Bara þrír með núna úr liðinu sem fagnaði eftir tap í Portúgal fyrir fjórum árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2021 10:30 Guðjón Valur Sigurðsson er einn af þeim mörgu sem hjálpuðu Íslandi inn á HM 2017 með því að ná réttum úrslitum í Portúgal fyrir fjórum og hálfu ári síðan. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Íslenska handboltalandsliðið mætir Portúgal í undankeppni EM í Porto í kvöld en þetta verður fyrsti leikur íslenska liðsins á portúgalskri grundu síðan í júní 2016. 16. júní 2016 mætti íslenska karlalandsliðið í handbolta með þriggja marka forskot í farteskinu fyrir seinni leik sinn á móti Portúgal í umspili um sæti á HM 2017. Íslenska liðið vann fyrri leikinn 26-23 í Laugardalshöllinni fjórum dögum fyrr og mátti því tapa með tveggja marka mun. Íslenska liðið fagnaði því í leikslok þrátt fyrir 20-21 tap í þessum leik á móti Portúgal en þetta stóð samt tæpt því Portúgalar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 10-7. Portúgalska liðið komst fjórum mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks og var síðan aftur komið þremur mörkum yfir, 20-17, þegar fimm mínútur voru eftir. Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu allir mikilvægt mark á lokakafla leiksins og það dugði ekki Portúgal að skora lokamark leiksins. Það eru bara fjögur og hálft ár síðan þessi leikur fór fram en gríðarlegar breytingar hafa orðið á íslenska liðinu á þessum tíma. Eftir forföll Arons Pálmarssonar og Björgvins Páls Gústavssonar eru bara þrír leikmenn eftir í liðinu af þeim sem fögnuðu sæti á HM þrátt fyrir tap í Portúgal daginn fyrir Þjóðhátíðardaginn árið 2016. Leikmennirnir eru hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson, línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson og vinstri skyttan Ólafur Guðmundsson. Hinir þrettán leikmennirnir úr hópnum frá 2016 verða ekki með í kvöld. Rúnar Kárason var markahæstur í þessum leik í Portúgal í júní 2017 með fjögur mörk en þeir Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Arnór Atlason skoruðu allir þrjú mörk. EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
16. júní 2016 mætti íslenska karlalandsliðið í handbolta með þriggja marka forskot í farteskinu fyrir seinni leik sinn á móti Portúgal í umspili um sæti á HM 2017. Íslenska liðið vann fyrri leikinn 26-23 í Laugardalshöllinni fjórum dögum fyrr og mátti því tapa með tveggja marka mun. Íslenska liðið fagnaði því í leikslok þrátt fyrir 20-21 tap í þessum leik á móti Portúgal en þetta stóð samt tæpt því Portúgalar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 10-7. Portúgalska liðið komst fjórum mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks og var síðan aftur komið þremur mörkum yfir, 20-17, þegar fimm mínútur voru eftir. Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu allir mikilvægt mark á lokakafla leiksins og það dugði ekki Portúgal að skora lokamark leiksins. Það eru bara fjögur og hálft ár síðan þessi leikur fór fram en gríðarlegar breytingar hafa orðið á íslenska liðinu á þessum tíma. Eftir forföll Arons Pálmarssonar og Björgvins Páls Gústavssonar eru bara þrír leikmenn eftir í liðinu af þeim sem fögnuðu sæti á HM þrátt fyrir tap í Portúgal daginn fyrir Þjóðhátíðardaginn árið 2016. Leikmennirnir eru hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson, línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson og vinstri skyttan Ólafur Guðmundsson. Hinir þrettán leikmennirnir úr hópnum frá 2016 verða ekki með í kvöld. Rúnar Kárason var markahæstur í þessum leik í Portúgal í júní 2017 með fjögur mörk en þeir Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Arnór Atlason skoruðu allir þrjú mörk.
EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira