Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 2. maí 2020 11:15 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna Vísir/Vilhelm Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. Hæsta krafan nemur ríflega 30 milljónum króna. Tvö slík mál fara fyrir dóm í vikunni. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að tveir þriðju málanna snúist um kröfur tengdum kórónuveirufaraldrinum þar sem búið er að greiða fyrir þjónustu sem er svo ekki veitt. „Það eru pakkaferðir, námskeið, íþróttafélög og líkamsræktarstöðvar,“ segir Breki. „Þetta varðar aðallega það að fólk fær ekki þá þjónustu sem það hefur greitt fyrir eða enn þá verið að draga af kortum án þess að þjónustan sé veitt.“ Breki segir að samtökin séu með á annan hundrað mál í vinnslu og varði 400-600 manns. Hann nefnir dæmi um ungmenni á tvítugsaldri sem yrði gert að lána ferðaskrifstofu allt að tveimur milljónum króna. „Málin eru allt frá eins manns ferðum og allt að 32 milljóna króna þar sem eru útskriftarferðir eða eitthvað slíkt,“ segir hann. „Margir neytendur hafa líka misst viðurværi sitt og eru líka að glíma við lausafjárvanda.“ Hann segir rétt neytenda ótvíræðan. „Að megin stefnu er hann þannig að sé þjónustan ekki veitt þá á ekki að greiða fyrir hana.“ Segir frumvarp ekki standast stjórnarskrá Nú liggur frumvarp fyrir Alþingi að fyrirtæki geta breytt kröfum neytenda í inneign. „Okkur krossbrá þegar frumvarpið kom fram. Því þarna átti að færa lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytenda. Það leysir engan vanda að færa hann til.“ „Ég bara trúi ekki að þetta fari í gegn því þetta gengur þvílíkt gegn stjórnarskránni.“ Þá séu dæmi um að fyrirtæki hafi frestað endurgreiðslum en hafi áður samþykkt þær. „Þegar þetta frumvarp kom fram ákváðu ferðaskrifstofurnar að bíða með endurgreiðslu. Þar til eftir að frumvarpið yrði þá samþykkt. Það er fáránlegt og gengur gegn stjórnarskránni að setja lög sem eiga að gilda aftur í tímann.“ Hann telur að fresti ferðaskrifstofur að greiða á þennan hátt beri þeim að greiða dráttarvexti af greiðslunni. Samtökin hafi lagt til aðrar lausnir. „Þeir sem vilja þiggi þá inneignarnótur gegn einhvers konar tryggingu um að þær verði endurgreiddar ef að ferðaskrifstofan fer í þrot.“ Tvö slík mál fara fyrir dóm í næstu viku. „Við vitum af dæmum þar sem ferðaskrifstofum hefur verið stefnd og mál verða dómtekin í næstu viku.“ Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00 Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. Hæsta krafan nemur ríflega 30 milljónum króna. Tvö slík mál fara fyrir dóm í vikunni. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að tveir þriðju málanna snúist um kröfur tengdum kórónuveirufaraldrinum þar sem búið er að greiða fyrir þjónustu sem er svo ekki veitt. „Það eru pakkaferðir, námskeið, íþróttafélög og líkamsræktarstöðvar,“ segir Breki. „Þetta varðar aðallega það að fólk fær ekki þá þjónustu sem það hefur greitt fyrir eða enn þá verið að draga af kortum án þess að þjónustan sé veitt.“ Breki segir að samtökin séu með á annan hundrað mál í vinnslu og varði 400-600 manns. Hann nefnir dæmi um ungmenni á tvítugsaldri sem yrði gert að lána ferðaskrifstofu allt að tveimur milljónum króna. „Málin eru allt frá eins manns ferðum og allt að 32 milljóna króna þar sem eru útskriftarferðir eða eitthvað slíkt,“ segir hann. „Margir neytendur hafa líka misst viðurværi sitt og eru líka að glíma við lausafjárvanda.“ Hann segir rétt neytenda ótvíræðan. „Að megin stefnu er hann þannig að sé þjónustan ekki veitt þá á ekki að greiða fyrir hana.“ Segir frumvarp ekki standast stjórnarskrá Nú liggur frumvarp fyrir Alþingi að fyrirtæki geta breytt kröfum neytenda í inneign. „Okkur krossbrá þegar frumvarpið kom fram. Því þarna átti að færa lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytenda. Það leysir engan vanda að færa hann til.“ „Ég bara trúi ekki að þetta fari í gegn því þetta gengur þvílíkt gegn stjórnarskránni.“ Þá séu dæmi um að fyrirtæki hafi frestað endurgreiðslum en hafi áður samþykkt þær. „Þegar þetta frumvarp kom fram ákváðu ferðaskrifstofurnar að bíða með endurgreiðslu. Þar til eftir að frumvarpið yrði þá samþykkt. Það er fáránlegt og gengur gegn stjórnarskránni að setja lög sem eiga að gilda aftur í tímann.“ Hann telur að fresti ferðaskrifstofur að greiða á þennan hátt beri þeim að greiða dráttarvexti af greiðslunni. Samtökin hafi lagt til aðrar lausnir. „Þeir sem vilja þiggi þá inneignarnótur gegn einhvers konar tryggingu um að þær verði endurgreiddar ef að ferðaskrifstofan fer í þrot.“ Tvö slík mál fara fyrir dóm í næstu viku. „Við vitum af dæmum þar sem ferðaskrifstofum hefur verið stefnd og mál verða dómtekin í næstu viku.“
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00 Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00
Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00
Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56