Assange ekki sleppt gegn tryggingu Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2021 11:42 Frá mótmælum við Old Bailey, dómshúsið í London, í morgun. AP/Matt Dunham Julian Assange, stofnanda Wikileaks, verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu að svo stöddu. Þetta var ákvörðun dómara í London eftir að verjendur Assange höfðu krafist þess að honum yrði sleppt. Dómari þessi, Vanessa Baraitser, úrskurðaði fyrr í vikunni að ekki ætti að framselja Assange til Bandaríkjanna, eins og Bandaríkjamenn hafa krafist. Vísaði hún til geðheilsu Assange og sagði ekki hægt að framselja hann hennar vegna. Hann væri líklegur til að svipta sig lífi ef það yrði gert. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Sjá einnig: Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Dómarinn sagði að Bandaríkin hefðu rétt á að áfrýja úrskurði sínum frá því á mánduaginn og virtist hún sammála þeim rökum lögmanns Bandaríkjanna að Assange væri líklegur til að flýja. Hann hefði sýnt fram á það áður og því væri ekki rétt að sleppa honum lausum gegn tryggingu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar á Assange að vera áfram í fangelsi þar til búið er að taka áfrýjun Bandaríkjanna fyrir. Frá því hann var handtekinn hefur Assange verið haldið í hámarksöryggisfangelsinu Belmarsh. Þar mun heilsa hans hafa versnað til muna og skrifuðu rúmlega sextíu læknar undir opið bréf þar sem þeir lýstu yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari hans. Læknarnir sögðust óttast að hann myndi deyja í fangelsinu. WikiLeaks Bandaríkin Bretland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Assange gat tvö börn þegar hann bjó í sendiráði Ekvador í Lundúnum Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. 12. apríl 2020 19:33 Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35 Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Dómari þessi, Vanessa Baraitser, úrskurðaði fyrr í vikunni að ekki ætti að framselja Assange til Bandaríkjanna, eins og Bandaríkjamenn hafa krafist. Vísaði hún til geðheilsu Assange og sagði ekki hægt að framselja hann hennar vegna. Hann væri líklegur til að svipta sig lífi ef það yrði gert. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Sjá einnig: Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Dómarinn sagði að Bandaríkin hefðu rétt á að áfrýja úrskurði sínum frá því á mánduaginn og virtist hún sammála þeim rökum lögmanns Bandaríkjanna að Assange væri líklegur til að flýja. Hann hefði sýnt fram á það áður og því væri ekki rétt að sleppa honum lausum gegn tryggingu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar á Assange að vera áfram í fangelsi þar til búið er að taka áfrýjun Bandaríkjanna fyrir. Frá því hann var handtekinn hefur Assange verið haldið í hámarksöryggisfangelsinu Belmarsh. Þar mun heilsa hans hafa versnað til muna og skrifuðu rúmlega sextíu læknar undir opið bréf þar sem þeir lýstu yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari hans. Læknarnir sögðust óttast að hann myndi deyja í fangelsinu.
WikiLeaks Bandaríkin Bretland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Assange gat tvö börn þegar hann bjó í sendiráði Ekvador í Lundúnum Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. 12. apríl 2020 19:33 Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35 Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26
Assange gat tvö börn þegar hann bjó í sendiráði Ekvador í Lundúnum Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. 12. apríl 2020 19:33
Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35
Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04