Mette grípur í handbremsuna og herðir aðgerðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. janúar 2021 14:57 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AP Dönsk stjórnvöld hafa hert sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar en nú mega að hámarki fimm koma saman. Tveggja metra fjarlægðarreglan verður þá í gildi í stað eins metra reglunnar. Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið virkjað. „Vertu heima hjá þér. Ekki hitta neinn annan en þú býrð með,“ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu og beindi máli sínu til landsmanna. Hún útskýrði að grípa þyrfti til aðgerðanna vegna nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem gjarnan er kennt við Bretland en vísindamenn segja að hún smiti 50-70 prósent meira en önnur afbrigði. „Ef við grípum ekki í taumana munu fleiri deyja og heilbrigðiskerfið okkar mun kikna undan álagi.“ Mette sagði líka að til greina kæmi að setja á ferðatakmarkanir á komur frá fleiri löndum en Bretlandi, til dæmis Suður-Afríku þar sem einnig hefur greinst hættuleg stökkbreyting. Hægt er að fylgjast með vendingunum í Danmörku á vef DR. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, tók við og sagði að það væri ekki lengur spurning um hvort breska afbrigðið næði fótfestu í Danmörku heldur hvenær. Hann sagði að hann vildi forða því með öllu að ástandið yrði jafn slæmt og það er á Bretlandi og nefndi máli sínu til stuðnings ljósmyndir frá Bretlandi þar sem sjá má sjúkrabíla í biðröð við sjúkrahúsin. „Vonandi munu nýju takmarkanirnar tryggja að slíkt muni ekki eiga sér stað hér í Danmörku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Faraldurinn enn á siglingu í Danmörku og takmarkanir framlengdar til 17. janúar Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi í Danmörku verða framlengdar til 17. janúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans Mette Frederiksen nú fyrir stundu. Til stóð að endurskoða þær 3. janúar. 29. desember 2020 19:29 Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Breska afbrigðið virðist bindast frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi í haust er með fleiri stökkbreytingar en búast mætti við miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram. Þá virðast bæði smithæfni og smitstuðull afbrigðisins vera meiri en hjá öðrum stofnum veirunnar. 5. janúar 2021 12:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
„Vertu heima hjá þér. Ekki hitta neinn annan en þú býrð með,“ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu og beindi máli sínu til landsmanna. Hún útskýrði að grípa þyrfti til aðgerðanna vegna nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem gjarnan er kennt við Bretland en vísindamenn segja að hún smiti 50-70 prósent meira en önnur afbrigði. „Ef við grípum ekki í taumana munu fleiri deyja og heilbrigðiskerfið okkar mun kikna undan álagi.“ Mette sagði líka að til greina kæmi að setja á ferðatakmarkanir á komur frá fleiri löndum en Bretlandi, til dæmis Suður-Afríku þar sem einnig hefur greinst hættuleg stökkbreyting. Hægt er að fylgjast með vendingunum í Danmörku á vef DR. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, tók við og sagði að það væri ekki lengur spurning um hvort breska afbrigðið næði fótfestu í Danmörku heldur hvenær. Hann sagði að hann vildi forða því með öllu að ástandið yrði jafn slæmt og það er á Bretlandi og nefndi máli sínu til stuðnings ljósmyndir frá Bretlandi þar sem sjá má sjúkrabíla í biðröð við sjúkrahúsin. „Vonandi munu nýju takmarkanirnar tryggja að slíkt muni ekki eiga sér stað hér í Danmörku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Faraldurinn enn á siglingu í Danmörku og takmarkanir framlengdar til 17. janúar Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi í Danmörku verða framlengdar til 17. janúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans Mette Frederiksen nú fyrir stundu. Til stóð að endurskoða þær 3. janúar. 29. desember 2020 19:29 Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Breska afbrigðið virðist bindast frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi í haust er með fleiri stökkbreytingar en búast mætti við miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram. Þá virðast bæði smithæfni og smitstuðull afbrigðisins vera meiri en hjá öðrum stofnum veirunnar. 5. janúar 2021 12:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Faraldurinn enn á siglingu í Danmörku og takmarkanir framlengdar til 17. janúar Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi í Danmörku verða framlengdar til 17. janúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans Mette Frederiksen nú fyrir stundu. Til stóð að endurskoða þær 3. janúar. 29. desember 2020 19:29
Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00
Breska afbrigðið virðist bindast frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi í haust er með fleiri stökkbreytingar en búast mætti við miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram. Þá virðast bæði smithæfni og smitstuðull afbrigðisins vera meiri en hjá öðrum stofnum veirunnar. 5. janúar 2021 12:15