Telur til greina koma að endurskoða laun allra æðstu embættismanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2020 11:19 Forsætisráðherra segir að ef staða ríkissjóðs kalli eftir því gæti þurft að endurskoða laun allra æðstu embættismanna, ekki bara þingmanna og ráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir erfitt að finna aðferð til að hækka laun kjörinni fulltrúa. Þótt launahækkun sem var frestað í fyrra hafi tekið gildi hinn fyrsta janúar hafi hækkun sem koma átti til framkvæmda í júlí næst komandi verið frestað. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð út í launahækkun þingmanna og ráðherra í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Launahækkunin átti að taka gildi í júní í fyrra en var frestað til síðustu áramóta vegna nýgerðra kjarasamninga. Launaskrifstofa Alþingis gleymdi hins vegar hækkuninni og kom hún því ekki til framkvæmda fyrr en um síðustu mánaðamót og var þá afturvirk frá 1. janúar. „Það er mjög erfitt að finna leið til að ákvarða laun kjkörinna fulltrúa og æðstu embættismanna. Árið 2016 felldi kjararáð frægan úrskurð um fjörtíu prósenta hækkun launa þingmanna. Þið munið nú eftir því. Það var auðvitað gríðarlega umdeildur úrskurður. Og þessi launahækkun sem núna um ræðir sem tók gildi 1. janúar er fyrsta launahækkunin í kjölfar þess úrskurðar. En það var algerlega nauðsynlegt að mínu viti þegar þessi ríkisstjórn tók við að við myndum endurskoða þetta fyrirkomulag. Og við lögðum niður kjararáð,” sagði Katrín. Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um síðustu áramót en hækkun í júlí kemur ekki til framkvæmda til þeirra. Hins vegar fá aðrir æðstu embættismenn báðar hækkanirnar.Vísir/Vilhelm Þaðan í frá skyldu laun allra æðstu embættismanna ráðast einu sinni á ári til hækkunar eða lækknunar út frá launaþróun á opinberum vinnumarkaði. „Það var gert til að við yrðum aldrei leiðandi í launaþróun. Að við myndum einfaldlega fylgja opinbera markaðnum sem fylgir almanna vinnumarkaðnum. Þetta er það sem önnur Norðurlönd hafa gert,” sagði forsætisráðherra. Það sé ekki gott að þessar ákvarðanir séu teknar á pólitískum vettvangi. Vegna stöðunnar nú hafi þó verið ákveðið að fresta launahækkun þingmanna og ráðherra sem átti að koma til framkvæmda hinn 1. júlí næst komandi og það geti vel verið að frekari ákvarðanir verði teknar. „Hins vegar þarf það að vera svo ef staða ríkisfjármála kallar á; þá hef ég sagt að við þurfum að taka til skoðunar ekki bara laun þingmanna, heldur laun allra toppanna hjá ríkinu,” sagði Katrín. Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum utan Reykjavíkur hófst á hádegi þar sem einnig er krafist launahækkana. Katrín sagðist skilja vel að nemendur og foreldrar í þeim sveitarfélögum séu ósátt við stöðuna eftir takmarkað skólahald að undanförnu. „En það breytir því ekki að verkfallsrétturinn er mjög mikilvægur í okkar samfélagi. Fólk hefur rétt á að berjast fyrir sínum kjörum,” sagði forsætisráðherra. Hún hvatti jafnframt viðsemjendur til að setjast niður og ná samningum. Þetta væri gríðarlegt álag fyrir börnin. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Verkföll 2020 Kjaramál Tengdar fréttir Spyr hvort hagsmunir launþega séu að sitja heima frekar en að vera í vinnunni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir formann Alþýðusambands Íslands skorta framtíðarsýn þegar komi að umræðunni hvort fyrirtæki, sem leiti til ríkisins varðandi greiðslur til launþega á uppsagnafresti, láti starfsfólk sitt vinna út uppsagnafrestinn. Á fimmta þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsagnahrinu í lok apríl. 5. maí 2020 10:58 Efast um skjótan efnahagsbata að faraldri loknum Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verða að líkindum við lýði í lengri tíma og því er ósennilegt að hagkerfi Evrópu taki hratt og vel við sér á næstunni. Seðlabankastjóri Þýskalands á þó von á því að stöðugur efnahagsbati náist þegar faraldurinn er um garð genginn að fullu. 5. maí 2020 10:01 Verkfall á hádegi Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarinnar hefst að nýju á hádegi í dag 5. maí 2020 07:41 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Forsætisráðherra segir erfitt að finna aðferð til að hækka laun kjörinni fulltrúa. Þótt launahækkun sem var frestað í fyrra hafi tekið gildi hinn fyrsta janúar hafi hækkun sem koma átti til framkvæmda í júlí næst komandi verið frestað. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð út í launahækkun þingmanna og ráðherra í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Launahækkunin átti að taka gildi í júní í fyrra en var frestað til síðustu áramóta vegna nýgerðra kjarasamninga. Launaskrifstofa Alþingis gleymdi hins vegar hækkuninni og kom hún því ekki til framkvæmda fyrr en um síðustu mánaðamót og var þá afturvirk frá 1. janúar. „Það er mjög erfitt að finna leið til að ákvarða laun kjkörinna fulltrúa og æðstu embættismanna. Árið 2016 felldi kjararáð frægan úrskurð um fjörtíu prósenta hækkun launa þingmanna. Þið munið nú eftir því. Það var auðvitað gríðarlega umdeildur úrskurður. Og þessi launahækkun sem núna um ræðir sem tók gildi 1. janúar er fyrsta launahækkunin í kjölfar þess úrskurðar. En það var algerlega nauðsynlegt að mínu viti þegar þessi ríkisstjórn tók við að við myndum endurskoða þetta fyrirkomulag. Og við lögðum niður kjararáð,” sagði Katrín. Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um síðustu áramót en hækkun í júlí kemur ekki til framkvæmda til þeirra. Hins vegar fá aðrir æðstu embættismenn báðar hækkanirnar.Vísir/Vilhelm Þaðan í frá skyldu laun allra æðstu embættismanna ráðast einu sinni á ári til hækkunar eða lækknunar út frá launaþróun á opinberum vinnumarkaði. „Það var gert til að við yrðum aldrei leiðandi í launaþróun. Að við myndum einfaldlega fylgja opinbera markaðnum sem fylgir almanna vinnumarkaðnum. Þetta er það sem önnur Norðurlönd hafa gert,” sagði forsætisráðherra. Það sé ekki gott að þessar ákvarðanir séu teknar á pólitískum vettvangi. Vegna stöðunnar nú hafi þó verið ákveðið að fresta launahækkun þingmanna og ráðherra sem átti að koma til framkvæmda hinn 1. júlí næst komandi og það geti vel verið að frekari ákvarðanir verði teknar. „Hins vegar þarf það að vera svo ef staða ríkisfjármála kallar á; þá hef ég sagt að við þurfum að taka til skoðunar ekki bara laun þingmanna, heldur laun allra toppanna hjá ríkinu,” sagði Katrín. Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum utan Reykjavíkur hófst á hádegi þar sem einnig er krafist launahækkana. Katrín sagðist skilja vel að nemendur og foreldrar í þeim sveitarfélögum séu ósátt við stöðuna eftir takmarkað skólahald að undanförnu. „En það breytir því ekki að verkfallsrétturinn er mjög mikilvægur í okkar samfélagi. Fólk hefur rétt á að berjast fyrir sínum kjörum,” sagði forsætisráðherra. Hún hvatti jafnframt viðsemjendur til að setjast niður og ná samningum. Þetta væri gríðarlegt álag fyrir börnin.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Verkföll 2020 Kjaramál Tengdar fréttir Spyr hvort hagsmunir launþega séu að sitja heima frekar en að vera í vinnunni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir formann Alþýðusambands Íslands skorta framtíðarsýn þegar komi að umræðunni hvort fyrirtæki, sem leiti til ríkisins varðandi greiðslur til launþega á uppsagnafresti, láti starfsfólk sitt vinna út uppsagnafrestinn. Á fimmta þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsagnahrinu í lok apríl. 5. maí 2020 10:58 Efast um skjótan efnahagsbata að faraldri loknum Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verða að líkindum við lýði í lengri tíma og því er ósennilegt að hagkerfi Evrópu taki hratt og vel við sér á næstunni. Seðlabankastjóri Þýskalands á þó von á því að stöðugur efnahagsbati náist þegar faraldurinn er um garð genginn að fullu. 5. maí 2020 10:01 Verkfall á hádegi Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarinnar hefst að nýju á hádegi í dag 5. maí 2020 07:41 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Spyr hvort hagsmunir launþega séu að sitja heima frekar en að vera í vinnunni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir formann Alþýðusambands Íslands skorta framtíðarsýn þegar komi að umræðunni hvort fyrirtæki, sem leiti til ríkisins varðandi greiðslur til launþega á uppsagnafresti, láti starfsfólk sitt vinna út uppsagnafrestinn. Á fimmta þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsagnahrinu í lok apríl. 5. maí 2020 10:58
Efast um skjótan efnahagsbata að faraldri loknum Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verða að líkindum við lýði í lengri tíma og því er ósennilegt að hagkerfi Evrópu taki hratt og vel við sér á næstunni. Seðlabankastjóri Þýskalands á þó von á því að stöðugur efnahagsbati náist þegar faraldurinn er um garð genginn að fullu. 5. maí 2020 10:01
Verkfall á hádegi Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarinnar hefst að nýju á hádegi í dag 5. maí 2020 07:41