Skutu flugeldum á endurnar á Tjörninni Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2021 13:59 Ungir menn hafa gert sér það að leik að undanförnu að skjóta flugeldum og kínverjum að fuglunum sem hafa fundið sér athvarf á Tjörninni í miðborg Reykjavíkur. vísir/hanna Íbúum við Tjörnina er brugðið en ungir menn hafa sést þar við þann ljóta leik að kveikja á flugeldum og kínverjum og beina að fuglalífi sem þar er. Vísir ræddi við einn þeirra sem býr í grennd við Tjörnina sem segir að þetta hafi hent nokkrum sinnum að undanförnu. Í gærkvöldi hafi þrír menn undir tvítugu komið á fínum Lexus-bíl, ekið á móti umferð, stokkið út og leikið þennan leik. Viðmælandi Vísis segist hafa tilkynnt þetta til lögreglu en ekki er um málið getið í dagbók hennar nú í morgun. Íbúinn segir afar sorglegt að horfa uppá þetta sem megi heita nöturleg tómstundariðja og megi jafnvel flokka sem einskonar dýraníð. Ekki fylgir sögunni hvort mennirnir hafi með athæfi sínu náð að meiða fuglana, sem oftast eru kallaðir endurnar á Tjörninni, þó þar finnist fleiri tegundir svo sem svanir og gæsir, en ljóst er að mikil styggð hefur við þennan hávaða og eldglæringar komist í fuglahópinn sem á sér einskis ills von. Að sögn lögreglunnar barst tilkynning um atvik af þessu tagi klukkan rúmlega eitt í nótt. Þegar lögreglu bar að var engin ummerki að sjá og hinir meintu dýraplagar á bak og burt. Í samtali við Vísi segir Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu nokkuð um tilkynningar þessa efnis; að menn séu að fara gáleysislega með eldfæri en í dag er Þrettándinn og við búið að hrollur sé í skotglöðum. Dýr Flugeldar Lögreglumál Reykjavík Fuglar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram. 1. janúar 2021 18:58 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Vísir ræddi við einn þeirra sem býr í grennd við Tjörnina sem segir að þetta hafi hent nokkrum sinnum að undanförnu. Í gærkvöldi hafi þrír menn undir tvítugu komið á fínum Lexus-bíl, ekið á móti umferð, stokkið út og leikið þennan leik. Viðmælandi Vísis segist hafa tilkynnt þetta til lögreglu en ekki er um málið getið í dagbók hennar nú í morgun. Íbúinn segir afar sorglegt að horfa uppá þetta sem megi heita nöturleg tómstundariðja og megi jafnvel flokka sem einskonar dýraníð. Ekki fylgir sögunni hvort mennirnir hafi með athæfi sínu náð að meiða fuglana, sem oftast eru kallaðir endurnar á Tjörninni, þó þar finnist fleiri tegundir svo sem svanir og gæsir, en ljóst er að mikil styggð hefur við þennan hávaða og eldglæringar komist í fuglahópinn sem á sér einskis ills von. Að sögn lögreglunnar barst tilkynning um atvik af þessu tagi klukkan rúmlega eitt í nótt. Þegar lögreglu bar að var engin ummerki að sjá og hinir meintu dýraplagar á bak og burt. Í samtali við Vísi segir Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu nokkuð um tilkynningar þessa efnis; að menn séu að fara gáleysislega með eldfæri en í dag er Þrettándinn og við búið að hrollur sé í skotglöðum.
Dýr Flugeldar Lögreglumál Reykjavík Fuglar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram. 1. janúar 2021 18:58 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35
Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram. 1. janúar 2021 18:58