Ætlað að efla netöryggissveitina í skugga aukinna netárása Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2021 16:13 Guðmundur mun leiða CERT-IS sem er hluti af Póst- og fjarskiptastofnun. Vísir/Samsett Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS og kemur til með að leiða starfsemi sveitarinnar og áframhaldandi uppbyggingu hennar. Mun Guðmundur einnig bera ábyrgð á samskiptum við hagaðila, fjölmiðla og alþjóðleg CERT-teymi. Frá þessu er greint á vef Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) en Netöryggissveitin CERT-IS er sjálfstæð eining innan PFS. Hefur sveitin hefur það hlutverk að greina og upplýsa um netógnir, viðhafa ástandsvitund og samræma viðbrögð við netatvikum í netumdæmi Íslands. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir áramót að búið sé að fjölga starfsmönnum í sveitinni og að til standi að stórefla hana á næstu árum. Netárásum á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir hefur farið fjölgandi og lýsti CERT-IS yfir óvissustigi fjarskiptageirans í fyrsta sinn hér á landi í september síðastliðnum. Sú aðgerð kom til í kjölfar hótana og fágaðrar netárásar á íslenskt fyrirtæki. Guðmundur tekur til starfa í febrúar næstkomandi en fram kemur á vef PFS að hann sé með B.Sc próf í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá útskrifaðist hann árið 2008 með M.Sc próf í fjarskiptaverkfræði, með sérhæfingu í net- og upplýsingaöryggi, frá Háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi. Guðmundur hefur þrettán ára reynslu af störfum á fjarskiptamarkaði. Guðmundur starfaði fyrir Burðarnet og Farsímakjarna Vodafone til ársins 2013 og síðan sem deildarstjóri Netlausna Nýherja til 2017. Þá starfaði hann á árunum 2017-2019 sem svæðisstjóri fyrir net- og öryggisdeild 5G þróunarumhverfa fyrir Ericsson í Gautaborg ásamt því að sitja í global arkitektaráði netöryggismála fyrir sömu deild. Hann flutti aftur heim til Íslands árið 2019 og hefur starfað síðan sem deildarstjóri Net- og Samskiptalausna Origo. Netöryggi Fjarskipti Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mun Guðmundur einnig bera ábyrgð á samskiptum við hagaðila, fjölmiðla og alþjóðleg CERT-teymi. Frá þessu er greint á vef Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) en Netöryggissveitin CERT-IS er sjálfstæð eining innan PFS. Hefur sveitin hefur það hlutverk að greina og upplýsa um netógnir, viðhafa ástandsvitund og samræma viðbrögð við netatvikum í netumdæmi Íslands. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir áramót að búið sé að fjölga starfsmönnum í sveitinni og að til standi að stórefla hana á næstu árum. Netárásum á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir hefur farið fjölgandi og lýsti CERT-IS yfir óvissustigi fjarskiptageirans í fyrsta sinn hér á landi í september síðastliðnum. Sú aðgerð kom til í kjölfar hótana og fágaðrar netárásar á íslenskt fyrirtæki. Guðmundur tekur til starfa í febrúar næstkomandi en fram kemur á vef PFS að hann sé með B.Sc próf í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá útskrifaðist hann árið 2008 með M.Sc próf í fjarskiptaverkfræði, með sérhæfingu í net- og upplýsingaöryggi, frá Háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi. Guðmundur hefur þrettán ára reynslu af störfum á fjarskiptamarkaði. Guðmundur starfaði fyrir Burðarnet og Farsímakjarna Vodafone til ársins 2013 og síðan sem deildarstjóri Netlausna Nýherja til 2017. Þá starfaði hann á árunum 2017-2019 sem svæðisstjóri fyrir net- og öryggisdeild 5G þróunarumhverfa fyrir Ericsson í Gautaborg ásamt því að sitja í global arkitektaráði netöryggismála fyrir sömu deild. Hann flutti aftur heim til Íslands árið 2019 og hefur starfað síðan sem deildarstjóri Net- og Samskiptalausna Origo.
Netöryggi Fjarskipti Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira