Enski boltinn

Fleiri vand­ræða­fréttir af botn­liðinu: Myndir af gjöreyði­lögðum bíl fram­herjans láku á netið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það gengur hvorki né rekur hjá Sheffield innan vallar sem utan.
Það gengur hvorki né rekur hjá Sheffield innan vallar sem utan. Nick Potts/PA Images

Sextán leiki, núll sigrar. Tímabilið hjá Sheffield United hingað til hefur verið afleitt og er liðið á botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar, með tvö stig eftir fyrstu sextán leikina.

Það hafa því ekki verið margar jákvæðar fréttir af liðinu og ekki komu þær í dag er myndir af bíl framherjans Lys Mousset birtust á netinu þar sem mátti sjá bílinn gjöreyðilagðann.

Mousset ekur um á Lamborghini en lögreglan í Sheffield tilkynnti í dag að þeir hefðu handtekið tvo menn á þrítugsaldri í morgun vegna ölvunaraksturs.

Þar sagði einnig að lögreglan hefði lagt hald á Lamborghini bíl sem hafði klesst á bifreiðir í grenndinni en ekki er vitað hvort að Mousset var að keyra bílinn er atvikið átti sér stað.

Sheffield tilkynnti svo í dag að félagið hefði hafið rannsókn á því hvað hefði átt sér stað en Mousset, sem er 24 ára, gekk í raðir Sheffield frá Bournemouth í júlí á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×