Hvergi fleiri verið bólusettir en í Ísrael Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 14:16 Bólusetning hefur gengið nokkuð smurt fyrir sig í Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Hlutfallslega hafa hvergi verið eins margir bólusettir gegn covid-19 en í Ísrael þar sem um 12% þjóðarinnar hefur þegar fengið fyrsta skammt bóluefnis. Rúmlega milljón íbúar hafa þegar verið bólusettir eða sem jafngildir 11,55 íbúum af hverjum hundrað. Það er sem stendur hæsta hlutfall bólusettra íbúa á heimsvísu samkvæmt frétt BBC. Næst á eftir Ísrael kemur Barein, þar sem 3,49 af hverjum hundrað hafa verið bólusettir, og þá næst Bretland þar sem 1,47 af hverjum hundrað hafa fengið bóluefni. Þá eru Bandaríkin, Danmörk og Kína jafnframt ofarlega á lista. Til samanburðar höfðu í heildina aðeins 138 einstaklingar verið bólusettir í Frakklandi þann 30. desember. Það er Our World in Data, samstarfsverkefni Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, sem hefur tekið saman tölfræðina yfir bólusetningar og borið saman milli ríkja. Tölurnar ná yfir fjölda þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnis í hverju ríki, en enn sem komið er nauðsynlegt að gefa tvo skammta af þeim tegundum bóluefnis sem þegar hafa fengið leyfi og eru komin í umferð. Bandaríkjamenn náðu ekki markmiði sínu um að ná að bólusetja tuttugu milljónir fyrir lok 2020, en aðeins 2,78 milljónir höfðu fengið bóluefni þann 30. desember. Bólusetning hófst í Ísrael 19. desember og hafa síðan um 150 þúsund manns á dag fengið sprautu. Áhersla er lögð á að bólsetja fyrst heilbrigðisstarfsfólk, þá sem eru komnir yfir sextugt og þá sem eru veikir fyrir. Ísraelar tryggðu sér birgðir af bóluefni frá Pfizer/BioNTech í viðræðum tiltölulega snemma í faraldrinum. Þá hefur dreifing bóluefnisins um landið gengið nokkuð smurt og vel fyrir sig. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra hefur sagst eiga von á þið að Ísraelar geti losnað undan faraldrinum jafnvel strax í febrúar, en útgöngubann er í gildi í Ísrael í þriðja sinn frá því faraldurinn hófst. Ísrael Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Næst á eftir Ísrael kemur Barein, þar sem 3,49 af hverjum hundrað hafa verið bólusettir, og þá næst Bretland þar sem 1,47 af hverjum hundrað hafa fengið bóluefni. Þá eru Bandaríkin, Danmörk og Kína jafnframt ofarlega á lista. Til samanburðar höfðu í heildina aðeins 138 einstaklingar verið bólusettir í Frakklandi þann 30. desember. Það er Our World in Data, samstarfsverkefni Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, sem hefur tekið saman tölfræðina yfir bólusetningar og borið saman milli ríkja. Tölurnar ná yfir fjölda þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnis í hverju ríki, en enn sem komið er nauðsynlegt að gefa tvo skammta af þeim tegundum bóluefnis sem þegar hafa fengið leyfi og eru komin í umferð. Bandaríkjamenn náðu ekki markmiði sínu um að ná að bólusetja tuttugu milljónir fyrir lok 2020, en aðeins 2,78 milljónir höfðu fengið bóluefni þann 30. desember. Bólusetning hófst í Ísrael 19. desember og hafa síðan um 150 þúsund manns á dag fengið sprautu. Áhersla er lögð á að bólsetja fyrst heilbrigðisstarfsfólk, þá sem eru komnir yfir sextugt og þá sem eru veikir fyrir. Ísraelar tryggðu sér birgðir af bóluefni frá Pfizer/BioNTech í viðræðum tiltölulega snemma í faraldrinum. Þá hefur dreifing bóluefnisins um landið gengið nokkuð smurt og vel fyrir sig. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra hefur sagst eiga von á þið að Ísraelar geti losnað undan faraldrinum jafnvel strax í febrúar, en útgöngubann er í gildi í Ísrael í þriðja sinn frá því faraldurinn hófst.
Ísrael Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira