Enski boltinn

Tottenham tríóið fær sekt en ekki bann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vinstri bakvörðurinn, Sergio, sést hér í baráttunni við Bruno Fernandes fyrr á leiktíðinni.
Vinstri bakvörðurinn, Sergio, sést hér í baráttunni við Bruno Fernandes fyrr á leiktíðinni. Alex Livesey/Getty Images

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Tottenham hafi sektað þá Sergio Reguilon, Erik Lamela og Giovani Lo Celso fyrir að hafa tekið þátt í jólapartíi á jóladag.

The Athletic greinir frá því á vef sínum að félagið hafi fundað með leikmönnunum og minnt þá á þeirra ábyrgðarhlutverk. Þeir hafa þó bara verið sektaðir en ekki settir í bann.

Þeir voru myndaðir í stóru boði á jóladag, meðal annars ásamt Manuel Lanzini sem leikur með West Ham, en bæði lið fordæmdu hegðun leikmanna sinna skömmu eftir að fréttirnar luku út.

Reguilon og Lamela spiluðu með Tottenham tveimur dögum síðar. Reguilon var í byrjunarliðinu en Lamela kom inn á sem varamaður á 84. mínútu. Lo Celso missti af leiknum vegna meiðsla.

Tottenham leikur þessa stundina gegn Brentford í undanúrslitum enska deildarbikarsins.


Tengdar fréttir

Mourinho refsar Lamela fyrir að brjóta sóttvarnarreglur

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ætlar ekki að nota Erik Lamela í leiknum gegn Brentford í undanúrslitum enska deildabikarsins eftir að Argentínumaðurinn braut sóttvarnarreglur um jólin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×