Hefði Guðmundur átt að fórna leiknum í Portúgal eins og Norðmenn gerðu? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2021 13:01 Guðmundur Guðmundsson þarf að hafa miklar áhyggjur af því að enginn í íslenska hópnum smitist af kórónuveirunni. EPA-EFE/JOHAN NILSSON Íslenska landsliðið ætti að komast á Evrópumótið 2022 þrátt fyrir tap í Porto í kvöld og HSÍ er auðvitað að storka smitörlögunum aðeins með því að senda HM-hópinn sinn í þetta ferðalag til Portúgals. Þetta eru miklir óvissutímar í heiminum og þar sem kórónuveiran er í stórsókn í Evrópu þá eru flestir staðir betri til að vera á þessa dagana en flugvellir og flugvélar álfunnar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta flakkar samt sem áður fram og til baka um Evrópu í miðjum heimsfaraldri en það gera ekki allar þjóðir. Á sama tíma einbeitir norska landsliðið sér bara að því undirbúa sig fyrir HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi 13. janúar næstkomandi. Norðmenn áttu vissulega leiki í undankeppni EM eins og Ísland en þeir ákváðu að senda varaliðið sitt í þá leiki. Þjálfarateymið fór ekki einu sinni með. Strákarnir okkar eru komnir til Portúgal þar sem þeir mæta heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2022. Þetta er fyrsti leikur þjóðanna af þremur í þremur löndum á næstu átta dögum. En hversu miklu máli skiptir þessi leikur? Ísland er í fjögurra þjóða riðli þar sem tvö efstu liðin komast á EM og liðið í þriðja sæti gæti komist þangað líka. Ísland byrjaði vel með sextán marka sigri á Litháen í nóvember (36-20) en leik liðsins á móti Ísrael var frestað. Portúgalar eru bæði búnir að vinna Ísrael (+9, 31-22) og Litháen (+8, 34-26) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Ísland ætti að öllu eðlilegu að vinna leikina við Ísrael og Litháen og tryggja sér sæti á EM 2022. Norðmenn töpuðu reyndar leiknum í Hvíta-Rússlandi með átta marka mun (33-25) og þeirra bíður annar erfiður leikur þegar Hvít-Rússar koma til Noregs á föstudagskvöldið. Norðmenn hafa unnið einn leik á móti Ítalíu í fimmtán marka mun og fjórða liðið í riðlinum en Lettland. Þeir líta svo á að sigrar á Ítalíu og Lettlandi ættu að tryggja sér EM-sætið og eru því tilbúnir að fórna leikjunum við Hvíta-Rússland. Íslenski landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er auðvitað mikill keppnismaður og það kom væntanlega ekki til greina að fórna leik sem þessum. Fyrir vikið þarf hann að hafa áhyggjur af mun fleiri hlutum en bara handbolta. Smithætta á ferðalaginu er til staðar og það væri hrikalegt að missa leikmann eða leikmenn út rétt fyrir HM. Íslenska liðið þurfti samt líka æfingaleiki fyrir heimsmeistaramótið. Vandamálið er bara að liðið þarf nú að spila þrjá leiki í röð á móti Portúgal. Einn möguleikinn hefði verið að senda varalið út til Portúgal en spila heimaleikinn síðan á aðalliðinu. Með því hefði íslenska liðið aðeins þurft að ferðast til Egyptalands eftir leikinn á sunnudaginn í stað þess að fljúga til Portúgals, aftur til Íslands og svo loks í langt ferðalag til Egyptalands. Þetta hefði kannski verið raunhæfari möguleiki ef að Olís deild karla hefði ekki legið í dvala síðan í október. Hugsanlegt varalið úr deildinni hérna heima er því í engri leikæfingu og flestir frekar nýbyrjaðir að æfa aftur handbolta á fullu eftir langt hlé. Það hefði getað andað með vandræðalegu tapi út í Portúgal. Brotthvarf Arons Pálmarssonar úr íslenska liðinu þýðir miklar áherslubreytingar og tækifæri fyrir aðra leikmenn að taka meiri ábyrgð. Þessir tveir leikir fram að fyrsta leik á heimsmeistaramótinu nýtast því til að spila breytt lið saman. Nú er bara að vona að liðið sleppi við kórónuveiruna og meiðsli. Það er sennilega mikilvægara en sjálf úrslitin. HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Bara þrír með núna úr liðinu sem fagnaði eftir tap í Portúgal fyrir fjórum árum Íslenska handboltalandsliðið mætir Portúgal í undankeppni EM í Porto í kvöld en þetta verður fyrsti leikur íslenska liðsins á portúgalskri grundu síðan í júní 2016. 6. janúar 2021 10:30 Segir Ísland spila fallegan handbolta Fábio Magalhaes talaði vel um íslenska handboltalandsliðið fyrir leik Portúgals og Íslands í undankeppni EM. 5. janúar 2021 11:31 Segir Ísland áfram gott án Arons Luís Frade, liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, er á leið í þrjá leiki við Ísland á níu dögum með portúgalska landsliðinu. Hann segir fjarveru Arons ekki skipta sköpum. 4. janúar 2021 16:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Þetta eru miklir óvissutímar í heiminum og þar sem kórónuveiran er í stórsókn í Evrópu þá eru flestir staðir betri til að vera á þessa dagana en flugvellir og flugvélar álfunnar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta flakkar samt sem áður fram og til baka um Evrópu í miðjum heimsfaraldri en það gera ekki allar þjóðir. Á sama tíma einbeitir norska landsliðið sér bara að því undirbúa sig fyrir HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi 13. janúar næstkomandi. Norðmenn áttu vissulega leiki í undankeppni EM eins og Ísland en þeir ákváðu að senda varaliðið sitt í þá leiki. Þjálfarateymið fór ekki einu sinni með. Strákarnir okkar eru komnir til Portúgal þar sem þeir mæta heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2022. Þetta er fyrsti leikur þjóðanna af þremur í þremur löndum á næstu átta dögum. En hversu miklu máli skiptir þessi leikur? Ísland er í fjögurra þjóða riðli þar sem tvö efstu liðin komast á EM og liðið í þriðja sæti gæti komist þangað líka. Ísland byrjaði vel með sextán marka sigri á Litháen í nóvember (36-20) en leik liðsins á móti Ísrael var frestað. Portúgalar eru bæði búnir að vinna Ísrael (+9, 31-22) og Litháen (+8, 34-26) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Ísland ætti að öllu eðlilegu að vinna leikina við Ísrael og Litháen og tryggja sér sæti á EM 2022. Norðmenn töpuðu reyndar leiknum í Hvíta-Rússlandi með átta marka mun (33-25) og þeirra bíður annar erfiður leikur þegar Hvít-Rússar koma til Noregs á föstudagskvöldið. Norðmenn hafa unnið einn leik á móti Ítalíu í fimmtán marka mun og fjórða liðið í riðlinum en Lettland. Þeir líta svo á að sigrar á Ítalíu og Lettlandi ættu að tryggja sér EM-sætið og eru því tilbúnir að fórna leikjunum við Hvíta-Rússland. Íslenski landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er auðvitað mikill keppnismaður og það kom væntanlega ekki til greina að fórna leik sem þessum. Fyrir vikið þarf hann að hafa áhyggjur af mun fleiri hlutum en bara handbolta. Smithætta á ferðalaginu er til staðar og það væri hrikalegt að missa leikmann eða leikmenn út rétt fyrir HM. Íslenska liðið þurfti samt líka æfingaleiki fyrir heimsmeistaramótið. Vandamálið er bara að liðið þarf nú að spila þrjá leiki í röð á móti Portúgal. Einn möguleikinn hefði verið að senda varalið út til Portúgal en spila heimaleikinn síðan á aðalliðinu. Með því hefði íslenska liðið aðeins þurft að ferðast til Egyptalands eftir leikinn á sunnudaginn í stað þess að fljúga til Portúgals, aftur til Íslands og svo loks í langt ferðalag til Egyptalands. Þetta hefði kannski verið raunhæfari möguleiki ef að Olís deild karla hefði ekki legið í dvala síðan í október. Hugsanlegt varalið úr deildinni hérna heima er því í engri leikæfingu og flestir frekar nýbyrjaðir að æfa aftur handbolta á fullu eftir langt hlé. Það hefði getað andað með vandræðalegu tapi út í Portúgal. Brotthvarf Arons Pálmarssonar úr íslenska liðinu þýðir miklar áherslubreytingar og tækifæri fyrir aðra leikmenn að taka meiri ábyrgð. Þessir tveir leikir fram að fyrsta leik á heimsmeistaramótinu nýtast því til að spila breytt lið saman. Nú er bara að vona að liðið sleppi við kórónuveiruna og meiðsli. Það er sennilega mikilvægara en sjálf úrslitin.
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Bara þrír með núna úr liðinu sem fagnaði eftir tap í Portúgal fyrir fjórum árum Íslenska handboltalandsliðið mætir Portúgal í undankeppni EM í Porto í kvöld en þetta verður fyrsti leikur íslenska liðsins á portúgalskri grundu síðan í júní 2016. 6. janúar 2021 10:30 Segir Ísland spila fallegan handbolta Fábio Magalhaes talaði vel um íslenska handboltalandsliðið fyrir leik Portúgals og Íslands í undankeppni EM. 5. janúar 2021 11:31 Segir Ísland áfram gott án Arons Luís Frade, liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, er á leið í þrjá leiki við Ísland á níu dögum með portúgalska landsliðinu. Hann segir fjarveru Arons ekki skipta sköpum. 4. janúar 2021 16:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Bara þrír með núna úr liðinu sem fagnaði eftir tap í Portúgal fyrir fjórum árum Íslenska handboltalandsliðið mætir Portúgal í undankeppni EM í Porto í kvöld en þetta verður fyrsti leikur íslenska liðsins á portúgalskri grundu síðan í júní 2016. 6. janúar 2021 10:30
Segir Ísland spila fallegan handbolta Fábio Magalhaes talaði vel um íslenska handboltalandsliðið fyrir leik Portúgals og Íslands í undankeppni EM. 5. janúar 2021 11:31
Segir Ísland áfram gott án Arons Luís Frade, liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, er á leið í þrjá leiki við Ísland á níu dögum með portúgalska landsliðinu. Hann segir fjarveru Arons ekki skipta sköpum. 4. janúar 2021 16:30