Erlent

Sonurinn nefndur í höfuð lækna sem björguðu lífi Boris

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsætisráðuneytið gaf út þessa mynd af Johnson fara yfir kveðjubréf sem honum barst þegar hann var veikur.
Forsætisráðuneytið gaf út þessa mynd af Johnson fara yfir kveðjubréf sem honum barst þegar hann var veikur. Vísir/EPA

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa skírt nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas. Að hluta til er það í höfuð tveggja lækna sem parið segir að hafi bjargað lífið forsætisráðherrans. Nafnið var opinberað á Twitter í dag og er drengurinn sagður vera þegar kominn með þykkt ljóst hár eins og faðir hans.

Symonds sagði að nafnið Nicholas vísaði til læknanna Nick Price og Nick Hart. Báðir starfa hjá St. Thomas sjúkrahúsinu þar sem Johnson var lagður inn í síðasta mánuði eftir að hann smitaðist af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur.

Wilfred er í höfuðið á afa Johnson og Lawrie er í höfuðið á afa Symonds.

Johnson var þungt haldinn á sjúkrahúsi um tíma og eftir að hann var útskrifaður sagðist hann hafa geta dáið. Það hefði getað farið á báða vegu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×