„Líklega verða börn oftar send heim“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. janúar 2021 13:15 Formaður félags stjórnenda leikskóla er ekki sammála skóla og frístundasviði borgarinnar um að stytting vinnuvikunnar án viðbótarfjármagns muni ekki bitna á þjónustu. Fyrirséð sé að börnin verði oftar send fyrr heim. Vísir/Vilhelm Fyrirséð er að þjónusta í leikskólum muni skerðast við útfærslu styttingar vinnuvikunnar því viðbótarfjármagn fylgir ekki með framkvæmdinni. Líklega verða börn oftar send fyrr heim vegna svokallaðrar fáliðunarstefnu. Þetta segir formaður Félags stjórnenda leikskóla. 1. janúar tók gildi stytting vinnuvikunnar hjá leikskólum. Í skriflegu svari frá skóla-og frístundasviði borgarinnar segir að flestir leikskólar hafi þegar innleitt 36 stunda vinnuviku. Í nokkrum leikskólum hafi þó ekki verið hægt að innleiða styttinguna til fulls. Fjármagn fylgir ekki styttingunni en í svarinu kemur fram að þjónusta leikskólanna muni ekki skerðast. Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, var spurður hvort stytting vinnuvikunnar á leikskólum án fjármagns þýddi ekki annað hvort þjónustuskerðing eða aukið vinnuálag. „Álaginu yrði mætt. Það eru til leiðir sem stjórnendur hafa og það er fáliðunarstefna, sem hún er oft kölluð. Þegar vantar starfsfólk og starfsemin er farin að ógna öryggi nemenda okkar þá er það leið að senda börn heim. Það hefur verið gert í gegnum tíðina þegar vantar starfsfólk og sú fáliðunaráætlun er ekkert að breytast og líklega verða börn oftar send heim.“ Þjónustuskerðing sé því fyrirsjáanleg afleiðing. „Nú er verið að stytta vinnuvikuna hjá öllum innan leikskólans og ef eru mikil veikindi eða vantar starfsfólk fyrir þá þarf að leysa málin með því að senda börnin heim.“ Sigurður Sigurjónsson er formaður félags stjórnenda leikskóla.Aðsend „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur“ Sigurður segir að það sé ósanngjarnt að öll vinnan við útfærslu þessa samningsatriðis dæmist að því er virðist eingöngu á leikskólana. Tveir séu aðilar að samningnum og beri ábyrgð á útfærslu þess sem um var samið. „Þetta er líka verkefni sveitarfélaganna. Ef þetta gengur ekki og ef koma upp hnökrar þá þurfa aðilar að finna leiðir til að leysa þá hnökra. Það er ekki hægt að leggja það á skólana eina að finna leiðir að því að leysa úr þessum hnútum. Sveitarfélögin verða að koma að því líka.“ Sigurður segir að þetta erfiða verkefni hafi jafnvel yfirskyggt viðbrögð leikskólanna við faraldrinum. Það hafi verið jafnvel verið einfaldara verkefni en þetta. „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur. Þegar koma stór verkefni ofan í allt saman þarf ansi mikla þolinmæði til að standa þetta allt af sér.“ Skóla - og menntamál Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
1. janúar tók gildi stytting vinnuvikunnar hjá leikskólum. Í skriflegu svari frá skóla-og frístundasviði borgarinnar segir að flestir leikskólar hafi þegar innleitt 36 stunda vinnuviku. Í nokkrum leikskólum hafi þó ekki verið hægt að innleiða styttinguna til fulls. Fjármagn fylgir ekki styttingunni en í svarinu kemur fram að þjónusta leikskólanna muni ekki skerðast. Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, var spurður hvort stytting vinnuvikunnar á leikskólum án fjármagns þýddi ekki annað hvort þjónustuskerðing eða aukið vinnuálag. „Álaginu yrði mætt. Það eru til leiðir sem stjórnendur hafa og það er fáliðunarstefna, sem hún er oft kölluð. Þegar vantar starfsfólk og starfsemin er farin að ógna öryggi nemenda okkar þá er það leið að senda börn heim. Það hefur verið gert í gegnum tíðina þegar vantar starfsfólk og sú fáliðunaráætlun er ekkert að breytast og líklega verða börn oftar send heim.“ Þjónustuskerðing sé því fyrirsjáanleg afleiðing. „Nú er verið að stytta vinnuvikuna hjá öllum innan leikskólans og ef eru mikil veikindi eða vantar starfsfólk fyrir þá þarf að leysa málin með því að senda börnin heim.“ Sigurður Sigurjónsson er formaður félags stjórnenda leikskóla.Aðsend „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur“ Sigurður segir að það sé ósanngjarnt að öll vinnan við útfærslu þessa samningsatriðis dæmist að því er virðist eingöngu á leikskólana. Tveir séu aðilar að samningnum og beri ábyrgð á útfærslu þess sem um var samið. „Þetta er líka verkefni sveitarfélaganna. Ef þetta gengur ekki og ef koma upp hnökrar þá þurfa aðilar að finna leiðir til að leysa þá hnökra. Það er ekki hægt að leggja það á skólana eina að finna leiðir að því að leysa úr þessum hnútum. Sveitarfélögin verða að koma að því líka.“ Sigurður segir að þetta erfiða verkefni hafi jafnvel yfirskyggt viðbrögð leikskólanna við faraldrinum. Það hafi verið jafnvel verið einfaldara verkefni en þetta. „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur. Þegar koma stór verkefni ofan í allt saman þarf ansi mikla þolinmæði til að standa þetta allt af sér.“
Skóla - og menntamál Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira