Orðin vön því að halda sig heima og hitta ekki neinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. janúar 2021 19:30 Strikið í Kaupmannahöfn í Danmörku er vinsælt en nú hefur öllum verið sagt að halda sig heima og umferðin því væntanlega afar lítil. Getty/NurPhoto Danmerkurstjórn herti aðgerðir vegna kórónuveirunnar til muna í dag. Íslensk kona í Danmörku segist orðin vön því að vera heima og hitta ekki neinn. Staðan hefur farið versnandi að undanförnu í ríkjunum í kringum okkur, meðal annars vegna bráðsmitandi bresks afbrigðis veirunnar, og hafa aðgerðir verið hertar mjög. Bretlandsstjórn setti á útgöngubann í gær. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði svo frá því á blaðamannafundi að þar í landi yrðu samkomutakmarkanir hertar og að fleiri en fimm megi ekki hittast. Hún bað landsmenn um að halda sig heima og hitta einungis nánustu fjölskyldu. Freyja Finnsdóttir býr með manni sínum og börnum í Herlev, rétt utan við Kaupmannahöfn, þar sem staðan er einna verst í Danmörku. „Það er bara allt lokað. Við erum svolítið til baka eins og þetta var 11. mars þegar landinu var lokað. Börnin eru komin heim í skóla. Ég er sjálf að kenna og er búin að vera að kenna heima síðan um miðjan desember. Já, maður er bara orðinn vanur að vera heima og hitta ekki neinn.“ Hún segist hafa búist við hertum takmörkunum en þær séu þó engin sérstök tilbreyting. „Við erum náttúrulega búin að lifa svona allan tímann. Þó það hafi létt á yfir sumarið varð það aldrei eins og á Íslandi,“ segir Freyja. Þrátt fyrir sókn faraldursins sé hún bjartsýn. „Það lítur út fyrir að bólusetningarnar gangi betur en þau bjuggust við. Þannig ég og maðurinn, sem erum í síðasta hópnum, hresst fólk undir 65, sem áttum að fá bólusetningu fyrst í nóvember en nú lítur kannski út fyrir að við fáum hana í sumar, ef við fáum að fara í sumarfrí til Íslands í sumar erum við bara nokkuð góð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Staðan hefur farið versnandi að undanförnu í ríkjunum í kringum okkur, meðal annars vegna bráðsmitandi bresks afbrigðis veirunnar, og hafa aðgerðir verið hertar mjög. Bretlandsstjórn setti á útgöngubann í gær. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði svo frá því á blaðamannafundi að þar í landi yrðu samkomutakmarkanir hertar og að fleiri en fimm megi ekki hittast. Hún bað landsmenn um að halda sig heima og hitta einungis nánustu fjölskyldu. Freyja Finnsdóttir býr með manni sínum og börnum í Herlev, rétt utan við Kaupmannahöfn, þar sem staðan er einna verst í Danmörku. „Það er bara allt lokað. Við erum svolítið til baka eins og þetta var 11. mars þegar landinu var lokað. Börnin eru komin heim í skóla. Ég er sjálf að kenna og er búin að vera að kenna heima síðan um miðjan desember. Já, maður er bara orðinn vanur að vera heima og hitta ekki neinn.“ Hún segist hafa búist við hertum takmörkunum en þær séu þó engin sérstök tilbreyting. „Við erum náttúrulega búin að lifa svona allan tímann. Þó það hafi létt á yfir sumarið varð það aldrei eins og á Íslandi,“ segir Freyja. Þrátt fyrir sókn faraldursins sé hún bjartsýn. „Það lítur út fyrir að bólusetningarnar gangi betur en þau bjuggust við. Þannig ég og maðurinn, sem erum í síðasta hópnum, hresst fólk undir 65, sem áttum að fá bólusetningu fyrst í nóvember en nú lítur kannski út fyrir að við fáum hana í sumar, ef við fáum að fara í sumarfrí til Íslands í sumar erum við bara nokkuð góð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira