Náðu að grípa smitaða með umfangsmiklum prófunum Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2020 10:38 Leikstjórinn Baltasar Kormákur. Vísir/Getty Ted Sarandos, efnisstjóri bandarísku streymisveitunnar Netflix, ritaði grein sem birt var á vef bandaríska miðilsins Los Angeles Times í gær þar sem hann fer yfir hvernig framleiðsla á verkefnum Netflix hefur farið fram í ýmsum löndum. Þar tiltekur hann sérstaklega tökur á þáttaröðinni Kötlu sem er í höndum RVK Studios. Á tökustað Kötlu er allir skimaðir fyrir veirunni og er hiti starfsliðs mældur á hverjum morgni. Einnig þarf að fara eftir ströngum reglum og læknar á svæðinu ef einhver skyldi finna fyrir einkennum. Máltíðir í kassa Einnig er fólk á tökustað sem fylgist með því að hópamyndun fari ekki yfir leyfilegt hámark. Þá er starfsliðinu bannað að vera saman í bíl. Hlaðborð á tökustað hafa verið bönnuð, í stað þeirra fá starfsmenn sér máltíðir afhentar í kassa. Aðeins er einn förðunarfræðingur á tökustað sem notast við einnota áhöld. Á tveggja til þriggja tíma fresti er gert hlé á tökum svo starfsliðið geti þvegið á sér hendurnar og eru helstu snertifletir hreinsaðir. Tökur á Netflix verkefnum fara einnig fram í Suður Kóreu. Tökur munu einnig hefjast í Svíþjóð í mánuðinum og í Noregi í júlí. Smit hjá Kötluliðum Leikstjórinn Baltasar Kormákur ræddi tökurnar á Kötlu við bandaríska miðilinn Deadline. Þar segir hann frá því að myndver RVK Studios sé það stærsta í Evrópu, 4.200 fermetrar að stærð, þar sem auðvelt er að fylgja reglum um fjöldatakmarkanir og halda í tveggja metra regluna. Baltasar segir frá því að skimanir á starfsliðinu hafa leitt í ljós að nokkrir voru smitaðir en þeir í kjölfarið ekki fengið að koma á tökustað. Enginn hafi smitast á tökustað. Bendir Baltasar á að þeir sem voru smitaðir hefðu hins vegar verið á tökustaðnum ef prófanir hefðu ekki verið jafn umfangsmiklar og raun ber vitni því þeir hefðu verið einkennalausir. Hann segir að þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví hafa fengið greidd laun og segir Netflix hafa stutt rausnarlega við framleiðsluna að því leytinu. Bíó og sjónvarp Netflix Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ted Sarandos, efnisstjóri bandarísku streymisveitunnar Netflix, ritaði grein sem birt var á vef bandaríska miðilsins Los Angeles Times í gær þar sem hann fer yfir hvernig framleiðsla á verkefnum Netflix hefur farið fram í ýmsum löndum. Þar tiltekur hann sérstaklega tökur á þáttaröðinni Kötlu sem er í höndum RVK Studios. Á tökustað Kötlu er allir skimaðir fyrir veirunni og er hiti starfsliðs mældur á hverjum morgni. Einnig þarf að fara eftir ströngum reglum og læknar á svæðinu ef einhver skyldi finna fyrir einkennum. Máltíðir í kassa Einnig er fólk á tökustað sem fylgist með því að hópamyndun fari ekki yfir leyfilegt hámark. Þá er starfsliðinu bannað að vera saman í bíl. Hlaðborð á tökustað hafa verið bönnuð, í stað þeirra fá starfsmenn sér máltíðir afhentar í kassa. Aðeins er einn förðunarfræðingur á tökustað sem notast við einnota áhöld. Á tveggja til þriggja tíma fresti er gert hlé á tökum svo starfsliðið geti þvegið á sér hendurnar og eru helstu snertifletir hreinsaðir. Tökur á Netflix verkefnum fara einnig fram í Suður Kóreu. Tökur munu einnig hefjast í Svíþjóð í mánuðinum og í Noregi í júlí. Smit hjá Kötluliðum Leikstjórinn Baltasar Kormákur ræddi tökurnar á Kötlu við bandaríska miðilinn Deadline. Þar segir hann frá því að myndver RVK Studios sé það stærsta í Evrópu, 4.200 fermetrar að stærð, þar sem auðvelt er að fylgja reglum um fjöldatakmarkanir og halda í tveggja metra regluna. Baltasar segir frá því að skimanir á starfsliðinu hafa leitt í ljós að nokkrir voru smitaðir en þeir í kjölfarið ekki fengið að koma á tökustað. Enginn hafi smitast á tökustað. Bendir Baltasar á að þeir sem voru smitaðir hefðu hins vegar verið á tökustaðnum ef prófanir hefðu ekki verið jafn umfangsmiklar og raun ber vitni því þeir hefðu verið einkennalausir. Hann segir að þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví hafa fengið greidd laun og segir Netflix hafa stutt rausnarlega við framleiðsluna að því leytinu.
Bíó og sjónvarp Netflix Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent