmarksfærni í tækninni sjálfri til að geta skilið virknina og fjallað um hana. Þeir þættir sem þjóðir heims hafa sammælst um að skipti hvað mestu máli eru; færni í skapandi hugsun og nýsköpun, samskiptum og samvinnu, færni til að vinna úr upplýsingum og afla sér þekkingar, færni í lausnamiðaðri ákvarðanartöku og getu til frumkvæðis í ákvörðunartöku, stafrænni þátttöku og ákveðin færni í tækniaðgerðum og lausnum. Þetta þýðir í raun allsherjar innleiðingu stafrænnar færni inn í menntakerfið og er full ástæða til. Til þess að halda í við þróun stafrænnar tækni þarf menntakerfið að stíga í takt. Menntamálaráðherra þarf að sýna forystu Við þurfum að efla til samstillts átaks stjórnvalda og atvinnulífs. Menntamálaráðherra þarf að taka þar forystu og marka stefnu í stafrænni færni til framtíðar. Það þýðir markmið með mælanlegum viðmiðum og innspýtingu inni í skólakerfið allt, þar sem stafrænni færni er gefið vægi til þess að við getum gengið í takt við örar breytingar samfélagsins. Ef þarna verður slegið slöku við verum við eftirbátar nágrannaþjóða og ósamkeppnishæf þegar kemur að þekkingu stafrænnar tækni. Við eigum að setja okkur háleit markmið um að vera ekki einungis notendur heldur áhrifavaldar í framþróuninni sjálfri. Til þess þarf framúrskarandi menntakerfi sem styður við alla þá þætti sem styrkja stafræna færni okkar allra. Tæknilæsi er jafnréttismál Tæknilæsi almennings er gríðarlega mikilvægt jafnréttis- og byggðamál þar sem færni greiðir og jafnar um leið aðgengi allra að þjónustu sem umbreytist hraðar en við áttum okkur á. Nú hafa sveitarfélög landsins tekið höndum saman til að efla stafræna þjónustu innan stjórnsýslunnar og álíka átak er hafið hjá ríkinu. Samhliða þessu þarf að mennta þjóðina til þess að gera öllum kleift að nýta sér þjónustu, óháð staðsetningu eða búsetu. Það þarf að gera æsku landsins færa um að stíga inn í þróun og sköpun stafrænnar tækni og veita almenningi þá fræðslu, menntun og þjálfun sem til þarf til að geta nýtt sér stafræna þjónustu. Nýverið lagði menntamálaráðherra fram menntastefnu til ársins 2030. Í þeirri stefnu vantar sárlega upp á að tekin séu nægjanlega stór skref til að efla tæknilæsi þjóðarinnar. Þar verður ráðherra að gera betur ef duga skal. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun