Rekinn hefði hann ekki unnið bikarinn 2009: „Reykmettuðu bakherbergin í Kópavogi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. maí 2020 15:00 Ólafur Kristjánsson á tíma sínum sem þjálfari Blika. Vísir/Daníel Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í dag og fyrrum þjálfari Breiðabliks, segir að hefði hann ekki stýrt Blikum til bikarmeistaratitils árið 2009 hefði hann verið rekinn hjá félaginu. Ólafur var gestur Gumma Ben í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi þar sem rifjaður var upp fyrsti og eini Íslandsmeistaratitill Breiðabliks sem vannst árið 2010. Það hófst þó árið áður með bikarmeistaratitli en Ólafur segir að hann hafi líklega ekki haldið starfinu ef sá titill hefði ekki komið í hús. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var það ekki í pípunum að fara gerast. Ef þessi bikarmeistaratitill árið 2009 hefði ekki komið þá hefði ég verið rekinn. Stemningin og umtalið og reykmettuðu bakherbergin í Kópavogi,“ sagði Óli og hélt áfram. „Það er allt í lagi að tala um það núna og ég veit það að það voru ýmsar skoðanir. Í deildinni vorum við ekkert sérstakir 2009 en fórum á gott bikar-run. Guðmundur Pétursson kom og var okkur drjúgur. Ég fann undiröldunni sem var. Þegar 2009 klárast þá var ég rosalega þreyttur og þurfti virkilega góðan tíma til þess að jafna mig eftir allt sem hafði á undan gengið. Það var mjög sætt að fá titil.“ Tímabilið var það síðasta sem Arnar Grétarsson spilaði áður en hann var einnig aðstoðarþjálfari Ólafs. „Arnar var frábær allan tímann; inn í klefanum mjög mikill leiðtogi og mótaði marga af þessum yngri leikmönnum. Hann var aðstoðarþjálfari og góð hægri hönd. Það voru engin teikn á lofti 2009/2010 um að við værum einhverjir Íslandsmeistara-kandídatar en strákarnir æfðu vel og kjarninn var góður.“ Klippa: Sportið í kvöld - Rekinn hefði hann ekki unnið bikarinn 2009 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Fótbolti Lillard með blóðtappa í kálfa Körfubolti „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Körfubolti „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Handbolti Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaumferð Bónus deildar karla Sport Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Handbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Handbolti Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í dag og fyrrum þjálfari Breiðabliks, segir að hefði hann ekki stýrt Blikum til bikarmeistaratitils árið 2009 hefði hann verið rekinn hjá félaginu. Ólafur var gestur Gumma Ben í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi þar sem rifjaður var upp fyrsti og eini Íslandsmeistaratitill Breiðabliks sem vannst árið 2010. Það hófst þó árið áður með bikarmeistaratitli en Ólafur segir að hann hafi líklega ekki haldið starfinu ef sá titill hefði ekki komið í hús. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var það ekki í pípunum að fara gerast. Ef þessi bikarmeistaratitill árið 2009 hefði ekki komið þá hefði ég verið rekinn. Stemningin og umtalið og reykmettuðu bakherbergin í Kópavogi,“ sagði Óli og hélt áfram. „Það er allt í lagi að tala um það núna og ég veit það að það voru ýmsar skoðanir. Í deildinni vorum við ekkert sérstakir 2009 en fórum á gott bikar-run. Guðmundur Pétursson kom og var okkur drjúgur. Ég fann undiröldunni sem var. Þegar 2009 klárast þá var ég rosalega þreyttur og þurfti virkilega góðan tíma til þess að jafna mig eftir allt sem hafði á undan gengið. Það var mjög sætt að fá titil.“ Tímabilið var það síðasta sem Arnar Grétarsson spilaði áður en hann var einnig aðstoðarþjálfari Ólafs. „Arnar var frábær allan tímann; inn í klefanum mjög mikill leiðtogi og mótaði marga af þessum yngri leikmönnum. Hann var aðstoðarþjálfari og góð hægri hönd. Það voru engin teikn á lofti 2009/2010 um að við værum einhverjir Íslandsmeistara-kandídatar en strákarnir æfðu vel og kjarninn var góður.“ Klippa: Sportið í kvöld - Rekinn hefði hann ekki unnið bikarinn 2009 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Fótbolti Lillard með blóðtappa í kálfa Körfubolti „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Körfubolti „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Handbolti Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaumferð Bónus deildar karla Sport Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Handbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Handbolti Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Sjá meira