Samkvæmt tilkynningu er annar hinna smituðu búsettur á Húsavík og hinn í Skútustaðahreppi. Þá eru tveir í sóttkví í fjórðungnum, einn á Húsavík og einn á Akureyri, og tengjast báðir smituðum á landamærum.
Lögregla hvetur alla til að sinna áfram persónulegum sóttvörnum og fylgja sóttvarnareglum.